Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1974, Side 21

Frjáls verslun - 01.11.1974, Side 21
Frá Dalvík. Hluti af fiskvinnslustöð KEA í bæn um hægra megin á myndinni. KEA hefur einnig fjárfest imikið í vinnslustöðvum í Hrísey og Grímsey. samt hefur atvinnulífið þjáðst af vinnuaflsskorti. Bærinn þarf því að vaxa enn meir og hefur öll skilyrði til þess. Nýtt aðalskipulag hefur verið gert og byggingarlóðir eiga að verða nægar. Byggingariðnaðr ur í bænum er mjög öflugur og afskastamikill og framund- an er bygging margra leigu- íbúða á næstu árum, sem eiga að geta hjálpað til við að veita viðtöku vaxandi íbúafjölda. Jafnframt þarf enn að efla samfélagslega þjónustu. Áætl- að er að byggja nýja skóla og íþróttahús fyrir 765 milljónir króna fram á árið 1980 og framkvæmdir eru hafnar við byggingu nýs og mjög stórs sjúkrahúss. Áætlanir eru uppi um að leitast við að ljúka malbikun gatnakerfis bæjarins á næstu árum og verið er að kanna möguleika á því að leysa hitunarvandamál húsa í bænum með aðveitu jarðvarma austan úr Þingeyjarsýslu, en fyrstu athuganir benda til, að slík jarðvarmaveita, þótt um langan veg sé að fara geti orð- ið hagkvæmari en rafhitun. Á sama tíma er svo einnig leitast við að efla atvinnulífið enn. Þrír skuttogarar hafa bæst við togaraflota bæjarins á nýliðnum árum og tveir ný- ir skuttogarar eru rétt ókomn- ir. Ný vöruhöfn rís væntan- lega á næstu árum og ætti þá innflutningsverzlun að geta eflst að mun. Verksmiðjur SÍS geta þegar bætt við sig tals- verðum mannafla og einnig Slippstöðin hf., en hún ætti enn að geta eflst með rað- smíði skuttogs- og nótaveiði- skipa, sem nú er verið að hefja smíði á. Verkefnin eru sem sagt næg og möguleikarnir miklir. Hversu til tekst um úrlausnir og al'hliða eflingu bæjarins fer að sjálfsögðu mjög eftir almennu efnahags- ástandi í landinu á hverjum tíma. Það fer hins vegar vart á milli mála að Akureyri er framtíðarbær. F.V.: — Mikið hefur verið ritað og rætt um orkumálin norðanlands. Hvað hefur þú um þau mál að segja fyrir hönd bæjarins? Valur; — Rafmagnsmál Ak- ureyrar verða ekki skoðuð í réttu ljósi án tengsla við raf- magnsmál Norðurlands alls, því allt svæðdð frá Þórshöfn vestur í Húnavatnssýslur er nú samtengt. Ástandið er vissulega hvergi nærri nógu gott. í fyrsta lagi er alltof stór hluti orkunnar fram- leiddur í díselvélum og þá sér- staklega á Norðurlandi vestra, sem bæði er mjög óhagkvæmt fjárhagslega fyrir orkuvinnslu- fyrirtækin sem og fyrir þjóð- arbúið í heild. í öðru lagi er mjög mikil truflanahætta á vetrinum í að- alvatnsaflsvirkjunum svæðis- ins, þ. e. í Laxá í Þing., en slíkar truflanir geta orsakað mjög mikla tímabundna erfiðr leika. í þriðja lagi má svo nefna það atriði, sem er einna harð- ast aðgöngu fyrir hinn al- menna notanda, að ekki er hægt að veita nein ný rafhit- unarleyfi á svæðinu í bili. Orkuvinnslan á svæðinu er að vísu næg sem stendur við góð skilyrði, en ný grunnorka mun ekki bætast við inn á Norðurlandssvæðið, að því er nú verður séð, fyrr en seint á árinu 1976. Mun áreiðanlega ekki af veita, að aflageta nú- verandi orkustöðva svæðisins dugi fram til þess tíma vegna þeirrar árlegu aukningar, sem reikna verður með á almenn- um raforkumarkaði. Af þess- um sökum er ekki útlit fyrir að hægt verði að veita ný rafhitunarleyfi fyrr en síðla árs 1976 og er það vissulega mjög alvarlegt mál, svo gíf- urleg hækkun sem orðið hef- ur á olíuverði. Þetta er að sjálfsögðu sagt á grundvelli þess að ekki fáist að reisa neina stíflu í Laxá, en það er eina aðgerðin sem nógu fljót- virk yrði, til þess að hægt yrði að veita rafhitunarleyfi innan skamms tíma, og sem um leið myndi aflétta hvoru tveggja, a. m. k. að verulegu leyti, hinni óhagstæðu dísel- orkuframleiðslu og truflana- FV 11 1974 21

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.