Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1971, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.07.1971, Blaðsíða 8
ISLAND Skipaúftyíerð ríkisins l\iý skip, en önnur encfurnýjun hægfara - Irifuriegf tap Tekjur 1970 hrukku til að rúml. tapið var 30 milljónir Árið 1970 var síðasta ár elli- mála í skiparekstri Skipaút- gerðar ríkisins, a. m. k. að sinni. „Síðasti geirfuglinn“, Herðubreið, var seld nýlega, þó ekki úr landi, og voru það Vestur-Húnvetningar, sem björguðu henni. En á árinu 1970 rak Skipaútgerðin nýju Heklu, gömlu Herðubreið og svo Herjólf. Þessi skiparekst- ur, með rekstri vöruafgreiðslu og innkaupadeildar, skilaði 65-66 milljónum í tekjur, en tap varð samt um 30 milljónir. E. t. v. má skrifa eitthvað af þessu tapi á Herðubreið og millibilsástand, sem varð ó- eðlilega langt, unz Esja leysti Herðubreið af hólmi. Og hugs- anlega er það rétt skoðun, sem sumir halda fram, að ekki sé að vænta hallalauss reksturs þjónustufyrirtækis á borð við Skipaútgerðina. Sé svo, er auð- vitað ástæðulaust að síta tap- ið, 30 milljónir eru jú enginn stabbi nú. orðið. Hvað sem þessu líður, er það nú orðið staðreynd, að Skipa- útgerðin hefur eignazt 2 ný skip, fyrir hátt í 200 milljónir samtals, og rekur þau nú ásamt Herjólfi. Jafnframt hefur þjón- usta Skipaútgerðarinnar farið í annan farveg en áður, þar sem bæði nýju skipin eru nær ein- göngu vöruflutningaskip og hafa verulega getu sem slík. Farþegaflutningar hafa um leið lagzt að mestu af. Verði þeir á dagskrá aftur, verður það sennilega með einhliða far- þegaskipi, og skipareksturinn þannig í meginatriðum tví- skiptur. En fylgja ekki þessum breyt- ingum aðrar breytingar, breyt- ingar á rekstri Skipaútgerðar- innar í landi og í flutninga- tækni t. d.? Jú, vissulega, sagði Guðión Teitsson forstjóri, þeg- ar FV lagði þessa spurningu fyrir hann. Nú þegar er hafin notkun meisa (pallar með Iéttri álgrind) og gáma (containers) í nokkrum mæli, og er að smá aukast. Og í sambandi við það, breytist út- og uppskipun, þar sem til koma lyftitæki í aukn- um mæli. Jafnframt er á döf- inni að ráða þót á afgreiðslu- aðstöðu í Reykjavík, sem er mjög bágborin, en hún er að vísu víðar þannig. Skipakaup- in, kaup gáma á 25 þús. kr. stykkið og lyftara m. m., ásamt fyrirhuguðum endurbótum á afgreiðslu í Reykjavík, er veru- leg fjárfesting á tiltölulega skömmum tíma. Frá ýmsum aðilum út um land hefur FV hins vegar heyrt margs konar gagnrýni í garð Skipaútgerðarinnar, og má þó vafalítið rekja eitthvað af henni til óeðlilegs ástands á síðasta ári eða síðustu misser- um. Annað virðist stutt sterk- um rökum og vera í fullu gildi, eins og kvartanir út af flók- inni gjaldskrá og að því er sum- ir segia ákaflega misviturlegri, og ábendingar um sinnuleysi Ný skip og gámar: Það eitt er ekki nóg. 6 FV 7 1971

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.