Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1971, Side 12

Frjáls verslun - 01.12.1971, Side 12
Island Vangoldin meðlög 250 milljónir IMý siofnun, innheimtustofnun sveitarfélaga, tekur að sér innheimtu meðlaga næsta ár Á næsta ári munu meðlög til innheimtu vegna skilget- inna og óskilgetinna barna á íslandi verða um 145 milljónir króna. Um komandi áramót munu vangoldin eldri meðlög nema um 250 milljónum, en meðlagsskuldarar verða senni- lega um 4000 á öllu landinu. Á undanförnum árum hefur Tryggingastofnun ríkisins verið ætlað að annast innheimtu meðlaga, en hún hefur þó ekki numið nema u. þ. b. 3—5% ár- lega af því, sem stofnunin hefur greitt í meðlög til mæðra. Af hálfu Tryggingastofnunar hef- ur eitt áskorunarbréf verið sent til barnsföður um greiðslu meðlags og tekið við greiðslum, ef bréfið hefur haft tilætluð áhrif. Um aðrar inn- heimtuaðgerðir Trygginga- stofnunarinnar hefur ekki verið að ræða. Ef barnsfaðir stendur ekki í skiluin, kemur til kasta sveitarfélaganna að innheimta meðlög, en þá er oft um að ræða allverulegar skuldir, sem safnazt hafa saman og gera innheimtuna erfiða. í næsta mánuði mun taka til starfa ný stofnun, Innheimtu- stofnun sveitarfélaga. Hún verður sameign allra sveitarfé- laga á iandinu en staðsett í Reykjavík. 50—60% allra með- lagsskuldara búa á höfuðborg- arsvæðinu. Tryggingastofnun rikisins hættir innheimtutil- raunum sínum um leið og Inn- heimtustofnunin tekur til starfa og jafnframt hætta öll sveitarfélög sinni meðlagsinn- heimtu. Innheimta mun fram- vegis geta byrjað hjá barnsföð- ur í sama mánuði og barnsmóð- ir fær meðlag greitt í fyrsta skipti hjá Tryggingastofnun ríkisins. Er þetta mikilvægt atriði, ekki einungis fyrir inn- heimtuna sem slíka, heldur einnig fyrir skuldara, sem losnar auðveldar við þessar byrðar ef hann greiðir smátt og smátt og lætur skuldir ekki hlaðast upp. Framvegis verður allt landið eitt innheimtusvæði, og er hug- myndin að fá atvinnurekendur almennt til að aðstoða við inn- heimtuna. Eftir breytinguna getur hvaða atvinnurekandi sem er, hvar sem er á landinu, með einni upphringingu til Inn- heimtustofnunarinnar fengið upplýsingar um, hvort tiltekinn starfsmaður eða umsækjandi um starf skuldi meðlag. Fram til þessa hefur stundum viljað brenna við, að atvinnurekend- ur hafi ekki getað aflað sér nauðsynlegra upplýsinga, þó að gjarnan vildu. Innheimtudeild sveitarsjóðs hefur ef til vill engar kröfur á starfsmann, þó að búsettur sé í viðkomandi sveitarfélagi, en ári síðar berst atvinnurekendum samt bréf úr næsta sveitarfélagi, þar sem starfsmaðurinn er sagður skulda þar verulegar fjárupp- hæðir. I lögum um Innheimtustofn- un sveitarfélaga er gert ráð fyrir að hún geti krafið kaup- greiðanda um að halda eftir hluta af kaujsi eða aflahlut til lúkingar meðlögum. Skulu slík- ar kröfur ganga fyrir öðrum kröfum, þar á meðal kröfum sveitarsjóða og innheimtu- manna ríkissjóðs. Kaupgreið- endur skulu halda slíku inn- heimtufé aðgreindu frá eigin fé eða fé fyrirtækis. Vanræki kaupgreiðandi að verða við slíkri kröfu, ber hann ábyrgð gagnvart Innheimtustofnun- inni allt að þeirri fjárhæð, sem hann hefur greitt barns- föður eftir að krafa Inn heimtustofnunarinnar barst honum. Sama gildir, ef kaup greiðandi tekur ekki tilskilda fjárhæð af kaupi eða aflahlut, eða ef hann skilar ekki inn- heimtu meðlagsfé til Inn-- heimtustofnunarinnar innan hálfs mánaðar. Þá er það nýmæli, að gera má lögtak hjá kaupgreiðanda vegna vanrækslu hans í þessu sambandi með sama hætti og hjá meðlagsskuldara sjálfum. Ákvæði þetta er til að undir- strika ábyrgð kaupgreiðenda og auðvelda innheimtuna með því að geta gert beint lögtak í stað þess að þurfa að stefna í sérstöku máli. ÖNNUMST ALLS KONAR BODDl-VIÐGERÐIR, RÉTTINGAR, MÁLUN Á ÖLLUM TEGUNDUM BIFREIÐA. HÖFUM FULLKOMNUSTU VERK- FÆRI, SEM VÖL ER Á TIL ÞEIRRÁ HLUTA. BÍLA SKÁ jLIJVJV ###. SUÐURLANDSBRAUT 6. SÍMI 33507. 10 FV 12 1971

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.