Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1971, Qupperneq 47

Frjáls verslun - 01.12.1971, Qupperneq 47
Kirkjan J* ^ Ometanlegt starf Hins íslenzka biblíufélags IJnniö aö endurskoöun Biblíuþýöingar síðan 1963 Enda þótt íslendingar væru meðal fyrstu þjóða til að gefa Biþlíuna út á eigin tungu, var Biþiian lengi prentuð í Bret- landi, auðvitað á íslenzka tungu. Árið 1957 kevpti Hið íslenzka þiþlíufélag leturplötur stærri útgáfu Biþlíunnar af hinum brezku útgefendum og var útgáfan síðan prentuð sama ár. Þessi útgáfa þótti góð á sínum tíma. En málbreytingar og ný biblíuþekking hafa leitt til þess, að ný þýðing á Nýja testamentinu er í uppsiglingu, svo og endurskoðun á Gamla testamentinu. ÞÝÐINGARNEFND Sérstök þýðingarnefnd hefur starfað á vegum Hins íslenzka biblíufélags um nokkurt skeið. Formaður þýðingarnefndarinn- ar er bisku.DÍnn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, en fastur starfsmaður nefndarinn- ar er Jón Sveinbjörnsson dósent. NÝ ÞÝÐING KYNNT í desember 1968 kom út þýð- ing nefndarinnar á Lúkasar- guðsojalli og nefndist hún ..Læknir segir sögu“. Þá kom út ný þýðing á Markúsarguð- spjalli, unnin úr frummálinu, og var það árið 1970. Þetta voru kynningar á hinni nýju þvðineu. sem unnið hefur verið að, á öllu Nýja testamentinu. NÝ BTiíT fTTflTríÁFA Á NÆSTA ÁRI Nú standa vonir til, að ný Biblíuútgáfa sjái dagsins ljós á næsta ári. í henni verður ný þýðing á öllum guðspjöllunum og Postulasögunni, en aðrir hlutar óbreyttir, að öðru levti en því, að augljósar villur hafa verið lagfærðar. Þessi útgáfa verður með nútíðarstafsetn- ingu. í þýðingarnefnd Hins ís- lenzka biblíufélags eiga sæti auk biskups og hins fasta starfsmanns, guðfræðiprófessor- arnir Jóhann Hannesson og Björn Magnússon. ELZTA STARFANDI FÉLAG í ÍSLANDI Hið íslenzka biblíufélag er elzta starfandi félag á íslandi, stofnað árið 1815, að undirlagi Ebenezer Henderson. í félag- inu eru nú á áttunda hundrað félagar. Á 150 ára afmæli fé- lagsins gaf Hallgrímssöfnuður félaginu fyrirheit um afnot hús- næðis á fyrstu hæð nyrðri álmu kirkjuturns Hallgríms- kirkju. Þarna skapaðist félag- inu fvrsta sjálfstæða bækistöð- in árið 1967. Þar hafa starfað ólaunaðir sjálfboðaliðar fastan vinnutíma flesta fimm daga vikunnar, og hefur Ólafur Ól- afsson lengst unnið þar, en guð- fræðinemar upp á síðkastið. KOSTNAÐARSÖM ÚTGÁFA Útgáfa nýrrar Biblíu er eðli- lega mjög kostnaðarsöm og fjárhagslega erfitt verkefni fyr- ir ekki fjársterkara félag en Hið íslenzka biblíufélag er. Kostnaður árið 1970 vegna Bi- blíuútgáfu nam tæplega 315 þúsund krónum. Því er nú markvisst unnið að fjölgun fé- lagsmanna og fjárhagslegri efl- ingu undir framkvæmdastjórn Hermanns Þorsteinssonar full- trúa. Árgjald er eitt hundrað krónur og ævigjald eitt þúsund krónur. Hreinar tekjur Hins ís- lenzka biblíufélags voru á sl. ári rúmlega 538 þúsund krónur. Munar mest um tekjur af sölu á Biblíunni, Nýja testamentinu og öðrum bókum félagsins, en tekjur sl. árs af bóksölu voru vúmlega 653 þúsundir króna. Ýmsar gjafir og söfnunarfé á Biblíudaginn, sem er 2. sunnu- dagur í níuviknaföstu, námu um það bil 177 þúsundum króna. Þá fær Hið íslenzka biblíufélag, vegna þýðingar Nvja testamentisins, framlag úr' Ríkissjóði að upphæð 175 þús- und og 70 þúsund króna fram- lag úr Prestakallasjóði. Niður- stöðutölur á rekstrarreikningi 1970 voru 1.461 þús. kr. GJAFIR Á 150 ára afmæli félagsins kom fram tillaga á héraðsfundi í Kjalarnesprófastsdæmi um að söfnuðurinn gæfi félaginu ár- lesa eina krónu á hvern safn- aðargjaldanda. Tillögumaður var prófasturinn, sr. Garðar Þorsteinsson. Tillasan var sam- þykkt og áttu mörg prófasts- dæmi eftir að fylgja þessu for- dæmi. Félaginu hafa á umliðnum árum borizt ýmsar stórgjafir. Árið 1967 gaf Guðmundur Kr. Guðmundsson hús Þorsteins Er- lingssonar í Þinsholtsstræti. Húsið stendur á eisnarlóð og er brunabótamatsverð rúmlega 2.4 millj. króna. Árið 1968 er félaginu gefið húsið Bræðra- FV 12 1971 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.