Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1974, Síða 9

Frjáls verslun - 01.11.1974, Síða 9
Kaupstefnan — Reykjavík: Efnir til alþjóðlegrar vöru- sýningar næsta haust Lm það bil fjórðungur þjóðarinnar sótti fyrri sýningar fyrirtækisins Kaupstefnan — Reykjavík hf. hefur nýlega boðið til al- þjóðlegrar vörusýningar í Reykjavík 22. ágúst til 7. sept- ember 1975. Kaupstefnan hefur staðið fyrir nokkrum velheppnuðum sýningum áður en síðasta al- þjóðlega vörusýningin, sem fyrirtækið stóð fyrir, var hald- in um svipað leyti árið 1971 og sóttu hana um 65 þús. gest- ir, eða tæplega 30% lands- manna. Aðrar sýningar Kaup- stefnunnar hafa líka notið mikillar hylli og að meðaltali verið sóttar af um það bil fjórðungi þjóðarinnar. ALMENN KAUPSTEFNA OG VÖRUSÝNING. Sýningin næsta verður al- menn kaupstefna og vörusýn- ing á tækni og neyzluvörum, en auk þess eru eftirfarandi sérsvið fyrirhuguð: heimilis- tæki og búnaður, matvæli og skyld neyzluvara, snyrti- og hreinlætisvörur, list og svo- kallaðar „design“-vörur. Á úti- svæði verður sérsýning á sum- arhúsum auk annars þess, er útisvæðasýningu tilheyrir, svo sem vinnuvéla- og tækja- sýning. Sýningin fer fram í sýning- arhöllinni í Laugardal 1 Reykjavík, sem er u. þ. b. 3000 fermetrar undir þaki og 2000-4000 fermetrar eru til ráðstöfunar fyrir útisýningu. ÞÁTTTÖKUTILK YNNIN G AR ÞURFA AÐ BERAST FLJÓTT Forráðamenn Kaupstefnunn- ar hafa sent út kynningar- bréf um sýningu þessa til ým- issa fyrirtækja, er hugsanlega munu gerast þáttta.kendur í sýningunni. Er þar tekið fram, að sýningarstjórn þyki mikils um vert að fá að frétta, hvort aðilar hafi áhuga á þátttöku eins fljótt og unnt er, þar sem undirbúningsstarfið er hafið. IMýr verzlunar- fulltrúi Frakklands Hingað til lands er ný- lega kominn franskur verzlunarf'ulltrúi. Hann heitir Daniel Paret, fæddur í Bretagne árið 1942. Verzlunarskólanám stundaði hann í heima- borg sinni í Nantes og síðan laganám í París. Að loknu námi starfaði Paret m. a. fyrir flutn- ingamáladcild Efnahags- bandalagsins, en gerðist svo verzlunar- og við- skiptafulltrúi í Frank- furt. Hann hefur mikinn á- huga á aukningu við- skipta Frakklands og ís- lands, sem m. a. má marka af fyrirgreiðslu hans við íslenzka gesti á hinni kunnu SIAL-sýn- ingu í París fyrir stuttu. Skrifstofa verzlunar- f'ulltrúa franska sendi- ráðsins er að Austur- stræti 6. FV 11 1974 9

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.