Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1972, Qupperneq 15

Frjáls verslun - 01.03.1972, Qupperneq 15
Aflamagn togaranna 1971 var 16,5% minna en árið áður Sala erlendis datt úr 235 milljónum í 73 milljónir milli ára Árið 1971 seldu íslenzku togararnir erlendis fyrir 73 milliónir króna, en árið á und- an fyrir um 235 milljónir. Samt var verðlag töluvert lægra 1970 en 1971, og í janúar-marz í fyrra var ó- venjulega hátt ísfiskverð í Þýzkalandi. Verðhækkun á ísfiski á er- lendum mörkuðum í fyrra varð mikil, einkanlega á hin- um brezka. í erlendum gjald- eyri nam þessi hækkun 12,5% í Þýzkalandi og 31,8% í Bret- landi. Árið 1971 fóru íslenzku tog- ararnir 94 söluferðir með ís- fisk til Bretlands og Þýzka- lands og seldu þar 12,444 tonn fyrir 309,1 milljón króna. Með- alverð fyrir hvert kíló var 24,84 kr. á móti 20,32 kr. á kíló árið áður. Er meðaltals- hækkun því 22,2%. AFTURKIPPUR VEGNA VERKFALLS Mikill afturkippur varð í sölum erlendis í fyrra miðað við árið 1970 og mörg ár und- anfarin raunar. Aðalástæðan er verkfall yfirmanna á tog- araflotanum, sem stóð frá 6. janúar til 1. marz. Þá hófust siglingar á síðasta hausti fremur seint, vegna þess hve fiskverð í Þýzkalandi hélzt lágt fram eftir haustinu. í þriðja lagi hækkaði fiskverð innanlands óvenju mikið á ár- inu 1971, eða um 25% í árs- byrjun og aftur um 10% 1. júní. Árið 1971 voru gerðir út 22 togarar hérlendis og hefur sú tala haldizt óbreytt síðan 1967. Heildarafli þeirra á síðastliðnu ári var 71,586 tonn, en árið áður var hann 79,850 tonn. Út- haldsdagar í fyrra voru 6647 á móti 7332 árið 1970. Aflinn var því á síðasta ári 10,77 tonn á úthaldsdag á móti 11,04 tonnum árið á undan. Er þar um 3% minnkun að ræða. AFLINN 16,5% MINNI Sé þess aftur á móti gætt, að siglingar á erlenda mark- aði voru mun færri í fyrra en 1970, verður útkoman mun lakari. í hverri siglingu er reiknað með, að 8 V2 veiðidag- ur tapist að meðaltali. Ef litið er því á togtíma skipanna á þessum tveimur árum og afla- magn miðað við hann, kemur í ljós, að aflinn hefur minnk- að miðað við sóknina um 16,5%. Hann var í fyrra 998 kg. á hvern togtíma, en 1195 kg. árið 1970. í grein, sem Loftur Bjarna- son, útgerðarmaður, ritaði í tímaritið Ægi, segir hann meðal annars: „Óhöppin, sem steðjuðu að togaraútgerðinni á árinu, leiddu til þess, að afkoma hennar varð mjög slæm, og er það ekki að undra, þegar litið er á tölurnar hér að framan um stórminnkað söluandvirði mánuðina janúar til marz og allmikinn samdrátt í afla- brögðum. Hvort tveggja þetta hefur valdið miklum vonbrigðum, þar sem afkomuspá, sem gerð var á sínum tíma, og enn stendur óhögguð, sýnir, að afkoma togaraútgerðarinnar hefði getað orðið góð á árinu 1971, ef úthald hefði verið við- stöðulaust og afli jafngóður og 1970. Mikill vandi er óleyst- ur vegna sl. árs og mun Félag ísl. botnvörpuskipaeigenda að sjálfsögðu leggja allt kapp á að fá úr bætt, því að vafa- laust eru erfiðleikarnir svo miklir, að mörgum munu þeir vera torleystir“. 10 hektara ný uppfylling við Grandann Hafnarstjóm Reykjavíkur hefur að undanförnu fjallað um aðstöðu fiskvinnslu- stöðva í fiskihöfninni í vest- anverðri Reykjavíkurhöfn. Fyrir liggur skipulag að hafnargörðunt og bryggjum á þessu svæði, en nú er fyrirhugað að auka land- rými fyrir vinnslustöðvarn- ar með uppfyllingu á Grand- anum vestanverðum, handan verbúðanna. Yrði þá gatan sem nú liggur á Grandan- um, athafnasvæði hafnar- innar, en umferð færast vestar á Grandann. Þessi nýja uppfylling myndi að sögn Gunnars B. Guðmundssonar, hafnar- stjóra, auka landrýmið á þessum slóðum um 10 hekt- ara. Þá hafa farið fram athug- anir á því, hvernig skemm- ur Reykjavíkurhafnar í vest- urhöfninni, þær sem Eim- skip og Hafskip nýta nú, yrðu notaðar í þágu fisk- vinnslustöðvanna. Er hugs- anlegt, að við þær verði að- allöndunarstaður fiskihafn- arinnar, einkanlega fyrir togara, og skemmurnar not- aðar til geymslu á fiski, sem síðan yrði ekið á vögn- um í vinnslustöðvamar. Bæjarútgerð Reykjavíkur hefur látið í ljós áhuga á að fá stærra athafnasvæði í vesturhöfninni. Þá hefur ís- birninum nýlega verið út- hlutað lóð fyrir frystihús í Örfirisey, utan fiskimjöls- verksmiðjunnar, beint upp af hafnarbakka. FV 3 1972 15

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.