Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1971, Page 53

Frjáls verslun - 01.12.1971, Page 53
Auglýsingar I Augiýsingar geta haft meiri áhrif á ágóðamyndun en nokkur önnur stjórnunarleg athöfn Samskiptin við auglýsingaskrifstofu eru vandasöm AUGLYSANDINN OG AUG- LÝSINGASTOFAN Nú er svo komið, að lang- flest meiriháttar fyrirtæki hér hafa einhver samskipti við aug- lýsingastofur eða auglýsinga- fólk. Á síðustu tveimur til þremur árum hefur orðið mjög ör þróun í þessum málum, sem merkja má af síauknum aug- lýsingum í blöðum og sjón- varpi, er bera þess vott, að kunnáttufólk hefur séð um inn- tak þeirra og útlit. Áberandi er t. d. hörð auglýsingasamkeppni hjá happdrættunum, trygginga- félögunum, fataverksmiðjunum og sápuframleiðendum. Smjör- ið á í samkeppni við smjörlík- ið, Bridgestone keppir við Yokohama, Ford Cortina við Vauxhall Viva og Skoda, Candy þvottavélar við Ignis og Philips, svo einhver dæmi séu nefnd. Slagurinn er harðastur í sjónvarpinu, enda er þar hægt að leika á aila strengi skyn- færanna. Eflaust hafa einhverjir aug- lýsendur velt þvi fyrir sér, hvort þeir hafi valið réttu aug- lýsingaskrifstofuna — hvort ö n n u r auglýsingaskrifstofa WWS > «c* fri l*> y» «M9 la a ftm tfe ttósí hefði ekki skilað betri árangri. Um samskipti auglýsenda og auglýsingastofa hefur verið skrifuð ágæt bók, Advertising for the Advertiser (a client’s guide) eftir Englendinginn Eric Webster. Hér á eftir er stuðzt við þessa bók, auk ann- arrar enskrar bókar og danskr- ar. Þegar fyrirtæki leitar sam- vinnu við auglýsingastofu, er því mikill vandi á höndum. Miklir fjármunir eru í veði, og mikið veltur á, að góð sam- vinna takist milli þessara aðila. Fyrsta boðorðið er, að gagn- kvæmt traust og virðing sé fyr- ir hendi, og að fyrirtækið geri einn mann úr sínum hópi ábyrgan fyrir þessum sam- skiptum. Ef margir eiga að samþykkja auglýsingarnar er voðinn vís. Slíkur tengiliður er settur í mikinn vanda, og því er nauðsynlegt, að hann sé all vel að sér í öllu því, er lítur að starfi og rekstri auglýsinga- stofa. AÐ SKIPTA UM AUGLÝS- INGASTOFU Það er staðreynd, að þeir, sem hafa auglýst með hvað mestum árangri, skipta ekki um auglýsingastofur. Nýleg könnun leiddi í ljós, að meðal 100 stærstu auglýsenda í Bandaríkjunum, höfðu 52 haft FV 12 1971 51

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.