Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 27
Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins: Fjölþætt tilraunastarf með vinnslu fiskmetis Kryddsíldarstappa á túbum frá Sigló — Grásleppa, loðna og grálúða í dósum Hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins er unnið að margvíslegum athugunum og tilraunum með niður- soðnar sjávarafurðir. For- stöðumaður þeirrar deildar, sem þau mál annast, er Páll Pétursson, niðursuðu- og efnatæknifræðingur. Páll skýrði FV frá því á dögunum, að um þessar mundir væru tilraunir með þorskhrogn í kavíar að komast á lokastig, en slík framleiðsla hefur ekki ver- ið stunduð á íslandi. Hins vegar vantaði nú tilfinnan- lega samvinnu við mark- aðsaðila um að kanna, hvort varan væri seljanleg. Til- raunir með þorskhrognin hafa verið gerðar sérstak- lega fyrir Niðursuðuverk- smiðju K. Jónssonar & Co. á Akureyri, en sem stend- ur eru Norðmenn og Svíar allsráðandi í framleiðslu- greininni, og má víða í verzlunum hérlendis sjá alúminíumtúbur með út- lendum kavíar, sem unninn er úr íslenzkum þorsk- hrognum. KRYDDSÍLDARSTAPPA í TÚBUM Seinni hluta síðasta árs voru svo gerðar tilraunir með kryddsíldarpöstu fyrir Siglóverksmiðjuna. Stuðlar sú framleiðsla að betri nýt- ingu hráefnis, því að í stöppuna má nota krydd- síld, sem ekki þykir henta í gaffalbita. Pastan er sett á túbur og er vonast til, að markaður opnist fyrir þessa nýjung í niðurlagningariðn- aðinum íslenzka, bæði í Sovétríkjunum og í Dan- mörku. NIÐURSOÐIN GRÁ- SLEPPA Þá hefur Páll einbeitt sér að því, að gera fiskholdið úr grásleppunni að girnilegum dósamat, en 15-20% af henni er nýtanlegur fiskur. Gellur og kinnar hafa líka verið soðnar niður í til- raunaskyni í eigin sósum og kryddsósum. Þá má ekki gleyma loðn- unni. Hún hefur verið soð- in niður með kryddsósu, misjafnlega verkuð, og einnig kaldreykt með soja- baunaolíu. Erfitt hefur þó verið að fá góða loðnu til niðursuðu, því að veiðar hér og meðferð fisksins öll miðast við mjölframleiðslu. Grálúða hefur verið reykt sem ofanálegg og sölt- uð grálúðuflök hafa verið lituð eins og sjólax. Hefur hún þótt bragðbetri en ufs- inn, sem nú er almennt not- aður í sjólaxinn. SMAKKARAR KVADDIR TIL Hjá Rannsóknarstofnun- inni hefur matreiðslumaður starfað með Páli að þessum tilraunum, og auk þess hef- ur verið kvaddur til hópur smakkara, þegar þess hef- ur þurft. Telur Páll, að skynsamlegast sé, að út- flutningsaðilar sendi sýni til athugunar í þeim lönd- um, sem varan á að selj- ast til, og þarlendir menn verði látnir dæma um hana og senda skýrslu til baka. Þetta hefði verið gert með kryddsíldarpöstuna og ýms- ar nytsamlegar ráðlegging- ar fengizt að utan. UTANRÍKISÞJÓNUSTAN ÞARF AÐ VERA VIRKARI Páll Pétursson sagði það skoðun sína, að utanríkis- þjónustan íslenzka ætti að gera miklu meira af því en nú er að fylgjast með því, hvaða niðursoðnar sjávar- afurðir eru á mörkuðum úti í heimi og senda sýnishorn til Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins, því að nauð- synlegt væri að fylgjast þannig með og læra af út- lendingum. Hefur verið far- ið formlega fram á þetta, en árangur orðið lítill, nema hvað núverandi ráðu- neytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu, Pétur Thorsteins- son, sendi sýnishorn heim, þegar hann var sendiherra í Washington. REGLUGERÐ ENDUR- SKOÐUÐ Að undanförnu hefur Páll Pétursson ásamt Gísla Hermannssyni unnið að endurskoðun á reglugerð frá 1958 um niðursuðu og eftirlit með verksmiðjum. Verður mun ríkara tillit tekið til hreinlætis og holl- ustuhátta, eftirlits með hrá- efni, litarefna og umbúða í endurskoðaðri reglugerð. Ennfremur hefur verið um það fjallað, hvernig eftirliti með útflutningi skuli hátt- að, en það er með þeim hætti í dag, að send eru sýni frá verksmiðjunum af framleiðslu hvers dags og þau rannsökuð á tilrauna- stofu hjá Rannsóknarstofn- uninni, áður en útflutnings- vottorð eru veitt. Verður nú miðað við að koma á betra kerfi í þessum efnum með því að ráða sérstaka eftirlitsmenn með verk- smiðjunum eða fram- kvæma það í samvinnu við fiskmatið. FV 3 1972 27

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.