Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1972, Side 13

Frjáls verslun - 01.03.1972, Side 13
Skipstjórar með 1 millj. á loðnuvertíð Helmingur af mjölframreiðslunni seldur Þó að mjölið hlaðist upp sem stendur eru söluhoríur góðar. Loðnuvertíðinni 1972 simn- an- og vestan lands er nú lok- ið. AI!s var aflað 250 þúsund tonnum, sem er rúmlega 100 þús. tonnum meira en í fyrra, Eins og kunnugt er gáfu fiski- mjölsverksmiðjur sunnan- og vestanlands út yfirlýsingu um það undir Iok vertíðarinnar, að þær tækju ekki á móti meiri loðnu til vinnslu, þar sem fjár- magn úr loðnudeild verðjöfn- unarsjóðs var þá þrotið. Þegar samið var um verð á loðnu á þessari vertíð var gert ráð fyrir að sjóðurinn greiddi 26—27 aura á hvert kíló. Þegar séð var, að hann myndi tæmast vegna mikillar veiði var gerð tilraun til að ná samkomulagi um lækkun á verði til útgerð- armanna og sjómanna en það tókst ekki. Verð á loðnu var í febrúar kr. 1.20 á kíló sem skiptaverð, en þar ofan á bættust 10%, er runnu til útgerðarinnar í stofnsjóð. í marz var skiptaverðið kr. 1.10 á kíló og 10% í stofnsjóð. HÁSETAR MEÐ 300 ÞÚS. KRÓNUR. Skipstjóri á loðnubát hafði 10 aura fyrir hvert kíló, sem hann veiddi. Það þýðir, að skipstjórar á aflahæstu bátun- um hafa verið með um 1 milljón króna á þessum tæpum tveim mánuðum. Skipstjórar með 5000 tonn, sem voru marg- ir á þessari vertíð, hafa því 500 þús. krónur í tekjur af aflanum. Hásetar munu hafa verið með um 300 þús. krónur á vertíðinni að meðaltali. Nú hafa verið seld 24 þús. tonn af loðnumjöli eða um helmingur af framleiðslunni á þessu ári. Helztu kaupendurn- ir eru í Póllandi, A-Þýzkalandi, Finnlandi og Ungverjalandi. Þá er sala til Bretlands að hefjast.. MIKIÐ VERÐFALL Á LÝSI. Verðið á mjölinu hefur ver- ið nokkuð stöðugt að undan- förnu en aftur á móti mun lægra en í fyrra. Sem stendur er íslenzka loðnumjölið selt á 22 shillinga hver próteineining en var í fyrra selt á 28 shillinga pró- teineiningin. Perú-verð mun vera innan við 20 shillinga og ef íslenzkir seljendur vildu selja á því verði, væri hægt að losna við mjölbirgðirnar fyrirhafnarlítið. Lýsi hefur fallið í verði um helming frá í fyrra. er nú £ 50 hvert tonn miðað við £ 100 í fyrra. Orðsending til áskrifenda Áskriftargjald Frjálsrar verzlunar verður á þessu ári greitt í tvennu lagi, kr. 570,00 í hvort sinn. Frjálst framtak hf. FV 3 1972 13

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.