Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.03.1972, Blaðsíða 16
B. V. „Bjarni Benediktsson” Rammgert skip með full- komnustu tækjum Sigurjón Stefánsson ráðinn skipstjóri Hinn nýi skuttogari Bæjar- útgerðar Reykjavíkur, „Bjarni Benediktsson“ RE 210, sem nú er í smíðum á Spáni, verður rammbyggilegasta skip ís- lenzka flotans. Skrokkur skips- ins er byggður samkvæmt regl- um Lloyd’s í ísklassa 2, en þau skip, sem byggð hafa verið fyr- ir íslendinga fram til þessa, hafa verið smíðuð samkvæmt Lloyd’s reglum um ísklassa 3. ísklassi 1 á við um raunveru- lega ísbrjóta eins og þeir ger- ast nú á dögum. Frjáls verzlun ræddi á dög- unum við forstjóra B.Ú.R., þá Þorstein Arnalds og Martein Jónasson, ásamt Jóni Axel Péturssyni, sem sæti hefur átt í skuttogaranefnd. Þeim bar öllum saman um, að samstarf- ið við spænsku skipasmíðastöð- ina hefði verið hið bezta og öll vinnubrögð hennar með mikilli prýði. SPÁNVERJAR HAFA LÆRT MIKIÐ AF SMÍÐINNI Af hálfu íslendinga hefur verið fylgzt mjög náið með smíði b.v. „Bjarna Benedikts- sonar“ og má segja að Spán- verjar hafi öðlazt mikla reynslu af þeirri samvinnu, þar sem þeir hafa ekki áður byggt skip af þessu tagi. íslendingar gerðu það að skilyrði, að skipið yrði tankprófað hjá Hydro- og Aerodynamisk Laboratorium í Lyngby, í Danmörku, og í fram haldi af þeirri prófun voru gerðar miklar breytingar á teikningum skipsins. Upphaf- lega var það teiknað mun mjórra, en eftir breytingarnar verður burðarmagn þess í lest 26000 rúmfet. Þessi rannsókn í Lyngby var greidd af kaup- endum skipsins, og mun kostn- aður við hana hafa numið um 600 þúsundum króna. Vegna rannsóknarinnar varð 6 vikna töf á smíði togarans. VERÐUR UM 1200 SMÁ- LESTIR Heildarlengd „Bjarna Bene- diktssonar“ RE 210 verður 68 metrar. Lengd milli lóðlína 59 metrar, breidd 11,6 metrar og vélarstærð 2x1410 hestöfl. 1 skipinu verða vélar af gerð- inni MAN, smíðaðar á Spáni samkvæmt framleiðsluleyfi frá Þjóðverjum. Snúningshraði verður 400 snúningar á mín- útu. Er stéfnt að því, að skip- ið noti sömu olíu og Eimskip á sín skip, þ. e. Marine Diesel Oil í stað gasolíu, sem er dýr- ari. Um borð verður togvinda af Bvússel-gerð, 440 hestafla. Gert er ráð fyrir, að skipið verði um 1200 smálestir. Helztu nýjungar i sambandi við vinnubrögð um borð í þessu skipi eru þær, að troll- spili verður stjórnað úr brúnni í stað þess, að á gömlu togur- unum hafa tveir menn verið við spilið á dekki. Þá verður mannskapurinn algjörlega í skjóli, þegar híft er, í stað þess að vera á síðunni, oft í kalsa- veðri, eins og til þessa hefur tíðkazt á togurunum. VERÐUR SKIPAÐ UPP í KÖSSUM? Þegar trollið hefur verið tekið inn mun fiskurinn verða látinn falla niður á næsta dekk, þar sem aðgerð fer fram neðan þilja. Þar verð- ur vél, sem slægir fisk- inn, en síðan mun hann renna á færiböndum í tvær þvottavélar og úr þeim aftur niður í lest. í lestum skipsins verður hægt að hafa fiskkassa í fjórðungi geymslurýmisins, og verður það íhugað vand- lega, hvort ekki sé unnt að skipa upp í kössum, þó að nú sem stendur séu fiskvinnslu- stöðvarnar hér yfirleitt ekki búnar undir það að taka á móti kössunum. RÚMLEGA 20 í ÁHÖFN í skipinu verða tveggja manna klefar fyrir háseta, en yfirmenn verða í eins manns klefum. Allar kojur verða á innvegg, en ekki á útveg eins og áður, sem olli því, að „ménn voru kaldir öðrum megin, en heitir hinum meg- in“, eins og Jón Axel orðaði það. í eðlilegum rekstri verð- ur einn maður í sumum há- setaklefunum. Þá verður um borð í „Bjarna Benediktssyni“ aukaklefi fyrir 5 eða 6 menn, sem miðaður er við viðbótar- mannskap á veiðar í salt. Und- ir venjulegum kringumstæð- um verður því hugsanlega hægt að taka nokkra pilta, sem áhuga hafa á sjóvinnustörfum og vilja læra þau, með í veiði- ferðir. Ekki er að fullu ráðið, hve margir menn verða í áhöfn togarans, en samningar standa nú yfir um þau mál. Hefur heyrzt, að í stað 30 manna, sem verið hafa á gömlu togurunum, verði rúm- lega 20 á skuttogurum af þess- ari stærð. MÓTTAKARI FYRIR ÍS- OG VEÐURKORT Af ýmsum tækjabúnaði hins nýja skips má nefna gíró- kompás með sjálfstýringu, tvo radara, dýptarmæli með sjálf- ritara og fisksjá, höfuðlínu- mæli, sem sýnir stöðu vörp- unnar í sjó, hve opin hún er og hvort fiskur er fyrir. Fisk- leitartæki verður ennfremur í skipinu og vegmælir, sem seg- ir til um hraða skipsins miðað við botn. Þetta er líka eins konar viðvörunartæki, ef varp- an rifnar, því að þá myndi hraði samkvæmt vegmælinum aukast. Hátíðnitalstöð 28 rása með fjarstýringu verður í skipinu, lóran-staðarákvörðunartæki og talsími úr brú til tíu staða um borð, svo og kallkerfi. Þá er 1() FV 3 1972

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.