Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 17
Þannig mun hinn nýi skuttogari Bœjarútgerðar Reykjavíkur líta út. vert að geta þess, að togarinn verður búinn móttakara til að taka á móti ís- og veðurkort- um, sem send eru þráðlaust frá landi eða gervihnöttum. Eitt meginviðfangsefni loft- skeytamanns á skipinu verður eftirlit með þessum margvís- legu, flóknu tækjum og við- gerðir á þeim, ef út af ber. Ganghraði „Bjarna Bene- diktssonar" er áætlaður 15V2 sjómíla á klst., en það þýðir, að í söluferðum til Þýzkalands til dæmis, myndi sparast einn dagur í siglingu frá því sem gerist á eldri skipum B.Ú.R. SIGURJÓN STEFÁNSSON VERÐUR SKIPSTJÓRI Skipstjóri á „Bjarna Bene- diktssyni“ hefur verið ráðinn. Er það Sigurjón Stefánsson, sem um árabil hefur verið skipstjóri á Ingólfi Arnarsyni, því ágæta aflaskipi. Mun mik- ill hluti áhafnarinnar af Ing- ólfi fara yfir á þennan fyrsta skuttogara Reykvíkinga. Sig- urjón skipstjóri mun í þjálfun- arskyni fara út með hafrann- sóknaskipinu Bjarna Sæm- undssyni, sem er skuttogari, en síðan fer hann á Sólbak, skuttogara Útgerðarfélags Ak- ureyringa og þar næst um borð í færeyskan skuttogara. Brezk- ir og þýzkir útgerðarmenn höfðu heitið fyrirgreiðslu varð- andi þjálfun áhafna á skuttog- ara B.Ú.R., en þau tilboð hafa verið dregin til baka vegna ágreiningsins um landhelgis- málið. ANNAÐ SKIP í FEBRÚAR 1973 „Bjarni Benediktsson“ verð- ur afhentur í ágústmánuði næstkomandi, en síðara skip B.Ú.R. í febrúar á næsta ári. Samið var um fast verð á skip- inu, 151.796.000,00 króna og þannig frá því gengið, að það breyttist ekki þó að kaupgjald, efni og vélar hækkuðu í verði á smíðatímanum. Umsjón með smíði skipanna hafa þeir Er- lingur Þorkelsson, vélfræðing- ur, og Alfreð Júlíusson, vél- stjóri, sem báðir eru nú með fast aðsetur á Spáni. FLEIRI SKIP FÁANLEG Á SVIPUÐU VERÐI Um kaup á fleiri skuttogur- Portúgal: Nærri 30% aukning liefur orðið í saltfiskframleiðslu landsmanna frá árinu 1966. Aðalástæðan er sú, að skreið- armarkaðurinn í Nígeríu lok- aðist og hráefnið var því sett í salt í stað þess að vera hengt upp. Meðalframleiðslan áður nam árlega 22—25 'þús. tonn- um en nú síðustu árin hefur hún verið 32—39 þús. tonn á ári. Á þessu árabili varð framleiðslan niest árið 1968 eða 39 þús. tonn. Á síðasta ári um fyrir B.Ú.R. frá Spáni sögðu talsmenn útgerðarinnar, að um þau væri ekki hægt að spá, því að enn ætti eftir að koma í ljós, hvernig fyrsta skipið reyndist. Aftur á móti kom það fram af hálfu eig- enda skipasmíðastöðvarinnar á Spáni, nú á dögunum, þegar „Bjarni Benediktsson“ var sjó- settur, að þeir eru reiðubúnir að semja um smíði fleiri skipa á mjög svipuðu verði og gildir um skuttogarana tvo, sem þeir vinna nú að fyrir Reykvík- inga. nam liún hins vegar um 32 þús. tonnum. Að sögn Tómasar Þorvalds- sonar, formanns Sölusambands ísl. fiskframleiðenda, hefur orðið mikil breyting til hins betra í sölumálum saltfisk- framleiðenda frá því sem var á árunum 1968—69. Þá var saltfiskframboð mikið í heim- inum m.a. vegna þess að Norð- menn misstu skreiðarmarkað sinn í Nígeríu eins og íslend- ingar. Saltfisk fyrir tæpan milljarð FV 3 1972 17

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.