Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1974, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.11.1974, Blaðsíða 16
ir 5 milljarða. Niðurstaða efna- hagsreiknings kaupfélagsins sjálfs nam í árslok 1973 kr. 1.864 millj. kr. án þess að dótturfyrirtæki séu meðtalin og brunabótamat eignanna var að sjálfsögðu miklu hærra. Starfsmannafjöldi er venju- lega nálægt 700 manns, en fer í u. þ. 'b. 850 manns á haustin, meðan á sláturtíð stendur. Er iþá ekki meðtalinn sá mann- afli, er við fjárfestingar og framkvæmdir kann að vinna á hverjum tíma. í höfuðidrátt- um skiptist starfsemin í verslunarrekstur, vinnslu og sölu landbúnaðarafurða, vinnslu og sölu sjávarafurða og þátttöku í útgerð fiski- skipa, verksmiðjurekstur, um- boðssölustarfsemi og ýmiss konar þjónustu, auk flutninga- starfsemi. Höfuðaðsetur starf- seminnar er á Akureyri, en auk þess rekur kaupfélagið útibú á Dalvík, Grenivík, Hauganesi, Hrísey og Grímsey, svo og verzlun á Siglufirði. Af útilbúunum er úti'búið á Dalvík lang stærst, en ég hygg að ó- hætt sé að segja að öll séu þau mjög þýðingarmikil fyrir viðkomandi byggðarlög. Bein- ar og óbeinar launagreiðslur námu á árinu 1973 rúmlega 426 milljónum króna. F.V.: — Af þessu svari þínu má sjá að hér er um mjög víðtæka starfsemi að ræða. Geturðu komið eitthvað nánar inn á einstakar deildir fyrirtækisins og rekstur þeirra? Valur: — Helstu verzlunar- deildirnar eru matvörudeild með 11 sölubúðum á Akureyri, deildarskipt vöruhús fyrir sér- vörur með 7 söludeildum, byggingavörudeild, véladeild, fóðurvörudeild, lyfjabúð, raf- lagningaefnisdeild, og kjötbúð, en auk þess er svo fjölþættur verzlunarrekstur í útibúunum við Eyjafjörð og Siglufjörð. Helstu fyrirtækin í vinnslu og sölu landbúnaðarafurða eru mjólkursamlagið á Akureyri og sláturhúsin á Akureyri, Dalvík og Grenivík. Vinnsla og sala sjávarafurða fer aðal- lega fram í frystihúsi og fiski- mjölsverksmiðju félagsins á Dalvík, frystihúsi og fiski- mjölsverksmiðju í Hrísey og saltfiskverkunarstöð í Grims- ey. Af iðnfyrirtækjum má nefna Kjötiðnaðarstöðina, Smjörlíkisgerð KEA, Efnagerð- ina Flóru, Brauðgerð KEA, Efnaverksmiðjuna Sjöfn og Kaffibrennslu Akureyrar, en tvö hin síðastnefndu á kaup- félagið til helminga á móti Sambandi ísl. samvinnufélaga. Auk þess á svo kaupfélagið ýmist meirihluta eða verulega aðild að nokkrum hlutafélög- um, sem hafa með höndum ýmiss konar framleiðslu- og þjónustustarfsemi eins og t. d. Plasteinangrun hf., Vélsmiðj- unni Odda hf., og Þórshamri hf. í þessu sambandi má einn- ig nefna, að kaupfélagið er þriðji stærsti 'hluthafinn í Slippstöðinni hf. á Akureyri á eftir ríkissjóði og Akureyrar- bæ, en auk þess rekur kaupfé- lagið eigin skipasmíðastöð fyr- ir tréskip. Sú stöð hefur frá upphafi smíðað yfir 100 tré- skip. Af umboðssöludeildum vil ég svo að lokum nefna Olíu- söludeild og Vátryggingadeild og af þjónustufyrirtækjum Hótel KEA, Bifreiðaverkstæði Dalvíkur, Þvottahúsið Mjöll og Gúmmíviðgerð KEA. Á Ak- ureyri rekur félagið allstóra vöruinnkaupsdeild, sem