Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1971, Síða 49

Frjáls verslun - 01.12.1971, Síða 49
borgarstígur 34. Þetta var gjöf Elisabetar Friðriksdóttur og Jóns Betúelssonar skósmiðs. Brunabótamatsverð þess húss er rúmlega 3.7 millj. króna. Auk þessa er félaginu ætíð að berast eitthvað af gjöfum, smærri og stærri, og ekki ó- sennilegt að gjafir til félagsins aukist vegna þess mikla starfs, sem þar er nú unnið vegna Biblíuútgáfunnar. FJÖLBREYTT VERKEFNI Verkefni Hins íslenzka bi- blíufélags eru margvísleg, enda þótt helzta hlutverk félagsins sé það, sem felst í eftirfarandi orðum herra Sigurbjarnar Ein- arssonar biskups, sem er for- seti félagsins: „Hlutverk Bi- blíufélagsins er að gefa Biblí- una út, dreifa henni og greiða fyrir lestri hennar. Hið íslenzka biblíufélag hefur oftast getað séð um það, að landsmenn gætu eignazt Biblíuna. Þó hefur út- gáfa hennar um langt skeið verið of fábreytileg og fátæk- leg. Dreifing hennar hefur held- ur ekki verið nógu markvís og útgáfur bóka og ritlinga til að- stoðar við biblíulestur hafa engar verið.“ Arið 1946 gekk félagið í Sameinuðu Biblíufélögin (Unit- ed Bible Societies), stofnað af efnaðri þjóðum til styrktar Biblíuútgáfu og dreifingu með- al fátækari þjóðfélaga. Fram- lag félagsins er eðlilega ekki hátt í krónutölu, en nam þó í heild tæplega 119 þús. kr. á sl. ári. Þar af nam framlag til Biblíuútgáfu í kristniboðslönd- um rúmlega 97 þús. kr., og mun væntanlega hækka tals- vert á þessu ári. Þetta framlag fer til Eþíópíu vegna íslenzka kristniboðsins þar í landi. Með þessu eru íslendingar að gjalda skuld: „Minnumst þess, að ís- lendingar nutu um langan ald- ur stuðnings og fyrirgreiðslu erlends biblíufélags. Þar eigum vér ógoldna skuld. Vér getum grynnt á henni með því að láta fátækum bræðrum örlitla hjálp í té,“ sagði biskup íslands á Biblíudaginn 1969. BÓKASAFN Loks má geta þess, að félagið leggur talsverða áherzlu á að koma sér upp bókasafni, sem hefur notið margra góðra gjafa. Það er nokkuð um það, að fólk gefi á efri árum sínum guðs- orðabækur, sem það hefur eign- azt, þá einkum, ef um sjald- gæfar útgáfur er að ræða. Auk þess berast félaginu erlendar útgáfur af Biblíunni og ritum tengdum henni. Loks hefur fé- lagið notað lítilsháttar af eigin fé til bókakaupa. Stefna bóka- söfnunar félagsins er markvís, enda er í hverri ársskýrslu að finna lista yfir bækur, sem fé- lagið vantar í safn sitt, svo og lista yfir bókagjafir. ÚTBREIDDASTA BÓKIN Hérlendis er Biblían út- breiddust allra bóka. Hið ís- lenzka biblíufélag seldi á sl. ári um 2200 eintök af Biblíu, Nýja testamentinu og einstök- um í’itum Ritningarinnar. Hin nýja útgáfa, sem nú er framundan, er ekki aðeins nauðsynleg vegna skorts, held- ur og vegna þess, hve nauðsyn- legt var, að öll þýðing Biblí- unnar yrði endurskoðuð. Þetta verk hefur nú staðið frá árinu 1963, og enn er langt í land. Hér er um að ræða mikið verk, afrek á sína vísu, þótt það jafn- ist naumast á við það hrein- ræktaða afrek Guðbrands Þor- lákssonar biskups, að fullgera verk Odds Gottskálkssonar, og þannig bjarga íslenzkri tungu frá því að stórskaðast af er- lendum útgáfum. Vegna hinnar miklu út- breiðslu mun hin nýja útgáfa Ritningarinnar að sínu leyti hafa gildi fyrir íslenzka tungu — gildi, sem hvorki verður mælt né vegið, en er ómetan- legt. TRÉSMIÐJAN VlÐIR auglýsir: FRJÁLS Kaupið borðstoíuhúsgögnin núna, það borgar VERZLUN sig, lágt verð og góðir greiðsluskilmálar. hefur flutt Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt. skrifstofur sínar að Verzlið í Laugavegi 178, * III. hæð. VIÐI Símar: Laugavegi 166, símar 22222 - 22229. 82300 - 82302. FV 12 1971 47

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.