Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 11
ján, að Færeyingar væru einu útlendingarnir, sem til greina kæmu í vinnu á vertíðinni. Aðilar í sjávarútveginum hafa skorað á ríkisvaldið, að á þess vegum verði ekki lagt í umfangsmiklar og mannfrekar framkvæmdir á þeim tíma, er sjávarútvegur þarfnast vinnu- afls í mestum mæli. í fyrra gerðist það, að vegafram- kvæmdir í nágrenni Reykja- víkur hófust í aprílmánuði, þegar vertíðin stóð sem hæst, og skipti það engum togum, að stórir hópar góðra manna sögðu sig strax úr skipspláss- um og fóru í vegagerðina. ÞURFA 1000—1500 MANNS SÉRSTAKLEGA Á VERTÍÐINA Kristján Ragnarsson taldi útilokað, að unnt yrði að koma á meiri stöðugleika á þeim vinnumarkaði, sem tengdur er sjávarútvegi, en nú er. Stað- reyndin væri sú, að um þriggja mánaða skeið, á vertíðinni, þyrfti sérstaklega 1000—1500 sjómenn, sem ekki væri hægt að veita atvinnu á öðrum árs- tíma vegna veiðiaðferða okk- ar. Á sumrin þyrfti ekki nema 5—6 menn á bát í humarveiði og trollfiskirí á þá sömu báta, sem þurfa 10—11 menn á vetr- um. Til skamms tíma hafi það þótt eftirsóknarvert að komast í þessa vinnu þar sem hún hef- ur gefið góðar tekjur. Nú vildi fólk hins vegar ekki sleppa vinnunni í landi. „Vandamálið virðist óleysan- legt nema með því ef til vill að leggja stórum hluta flotans yf- ir vetrarmánuðina. En þar með væru forsendur fyrir útgerð- inni brostnar, þar sem vetrar- vertíðin er blóminn úr úthaldi bátanna,“ sagði Kristján Ragn- arsson að lokum. Þœr virðast kunna vel við sig í fiskvinnunni þessar. Rúmlega 14000 fiskiskip Á þriggja ára tímabili, frá 1969 til 1971, hefur fjöldi fiskiskipa, stærri en 100 rúmlestir, vaxið úr 11448 skipurn í 14468 skip í heim- inum. Rúmlestafjöldi hefur aukizt úr 7 milljón í 9 millj- ónir á þessum sama tíma Alls eru það 93 ríki, sem ráða yfir skipum yfir 100 rúmlestum, en 8364 skip- anna eru í eigu þeirra fimm ríkja, sem flest skipin eiga, að stærð samtals 6,9 millj. rúmlesta. Efst á blaði eru Sovétrík- in, sem hafa eflt fiskiskipa- flota sinn á þessum þremur árum úr 2908 í 3563 skip. í fyrra áttu Sovétmenn 3108 veiðiskip og 455 flutn- ingaskip og verksmiðjuskip, alls 4,5 milljónir rúmlesta, sem er helmingur allrar fiskiskipaeignar í heiminum sé miðað við stærð. Japanir eru í öðru sæti með 2508 veiðiskip og 70 verksmiðjuskip, samtals 1,08 millj. rúmlesta. í þriðja sæti er svo Spánn með 1400 veiðiskip og eitt verksmiðjuskip, alls 435.771 rúmlest. Bretar eru í fjórða sæti. Þeir eiga 579 veiðiskip af þessum stærðarflokki, alls 238,155 rúmlestir. Pólverjar koma fimmtu í röðinni með aukningu á þremur árum úr 172 skip- urp í 244, sem eru 236,248 rúmlestir. Þess má geta til saman- burðar, að í árslok 1971 átt- um við íslendingar 291 fiskiskip stærri en 100 rúm- lestir, alls 123.755 rúmlest- ir. FV 3 1972 11

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.