annast verulegan hluta innkaupa fyrir hinar ýmsu deildir, svo og verðlagningu, en megin þorri bókhaldsins og skrifstofuhalds- ins fer fram á Akureyri, svo og á Dalvík og Hrísey fyrir viðkomandi útibú. Allt of langt mál yrði að ræða í einstökum atriðum rekstur Iþessara mörgu deilda og fyrirtækja og læt ég því upptalningu þeirra nægja til þess að gefa hugmynd um víð- feðmi og margbreytileika rekstursins. Aðalvandamálið í svo um- fangsmiklum rekstri er að sjálfsögðu að geta jafnan haft nægt rekstrafé, en slíkt er gíf- urlegum erfiðleikum háð í því mikla verðbólgubáli, sem hér á landi hefur geysað og hefur orsakað, að endurkaupsmáttur vörubirgðanna rýrnar sífellt, en auk þess útheimtir svo viðamikill rekstur að sjálf- sögðu mjög miklar fjárfesting- ar á ári hverju, eigi fyrirtæk- ið ekki að staðna og dragast aftur úr. F.V.: — Hverjar telur þú ástæðurnar fyrir uppgangi KEA fyrr og nú? Valur; — Ástæðurnar eru vafalaust margar og að ýmsu leyti samofnar. Eyfirðingar eru í eðli sínu samvinnumenn. Þeim hefur því fundist mjög eðlilegt að leysa ýmis vanda- mál og fullnægja ýmsum við- skiptalegum þörfum á félags- legum grundvelli. Atvinnulíf dreifbýlisins hefur á ýmsan hátt átt erfitt uppdráttar í samkeppni við ört vaxandi þéttbýli á höfuðborgarsvæðinu, þangað sem einkafjármagnið hefur gjarnan sogast, og hef- ur dreifbýlisfólkið þá gjarn- an beitt samvinnufélögunum til fjöliþættrar atvinnuupp- byggingar heima fyrir, ekki eingöngu í Eyjafirði, heldur einnig mjög víða um hinar dreifðu byggðir. Fjármagn samvinnufélag- anna er staðbundið lögum samkvæmt og því hefur fólkið úti um land treyst uppbygg- ingu samvinnufélaganna öllu betur en einkafjármagninu, sem stundum hefur sýnt sig í því að leita burt úr dreifbýl- inu til arðvænlegri þéttbýlis- svæða, án tillits til hagsmuna heimabyggðarinnar. í ræðu fyrir u. þ. b. tveim árum sagði framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norður- lands, Áskell Einarsson m. a.: „Byggðaþróunarlega séð eru kaupfélögin félagslegt tæki til að nýta og samstilla kraftana, krafta hvers félagssvæðis til á- kveðinna verkefna í samræmi við félagslega þörf, innan marka fjárhagskerfis þeirra.“ Ennfremur sagði hann: „Þátt- ur Sambandsins og samstarf þess við Kaupfélag Eyfirðinga um uppbyggingu verksmiðju- iðnaðarins á Akureyri eru tví- mælalaust árangursríkustu byggðaaðgerðir, sem gerðar hafa verið til þessa tíma.“ Þegar spurt er, hvað ráðjð hafi örri uppbyggingu Kaup- félags Eyfirðinga, og reyndar margra fleiri kaupfélaga úti á landsbyggðinni, verða menn sem sagt að gera sér það ljóst, þegar leitað er svara, að fólk- ið sjálft hefur viljað byggja kaupfélögin upp, ekki ein- göngu sem viðskiptaleg fyrir- tæki, heldur einnig sem tæki til þess að sporna við byggða- röskun, og til eflingar byggða- þróun. í sambandi við þróun Kaup- félags Eyfirðinga vil ég sér- staklega minnast mjög þýðing- armikilla áhrifa hins öfluga landbúnaðar í Eyjafirði. Um 16 FV 11 1974

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.