Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 21
Sex ríki veiddu 40 miilj. tonn af fiski 1970. Heildarafli 69,3 millj. tonna— ísland í 20. sæti Sjávarafli jókst um nærri 12 milljónir lesta í heimin- um á árabilinu 1966-1970, eða úr 57,7 millj. 1966 í 69,3 millj. 1970. Aukning milli ára 1969-70 nam 6,5 milljónum lesta. Með því að líta á lista yf- ir helztu fiskveiðiþjóðir, kemur í ljós, að þær eru tiltölulega fáar, sem skipta með sér þorra þessa afla- magns. Sex mestu fisk- veiðiþjóðirnar veiddu sam- anlagt um 40 milljónir lesta árið 1970. Loðnuveiðar á NA-At- lantshafi hafa mikil áhrif á heildaraflamagn á þessum árum. Þær námu 521 þús. lestum árið 1966, 855 þús. lestum 1969, og 1515 þús. lestum 1970. Það eru Norðmenn, ís- lendingar og Sovétmenn, sem veitt hafa loðnuna, og aukning milli ára 1969-70 var sú, að Norðmenn fóru úr 678.900 tonnum 1969 upp í 1301.000 tonn 1970, íslendingar úr 171.000 tonn- um í 191.800 tonn og Sovét- menn úr 500 tonnum 1969 í 13.100 tonn 1970. Þorskveiðum hefur dreg- ið úr. Árið 1969 voru veidd 2.122.700 tonn af NA-At- lantshafsþorski, en 1.867.300 tonn árið 1970. Sum ríki juku þó veiðar sínar á þessu tímabili: Noregur úr 378.600 tonnum 1969 í 403,- 600 1970, ísland úr 286.200 í 308.300 og Danmörk úr 94.500 í 96.700 tonn. Hjá þeim þjóðum, sem stunda veiðar á fjarlæg mið á stórum skipum, minnkaði þorskafli hins vegar. Þannig veiddu Bret- ar 450.800 tonn af þorski 1969, en 408.000 tonn 1970. Sovétmenn veiddu fyrra ár- ið 627.200 tonn, en það seinna 334.800 tonn. Land Veiði 1970 (í þús. tonna) “ C: 3« Veiði 1969 (í þús. tonna) Röð 1969 Perú 12.612,8 í 9.243,6 1 Japan 9.308,5 2 8.613,4 2 Sovétríkin 7.252,2 3 6.498,4 3 Kína 5.800,0 (áætl.) 4 5.800,0 (áætl) 4 Noregur 2.980,2 5 2.481,0 5 Bandaríkin 2.714,3 6 2.463,9 6 Indland 1.745,9 7 1.605,0 8 Thailand 1.595,1 8 1.269,6 12 S.-Afríka 9 1.874,8 7 Spánn 1.496,6 10 1.496,0 9 Kanada 1.377,5 11 1.404,8 10 Indónesía 1.249,0 12 1.214,4 13 Danmörk 1.226,5 13 1.275,4 11 Chile 1.161,0 14 1.076,9 15 Bretland 1.099,0 15 1.083,0 14 Filipseyjar 989,9 16 978,1 16 S.-Kórea 933,6 17 879,1 17 N.-Kórea 800,0 (áætl.) 18 800,0 (áætl.) 18 Frakkland 775,2 19 770,5 19 ísland 733,8 20 689,5 20 FV 3 1972 21

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.