Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1971, Qupperneq 19

Frjáls verslun - 01.12.1971, Qupperneq 19
Grikkland 600 milljón dollara samningurinn við Onassis út í buskann Samningi gríska fjármála- jöfursins Aristotles Onassis og grísku stjórnarinnar hefur nú verið rift, — með samkomulagi beggja — eftir langar og harð- vítugar deilur. Samningurinn, sem undirritaður var í janúar 1970 hljóðaði upp á 600 millj- ónir dollara. Onassis var heim- ilað að sjá Grikklandi fyrir og flytja þangað með olíuskipum sínum 64 milljónir lesta af hrá- olíu, og í staðinn átti hann að fjárfesta 600 milljónir dollara í iðnaðaruppbyggingu, þ. á m. olíuhreinsunarstöð, aflstöð og álverksmiðju. Ástæðan fyrir deilunni var sú, að síðar á árinu, eftir und- irskrift samningsins, stórhækk- aði verð á hráolíu og flutnings- gjöld þutu upp úr öllu valdi. Fór þá Onassis fram á endur- skoðun samningsins á þeim for- sendum, að gríska stjórnin hefði dregið svo að staðfesta samninginn formlega, að allir útreikningar hefðu orðið úrelt- ir, og lánstraust hans erlendis minnkað. 1 MÍIX.TARHS DOTXARA SKAÐABÓTAKRAFA í marz sl. lagði Onassis mál- ið fyrir alþjóðlegan sáttasemj- ara í Sviss, sem átti að bvrja að fjalla um málið í nóvember. Þar fór Onassis fram á, að grísku stjórninni yrði gert að greiða um eins miiljarðs doll- ara tap, sem Onassis hefði orð- ið fyrir vegna verðhækkana, ef samningur yrði látinn standa óbreyttur. Til þess kom þó ekki, því að í byrjun nóvember samþykktu báðir aðilar að rifta samningnum. Gríska stjórnin féllst á að endurgreiða Onassis sjö milljón dollara tryggingu, sem hann setti við samningsgerð, en hann sam- þykkti að kalla málið frá sátta- semjaranum og falla frá öllum skaðabótakröfum. Riftun þessa samnings er talin mikið áfall fyrir grísku stjórnina, því að henni hefur gengið mjög erfiðlega að fá er- lenda aðila til að fjárfesta í Grikklandi. Skömmu eftir bylt- inguna 1967, er herinn tók völdin í sínar hendur, gerði herforingjastjórnin samningvið bandaríska fyrirtækið Litton Industries um að útvega 800 milljónir dollara á 12 árum til fjárfestingar í efnahagsupp- byggingu landsins. Þetta tókst fyrirtækinu ekki, og samning- urinn rann sjálfkrafa út í sand- inn. 1969 .gerði stjómin samn- ing við ítalskt-grískt fyrirtæki um að útvega 110 milljónir dollara til að koma upp bif- reiðaiðnaði í landinu, en fyrir- tækinu tókst ekki einu sinni að útvega milljón dollara í tryggingarfé. í þessum mánuði höfðaði gríska stjórnin mál gegn bandarísku verktakafyrir- tæki, vegna þess, að það gat ekki greitt grískum undirverk- tökum. Fyrirtækið hafði tekið að sér að útvega fjármagn til að standa straum af kostnaði við að leggja 750 km hrað- braut þvert yfir norðurhluta Grikklands. NIARCHOS í STAÐ ONASSIS? Ýmsir fréttamenn telja, að flýtir grísku stjórnarinnar í að leysa deiluna við Onassis bendi til þess, að hún hafi aðra að- ila í huga til að semja við. Helzt er talið, að Niarchos, helzti keppinautur Onassis, komi til greina, en þeir tveir slógust upphaflega um samn- inginn við stjórnina, og stöðug gagntilboð urðu til þess, að Onassis þurfti að stórhækka sitt tilboð. Niarchos hefur nú tekist að ná stórum hluta olíu- samningsins frá Onassis, og hann ræður nú stærstu olíu- hreinsunarstöð Grikklands. Heimildir hex-ma, að Niarchos hafi gert samning við tvö bandai'ísk álfyrirtæki, Alco og Reynolds, um smíði álverk- smiðju, sem myndi vinna úr hinu gífui'lega boxítmagni, sem finnst í Grikklandi. OLÍA í EYJAHAFI? Þá er einnig orðrómur um, að stjórnin hafi flýtt sér að rifta samningnum við Onassis, vegna frétta af miklum olíu- fundi í norðurhluta Eyjahafs, skammt frá Thassos. Talsmað- ur ríkisstjórnarinnar hefur við- urkennt, að skýi-slur frá CGOC- olíuleitarfyrii'tækinu, sem hef- ur með höndum olíuleit fyrir 5 bandarísk olíufélög, bendi til þess, að hoi’fur séu mjög uppörvandi varðandi olíu- vinnslu á þessum slóðum. Aristotle Onassis FV 12 1971 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.