Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 7
Verður skortur á skipstjórnarmönnum? Hinn kunni aflamaður Þorsteinn Gíslason sést hér í kennslustund með nemendum í Stýrimannaskólanum. fiskiskipa á íslandsmiðum næstu 5-10 ár? M.E.: Við höfum gert um það fyrirspurn á ýmsum fund- um, hvort fulltrúum ríkja þar væri kunnugt um slík áform. Enginn vildi þó gefa neitt upp. Þetta er kannski skiljanlegt með V.-Evrópuþjóðirnar, þar sem eru margir útgerðarmenn. En A.-Evrópuþjóðirnar vildu ekkert gefa upp um það, hvar þær ætiuðu að stunda veiðar með sínum ríkisreknu flotum næstu ár. Hins vegar má draga álykt- anir af ástandinu eins og það er í N.-Atlantshafinu. Þar er alls staðar að verða fiskþurrð. Miðin hér við land eru þau einu, sem gefa sæmilega af sér ennþá. Þess vegna má reikna með því, að sóknin hingað vaxi mjög verði ekkert gert af okkar hálfu. Miðað við það, hvað hafið gefur af sér, eru flotarnir hjá þessum þjóðum orðnir alltof stórir. Þar af leið- andi er hætt við, að þeim verði stefnt á íslandsmið, en um tölur næstu 5-10 ár vil ég engu spá. F.V.: Hvað er hugsanlegt, að íslendingar geti aukið þorsk- eða bolfiskafla sinn mikið eftir útfærslu fiskveiði- lögsögunnar í 50 mílur? Hve- nær gæti aflaaukning farið að segja verulega til sín? M.E.: Þessa spurningu verð- ur að ræða með hliðsjón af þremur meginatriðum. í fyrsta lagi: Hvaða undanþágur ætl- um við að veita Þjóðverjum og Bretum? í öðru lagi: Hvað geta þeir veitt mikið utan undanþágusvæðanna, og þeg- ar undanþágurnar renna út, utan 50 mílnanna? Þetta liggur engan veginn ljóst fyrir ennþá. Og svo í þriðja lagi: Ætlum við að taka allt það magn, sem skýrslur sýna, að þessar þjóðir hafa hingað til tekið? Þessari þriðju spurningu getum við svarað strax, held ég, á þann hátt, að við ætlum okkur ekki að taka allt það magn, sem þessar þjóðir skilja eftir. Við munum að sjálf- sögðu bæta við okkur því aflamagni, sem skynsamlegt er talið. En hiklaust getum við sagt, að við ætlum að draga úr heildarsókninni á fiskstofn- ana hér við land. Við ætlum sem sagt að friða hjá okkur. Þjóðverjar og Bretar taka hér miklu meira af smáfiski en við höfum áhuga á að gera, því að þetta er markaðsvara hjá þeim, en við þurfum fyrst og fremst að vinna fiskinn í frystihúsum og saltfiskstöðv- um eða hengja hann upp til þurrkunar, sem smáfiskurinn dugar ekki til. Þar af leiðandi myndi samsetning aflans hjá okkur breytast eitthvað, og það þýðir auðvitað ekki, að aflaaukningar færi að gæta strax, heldur fremur þegar nokkurt tímabil er liðið, sem leyfir smófiskinum við Norð- ur- og Austurland að vaxa upp í meiri stærð en hann er í nú í dag. Nú skulum við gera ráð fyr- ir, að þessar þjóðir, Bretar og Þjóðverjar fari algjörlega af miðunum, og að við sitjum ein- ir að því, sem hér hefur ver- ið veitt undanfarið. Þá hefur heildaraflinn komizt upp und- ir 850 þús. lestir af bolfiski hér við land, og algengt afla- magn er milli 700-750 þús. lest- ir. Við skulum segja, að eðli- legt mark væri 700-720 þús. lestir. Þá er hugsanleg afla- aukning okkar 300 þús. lestir á ári. F.V.: Á það liefur verið bent, að landhelgin sé færð út til verndar fiskstofnum og einnig með tilliti til efnaliags þjóðarinnar. Byggð eru ný og stór skip til að nýta til hins ýtrasta þau tækifæri, sem skapast með stærri landhelgi. Er ekki líklegt, að alvarlegir FV 3 1972 7

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.