Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1971, Síða 47

Frjáls verslun - 01.12.1971, Síða 47
Kirkjan J* ^ Ometanlegt starf Hins íslenzka biblíufélags IJnniö aö endurskoöun Biblíuþýöingar síðan 1963 Enda þótt íslendingar væru meðal fyrstu þjóða til að gefa Biþlíuna út á eigin tungu, var Biþiian lengi prentuð í Bret- landi, auðvitað á íslenzka tungu. Árið 1957 kevpti Hið íslenzka þiþlíufélag leturplötur stærri útgáfu Biþlíunnar af hinum brezku útgefendum og var útgáfan síðan prentuð sama ár. Þessi útgáfa þótti góð á sínum tíma. En málbreytingar og ný biblíuþekking hafa leitt til þess, að ný þýðing á Nýja testamentinu er í uppsiglingu, svo og endurskoðun á Gamla testamentinu. ÞÝÐINGARNEFND Sérstök þýðingarnefnd hefur starfað á vegum Hins íslenzka biblíufélags um nokkurt skeið. Formaður þýðingarnefndarinn- ar er bisku.DÍnn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, en fastur starfsmaður nefndarinn- ar er Jón Sveinbjörnsson dósent. NÝ ÞÝÐING KYNNT í desember 1968 kom út þýð- ing nefndarinnar á Lúkasar- guðsojalli og nefndist hún ..Læknir segir sögu“. Þá kom út ný þýðing á Markúsarguð- spjalli, unnin úr frummálinu, og var það árið 1970. Þetta voru kynningar á hinni nýju þvðineu. sem unnið hefur verið að, á öllu Nýja testamentinu. NÝ BTiíT fTTflTríÁFA Á NÆSTA ÁRI Nú standa vonir til, að ný Biblíuútgáfa sjái dagsins ljós á næsta ári. í henni verður ný þýðing á öllum guðspjöllunum og Postulasögunni, en aðrir hlutar óbreyttir, að öðru levti en því, að augljósar villur hafa verið lagfærðar. Þessi útgáfa verður með nútíðarstafsetn- ingu. í þýðingarnefnd Hins ís- lenzka biblíufélags eiga sæti auk biskups og hins fasta starfsmanns, guðfræðiprófessor- arnir Jóhann Hannesson og Björn Magnússon. ELZTA STARFANDI FÉLAG í ÍSLANDI Hið íslenzka biblíufélag er elzta starfandi félag á íslandi, stofnað árið 1815, að undirlagi Ebenezer Henderson. í félag- inu eru nú á áttunda hundrað félagar. Á 150 ára afmæli fé- lagsins gaf Hallgrímssöfnuður félaginu fyrirheit um afnot hús- næðis á fyrstu hæð nyrðri álmu kirkjuturns Hallgríms- kirkju. Þarna skapaðist félag- inu fvrsta sjálfstæða bækistöð- in árið 1967. Þar hafa starfað ólaunaðir sjálfboðaliðar fastan vinnutíma flesta fimm daga vikunnar, og hefur Ólafur Ól- afsson lengst unnið þar, en guð- fræðinemar upp á síðkastið. KOSTNAÐARSÖM ÚTGÁFA Útgáfa nýrrar Biblíu er eðli- lega mjög kostnaðarsöm og fjárhagslega erfitt verkefni fyr- ir ekki fjársterkara félag en Hið íslenzka biblíufélag er. Kostnaður árið 1970 vegna Bi- blíuútgáfu nam tæplega 315 þúsund krónum. Því er nú markvisst unnið að fjölgun fé- lagsmanna og fjárhagslegri efl- ingu undir framkvæmdastjórn Hermanns Þorsteinssonar full- trúa. Árgjald er eitt hundrað krónur og ævigjald eitt þúsund krónur. Hreinar tekjur Hins ís- lenzka biblíufélags voru á sl. ári rúmlega 538 þúsund krónur. Munar mest um tekjur af sölu á Biblíunni, Nýja testamentinu og öðrum bókum félagsins, en tekjur sl. árs af bóksölu voru vúmlega 653 þúsundir króna. Ýmsar gjafir og söfnunarfé á Biblíudaginn, sem er 2. sunnu- dagur í níuviknaföstu, námu um það bil 177 þúsundum króna. Þá fær Hið íslenzka biblíufélag, vegna þýðingar Nvja testamentisins, framlag úr' Ríkissjóði að upphæð 175 þús- und og 70 þúsund króna fram- lag úr Prestakallasjóði. Niður- stöðutölur á rekstrarreikningi 1970 voru 1.461 þús. kr. GJAFIR Á 150 ára afmæli félagsins kom fram tillaga á héraðsfundi í Kjalarnesprófastsdæmi um að söfnuðurinn gæfi félaginu ár- lesa eina krónu á hvern safn- aðargjaldanda. Tillögumaður var prófasturinn, sr. Garðar Þorsteinsson. Tillasan var sam- þykkt og áttu mörg prófasts- dæmi eftir að fylgja þessu for- dæmi. Félaginu hafa á umliðnum árum borizt ýmsar stórgjafir. Árið 1967 gaf Guðmundur Kr. Guðmundsson hús Þorsteins Er- lingssonar í Þinsholtsstræti. Húsið stendur á eisnarlóð og er brunabótamatsverð rúmlega 2.4 millj. króna. Árið 1968 er félaginu gefið húsið Bræðra- FV 12 1971 45

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.