Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 19
BEZTU SAMNINGARNIR VIÐ PORTÚGAL Af hálfu íslenzkra aðila er nú búið að semja um sölu á öllum saltfiski fyrir þetta ár, miðað við að veiði á vetrarver- tíð verði í meðallagi góð. Lang- stærstu og hagkvæmustu samn- ingarnir hafa verið gerðir við Portúgala, en þeir ætla að kaupa um 14 þús. tonn á árinu, að verðmæti nærri 1000 millj- ónir króna. Eru samningar þessir einkar hagkvæmir, því að gert er ráð fyrir all rúmri gæðaflokkun á fiskinum. Þá er þess líka að, geta, að Portúgal- ar hafa engar kröfur sett fram um, að íslendingar auki vöru- kaup hjá þeim og auk þess kaupa þeir af okkur saltfisk, sem engir aðrir vildu fá. Af öðrum saltfiskkaupend- um kemur Spánn næstur á eftir Portúgal með 5—6 þús. tonn á ári þegar góður fiskur hefur verið fyrir hendi, þá ítalia með 4—5 þús. tonn og Grikkland með 2—3 þús. tonn af smáfiski. AUKINN ÚTFLUTNINGUR TIL S-AMERÍKU í Suður-Ameríku er saltfisk- markaður okkar aðallega bund- inn við Brasilíu og eyjarnar í Karabíska hafinu. Árið 1967 voru flutt til S-Ameríku rúm 1000 tonn af saltfiski en 1970 var útflutningurinn Kominn upp í 4000 tonn. Að meginhluta er þessa fiskmagns neytt sem fæðu á föstu, en þó dreifist neyzlan á alla mánuði ársins. Samkvæmt þeim samningum, sem nú hafa verið gerðir er meðaltalsverð á hvert tonn um 780 Bandaríkjadollarar. Samn- ingar, sem nú hafa verið gerðir, eru um sölu á blautverkuðum saltfiski, og er gert ráð fyrir að fiskurinn veiðist á tímabil- inu til maíloka og afhendist síðan á tímanum til júlíloka. Saltaður ufsi, og annar fisk- ur í lélegra ástandi er svo salt- aður og þurrkaður fyrir S- Ameríkumarkað og verður hann afhentur í haust. Tilbúnir réttir um borð í skipin Tilraunir í Kanada Yfirvöld fiskimála í Kanada hafa gert tilraunir með notk- un tilbúinna matarrétta um borð í fiskiskipum og náð tals- verðum árangri. í Kanada hef- ur verið mikill liörgull á hæf- um matsveinum á skipin og stundum hefur skipum hrein- lega verið lagt af þeim sökum. Matreiðslunámskeið, sem haldin eru, hafa séð veitinga- húsunum fyrir nægum liðs- afla, en á bátana hafa farið innan við 5% þeirra, sem nám- skeiðin hafa sótt. Þar af leið- andi hafa sjómenn á fiski- skipaflotanum kanadíska orð- ið að sætta sig við fæði af ýmsu tagi, allt frá mjög sæmi- legu niður í það allra versta. Þá hafa tilraunirnar verið gerðar með það í huga, að veiðiaðferðir koma í veg fyrir, að um fastsetta matmálstíma sé að ræða. Forstöðumaður tilraunanna, sem hér um ræðir, segir, að tilgangurinn með þeim sé fremur sá, að sjá sjómönnum fyrir góðu fæði en að lækka fæðiskostnað. Góður kokkur eigi fullan rétt á sér, en hins vegar geti tilbúnir réttir orðið til að létta undir með honum við matseldina. LÍKAÐI VEL Matvælafyrirtæki, sem fram- leiðir tilbúna rétti af ýmsu tagi, hefur gert tíu vikna til- raun um borð í tveimur skip- um, í öðru tilvikinu hjá sex manna áhöfn, sem er að jafn- aði tvær vikur úti, og í hinu hjá 16 manna áhöfn, sem er venjulega 10 daga úti. Hvoru tveggja eru nýleg skip með kæliklefum, og lagði fyrirtæk- ið til annan búnað, sem nauð- synlegur reyndist, eins og ör- bylgjuofna til að hita tilbúnu réttina upp. Mjög óljósar fregnir bárust af fyrstu niðurstöðum, því að fulltrúi matvælafyrirtækisins varð svo feiknalega sjóveikur, að menn urðu að sigla með hann í hasti í land. En allt benti til þess, að helmingi skipshafnarinnar á stærra skipinu líkaði maturinn vel, 20% illa, en 30% var nokkurn veginn sama. Á þessu skipi var góður kokkur og hann hafði mikinn áhuga á tilraun- unum. ÓDÝRARI MATUR OG BETRI Með tilbúnu réttunum er, að sögn hinna kanadísku aðila, hægt að bjóða upp á tvenns konar rétti á hverjum matar- tíma, og úrval rétta verður miklu fjölbreyttara en nú tíðk- ast á flotanum. Þrjár tilbúnar máltíðir á dag myndu kosta sem næst 2,30 kanadískum dollurum, eða rúmar 200 kr. ísl. Þar eð matur sá, sem nú er á boðstólum um borð í skip- unum, kostar að meðaltali 3 dollara, telja menn, að hin nýja aðferð muni bæði auka gæði fæðunnar og lækka mat- arkostnað. FV 3 1972 19

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.