Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1971, Síða 35

Frjáls verslun - 01.12.1971, Síða 35
Það var síðdegis á laugardegi nú í desember að FV leit inn í verzlun Amaro á Akureyri, sem starfar í sjö deildum.. Þar er á boðstólum vefnaðarvara, snyrti- vörur, búsáhöld, leikföng, og sælgæti, svo nokkuð sé nefnt. Verzlanirnar eru á jarðhæð í sex hæða byggingu, sem Skarp- héðinn reisti árið 1960. Stór- hýsi á norðlenzka og sunn- lenzka vísu. Það vekur strax athygli, hversu vel hefur verið að innréttingu á verzlunarhús- næðinu staðið, hversu bjart og nútímalegt það er. Enda kom í Ijós í samtali við eigandann, að fengnir voru erlendir sér- fræðingar til að hanna það og þýzkur maður sérstaklega ráð- inn til að ákvarða útlit glugga og lýsingu inni. í verzluninni sem er 1000 fermetrar, starfa að staðaldri 30 manns. Á efri hæðum hússins er heildverzl- unin Amaro og skrifstofur fyr- irtækisins auk nokkurra leigj- enda. Heildverzlunina hefur Skarphéðinn raunar rekið frá 1932, fyrst með leikföng og síð- ar fatnað, en í dag eru það bús- áhöld, sem eru uppistaðan í heildsölu hjá Amaro eða um 80% hennar. Helztu viðskipta- samböndin eru við Bandaríkin og Japan. En hér innanlands við ýmsar af stærstu verzlunum í Reykjavík. Skarphéðinn Ásgeirsson, for- stjóri Amaro, er maður hlé- drægur og berst greinilega lít- ið á. Hann varð við óskum okk- ar um að svara nokkrum spurn- ingum í viðtali, ekki til að vekja athygli á sjálfum sér, heldur af því að hann taldi það skyldu sína að skýra frá því, hvernig athafnafrelsi hefði leitt til stórkostlegra framfara, og hversu brýnt það væri að einstaklingarnir hefðu ávallt tækifæri til að njóta sín og framkvæma hugmyndir sínar. — Kynntist þú verzlunar- störfum og viðskiptum þegar í æsku, Skarphéðinn? — Nei ,langt frá því. Faðir minn stundaði búskap á Sval- barðsströnd og ég tók til við trésmíðar, þegar ég hafði öðl- azt aldur til. Annars má kannski segja, að það hafi verið nokk- urri tilviljun háð, að ég stund- aði mitt lífsstarf hér á Akur- eyri, því að í bernsku minni hafði móðir mín mikinn áhuga á að flytja til vesturheims, þó að pabbi væri að vísu nokkuð annarrar skoðunar. Ættingjar mínir höfðu flutzt vestur m.a. Jóhann Stefánsson föðurbróðir minn, faðir Vilhjálms Stefáns- sonar, heimskautakönnuðar. Afi minn fór líka vestur en sneri heim veikur og fékk um- önnun á heimili okkar, þar sfem hann lézt skömmu síðar. Ég held að heimkoma afa hafi komið endanlega í veg fyrir að við flyttumst vestur. Ég tók sveinspróf í trésmíði 1932, þá 25 ára gamall. Skömmu áður hafði ég flutzt frá Sval- barðsströnd til Akureyrar og vann fyrir mér við húsasmíðar. En svo kom kreppan og menn þökkuðu guði ef þeir fengu að vinna dagsstund við uppskip- un á sementi eða annað tilfall- andi. Það má segja, að þessi neyð hafi knúið mig áfram til að reyna eitthvað nýtt og ein- hvern veginn atvikaðist það svo, að ég fór að smíða leikföng úr tré. Um þetta leyti voru flugsamgöngur hafnar hér inn- anlands og það voru flugvél og vörubíll, sem ég lét fyrst frá mér fara. Ég fór með nokkur stykki af hvoru tveggja til Ind- riða Helgasonar raftækjasala hér í bænum, og spurði hann hvort hugsanlegt væri að selja þetta. Hann hélt nú það, og fyrir fyrstu tíu stykkin borgaði hann mér 8 krónur. Ég trúði því satt að segja ekki, að þetta gæti orðið að peningum, en í ljós kom að leikföngin mín voru það ódýr, að fólk gat leyft sér að gefa börnum þau þrátt fyrir erfiðar peningaástæður. 1934 hélt ég svo suður til Reykjavík- ur og hitti þar Ragnar Blöndal, kaupmann. Hann gerði ótrúlega stóra pöntun hjá mér, um 60 stykki af hverri tegund, sem ég hafði þá á boðstólum, og fyrir jólin þetta ár gat ég sent Ragn- ari og ýmsum fleiri verzlunum í Reykjavík og Hafnarfirði vörur samkvæmt samningum. Leikföngin kostuðu frá 45 aurum og upp í 1.50 kr. í heildsölu. Nokkru síðar gerð- ist Skúli Jóhannsson og Co um- boðsmaður fyrir mig og þá var Gunnar Ásgeirsson, forstjóri, í sölumannsstarfi hjá Skúla Jó- hannssyni og fór víða með leik- föngin mín til að kynna þau. Mikið af efni til leikfanga- framleiðslunnar kom frá Þýzka- landi, aðallega tíst og baul-dós- ir, sem notaðar voru í dýrin mín. Þegar stríðið skall á, var ekki lengur hægt að fá þessa vöru og leikfangaframleiðslan lagðist niður. — En í stríðinu verður Am- aro til? — Já, við Valgarður Stefáns- son, vinur minn, fórum suður til Reykjavíkur staðráðnir i að gera eitthvað og útkoman var sú, að ákveðið var að setja upp saumastofu fyrir kvenundirföt. Ég hafði nú tæpast snert á kvenmannsbrók, þaðan af síður að ég byggi yfir sérfræðilegri þekkingu. Samt varð þetta úr og Sveinn Valfells útvegaði okkur efni og vélar frá Eng- landi. Hús átti ég í Helgamagra- stræti 2, tvílyft með kjallara, og tók ég aðra hæðina og kjallar- ann undir nærfatagei'ðina. Hún var opnuð 1. apríl 1941 og þar störfuðu 3 stúlkur í byrjun og fengu 100 kr. á mánuði hver. Segja má, að uppvöxtur þessa nýja fyrirtækis hafi gengið vonum framar. Undirfatasettin flugu út á 13 kr. í heildsölu, og brezku hermennirnir, sem hér voru í nágrenni bæjarins, komu reglulega á föstudögum til okk- ar og gerðu mikil innkaup til að senda heim til Bretlands. Síðar komst ég að því, að brezk- ar konur sendu hingað fjöldann allan af bréfum til eiginmanna og vina með óskum um, að þeir keyptu undirfötin frá Akureyri. Það seldist allt upp á stríðs- árunum, sama hvað mikið var saumað. Og ástandið hélzt ó- breytt á skömmtunarárunum. 1946 byggðum við yfir verk- smiðjuna í Lögbergsgötu 7 og hófum þá að vefa efni sjálfir. Nýjar vélar voru teknar í notk- un og ný framleiðsla sá dagsins ljós, karlmannanærföt. Þannig héldum við áfram þar til fyrir þremur árum, að við lögðurn nærfataverksmiðjuna niður. Segja má, að nýtt tímabil i FV 12 1971 33

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.