Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 23
Hver vill kaupa niður— suðuvörur? Hár framleiðslukostnaður rýrir samkeppnishæf ni — Gætum tífaldað framleiðsluna — Nokkur sýnishorn af umbúðum um niðursuðuvörur og lagmeti, sem selt er úr landi. Fyrir Alþingi liggur nú stjórnarfrumvarp um sölu- stofnun fyrir niðursuðuiðnað- inn, sem á að annast það þýð- ingarmikla verkefni að reyna að finna kaupendur að fram- leiðsluvörum okkar í þessari grein. Erlendir sérfræðingar, sem gert hafa kannanir á veg- um íslenzkra stjórnvalda á niðursuðuiðnaðinum í landinu, hafa verið þeirrar skoðunar, að framleiðsluna megi tífalda frá því sem nú er, miðað við sama fjölda verksmiðja, en jafnframt beri okkur að leita nýrra markaða fyrir vörumar og vera ekki jafnháðir Sovét- ríkjunum í þessu tilliti og áð- ur, vegna þess að gagnvart þeim getum við ekki haft nein áhrif á verðlag. ÞURFUM AÐ FÁ BETRI MARKAÐ Kanadískur sérfræðingur skilaði áliti sínu um markaðs- mál íslenzka niðursuðuiðnaðar- ins í marz 1970, og mælti með því, að reynt yrði í auknum mæli að komast inn á markað- inn í Bretlandi, Frakklandi, V.-Þýzkalandi auk Bandarikj- anna. Þar er hins vegar við ramman reip að draga, því að innflutningstollar í löndum Efnahagsbandalags Evrópu á þessum varningi eru um 20% miðað við sif verð, og fram- leiðslukostnaður hér sízt minni en gerist í þessum löndum. Það er því ekki allsherjarlausn málefna niðursuðuiðnaðarins að koma á fót útflutningsmið- stöð heldur verður að leggja megináherzlu á að gera fram- leiðslukostnaðinn samkeppnis- hæfan. STUTT FRAMLEIÐSLUTÍMABIL Hjá þeim tólf verksmiðjum, sem að einhverju leyti vinna niðursoðnar sjávarafurðir til útflutnings, hefur framleiðslu- tímabilið á hverju ári verið allt frá 1-2 mánuðir upp í 9 mánuði, þar sem bezt lætur. Af þessum sökum hefur starfs- lið í verksmiðjum mjög sjald- an tækifæri til að komast í nægilega þjálfun og gerir það kostnaðinn mun hærri en ella væri. í niðursuðuiðnaðinum reikn- ast helztu kostnaðarliðir mið- að við heildarframleiðslu á þennan hátt, samkvæmt athug- unum, sem fram hafa farið hjá ver ksmið j unum: Hráefniskostnaður hefur reynzt vera frá 19% upp í 39%, meðaltal 29%, vinnu- laun 13-32%, meðaltal 23%, umbúðir 8-33%, meðaltal 19%, hjálparefni 3-19%, meðaltal 10%, fastakostnaður 12-25%, meðaltal 19%. Útflutnings- gjöld eru tæp 5%. FULLKOMN ARI DÓSAGERÐ Gaffalbitar og sjólax eru dýrastir í vinnslu vegna þess, að hún fer að miklu leyti fram í höndunum, kavíar er dýrasta hráefnið, og glösin, sem hann fer í, eru dýrustu umbúðirnar, því að í þeim verður mest rýrnun. Það eykur mjög á kostnað við niðursuðuna hér- lendis, að oft vill verða drátt- ur á, að pantaðar umbúðir ber- ist hingað frá framleiðendun- um erlendis. Er þetta vegna smæðar innkaupaaðila á ís- landi, sem eru látnir gjalda FV 3 1972 23

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.