Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1971, Qupperneq 43

Frjáls verslun - 01.12.1971, Qupperneq 43
Sólarfilma Framleiðandi litskuggamynda, póstkorta o myndabóka fyrir ferðamenn og jólakorta fyrir islendinga Sívaxandi ferðamennska á ís- landi hefur stóreflt ýmsar þjón- ustugreinar landsmanna og skapað grundvöll fyrir nýjung- ar í framleiðslu svo sem minja- gripi. litskuggamyndir og aukið úrval póstkorta svo að dæmi séu nefnd. Fyrirtækið Sólar- filma hefur nú um áratugar- skeið miðað rekstur sinn að verulegu leyti við þennan nýja og stækkandi markað en auk þess framleitt jólakort fyrir okkur íslendinga. Þó að ekki liggi fyrir neinar skýrslur um heildarútgáfu og sölu jólakorta er samt víst. að þau seljast í milljónum eintaka á ári hverju hérlendis. Birgir Þórhallsson, einn af eigendum Sólarfilmu, svaraði nokkrum spurningum FV um rekstur fyrirtækisins í 10 ár. — Þegar ég hafði látið af störfum fyrir Flugfélag íslands í Kaupmannahöfn og fluttist heim, sagði Birgir, varð mér fljótlega ljóst, að hér vantaði tilfinnanlega litskuggamyndir á markað fyrir erlenda ferða- menn. Ég mat í þessu sambandi mest landkynningargildi slíkra mynda og tók að kanna mögu- leika á útgáfu þeirra. Snorri flugmaður Snorrason, mágur minn, hafði stundað ljósmynd- un sem áhugamaður og sýndi þegar mikinn áhuga á málinu, svo að við afráðum að gefa út fyrstu litskuggamyndirnar á vegum Sólarfilmu í ágúst 1961. Þær voru 18 talsins og hlutu þegar í stað góðar viðtökur. Síðan hefur útgáfan eflzt jafnt og þétt og myndasafnið verið aukið og endurbætt á hverju ári þannig að myndir frá okk- ur á markaðinum eru nú 500 talsins í framhaldi af þessu er rétt að minnast á áhrif Surts- eyjargossins á vöxt og við- gang fyrirtækisins, því að það skipti raunverulega sköpum fyr- ir Sólarfilmu og nokkrar mynd- ir af þessu mikilfenglega nátt- úrufyrirbæri hafa selzt betur en flestar aðrar úr safni okkar. Surtsey réð satt að segja úrslit- um um að Sólarfilma varð al- vörufyrirtæki. Hverjir hafa tekið þessar myndir ? Birgir: „Póstkortin ódýrustu minj agripirnir. — Við Snorri unnum aðal- lega að myndatökunni í byrjun en nú höfum við samband við tugi ljósmyndara. sem láta okk- ur myndir í té. Snorri fæst líka við þetta ennþá en ég hef dreg- ið mig í hlé. Myndirnar eru sendar til fjöldaframleiðslu til Kodak í Danmörku en inn- rammaðar og pakkað inn í samstæðum hér heima. Við þessi störf vinna jafnaðarlega fjórir menn hjá fyrirtækinu. — Eru horfur á, að vinnsla myndanna verði látin fara fram hérlendis? — Sem sakir standa er hag- kvæmt að hálfvinna framleiðsl- una hér. Vélar til þessara nota eru dýrar og engan veginn grundvöllur til að nýta þær sem skyldi á þessu stigi málsins. Samt skal það tekið fram, að litskuggamyndirnar eru sú framleiðsla, sem við leggjum langmesta alúð við og sala þeirra nemur um þriðjungi veltu fyrirtækisins. — Kaupa íslendingar þessar myndir? — Já. Nokkuð ber á því, bæði til heimabrúks og þó að- allega til að senda útlending- um eða til að sýna erlendis á eigin vegum. Til fróðleiks má geta þess, að Sólarfilma hefur nú í undirbúningi útgáfu á sér- stakri samstæðu fyrir skóla og áhugafólk um jarðfræði. og fylgir henni sérfræðilegur texti, sem Sigurður Þórarinsson hef- ur samið. Enn hefur ekki verið ákveðið að halda lengra á þess- ari braut en þörfin fyrir þess konar fræðsluefni til notkunar í skólunum er mikil. Úrlausn í því efni hlýtur þó að vera verkefni fyrir Fræðslumynda- safn ríkisins. — En svo við víkjum okkur að jólakortunum. Hvenær hófst útgáfa þeirra hjá Sólarfilmu? — Sólarfilma byrjaði á því sviði með jólakorti með Surts- eyjarmynd árið 1964. Jólakort- unum hefur á seinni árum fjölgað um 30-40 nýjar tegundir á hverju ári, svo að núna eru á boðstólum hátt á annað hundrað tegundir. Okkur hefur tekizt að ná góðum tengslum við verzlanir varðandi sölu kortanna, því að þær vilja kom- ast hjá því að gera viðskipti við marga aðila í þessu efni. — Eru íslenzku jólakortin fullkomlega samkeppnishæf við erlend kort, sem hér eru fáan- leg? FV 12 1971 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.