Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1975, Síða 9

Frjáls verslun - 01.12.1975, Síða 9
FRiÁLS VERZLUN NR. 12 34. ÁRG. 1975 Fréttatímarit um eínahags-, viðskipta- og atvinnumál. Stofnað 1939. Otgefandi: Frjálst framtak h.f. Tímaritið er gefið út i samvinnu við samtök verzlunar- og athafnamanna. Skrifstofa og afgreiðsla: Laugavegi 178. Símar: 82300 - 82302. Auglýsingasími: 82440. Framkvæmdastjóri: Jóhann Briem. Ritst jóri: Markús örn Antonsson. Blaðamaður: Gissur Sigurðarson. Auglýsingadeild: Erla Traustadóttir. Ljósmyndari: Jóhannes Long. Otbreiðslustjóri: Inga Ingvarsdóttir. Skrifstof ust jórn: Kristín Orradóttir, Olga Kristjánsdóttir. Auglýsingaumboð fyrir Evrópu: Joshua B. Powers Ltd. 46 Keyes House, Dolphin Square, London SW ÍOR NA. Sími: 01 834-8023. Prentun: Félagsprentsmiðjan h.f. Bókband: Félagsbókbandið h.f. Myndamót: Myndamót hf. Litgreining og prentun kápu: Kassagerð Reykjavikur. Áskriftargjald kr. 295.00 á mánuði. Innheimt tvisvar á ári kr. 1770.00. öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. FRJÁLS VERZLUN er ekki ríkisstyrkt blað. Bréf frá útgefanda Um nokkurt skeið liefur iþað verið ætlun Frjálsrar verzlunar að greina allítarlega frá viðskiptum Islands og hinna Norð- urlandanna, og segja lesendum hlaðsins jafnframt frá ríkjandi viðhorfum tiil öfnahags- og atvinnumála í þessurn löndum. Það er ekki nema öfureðlilegt, að Norcgnr yrði fyrst fyrir valinu, því að Islendingar finna eflaust hezt til skyhlleika við Norðincnn af Norðurlandaþjóðunum fjórum. Saga Is- lands og Noregs hefur vcrið samtvinnuð öldum saman. I nú- timanum hirtist umfangsmikið samstamf í líflegum viðskipta- sambönduim, gagnlkvæmum heimsóknium almennings í Iönd- unum tveim og isamstöðu á alþjóðlegum vettvangi í mörg- um málum, þó að Islendingum finnist reyndar, að Norðmenn mættu talka eindregnari afstöðu með málstað Islands í land- lielgismálum en þeir háfa gert til þessa. Af efni þessa Noregsblaðs mlá helzt telja grein Guðmundar Magnússonar prófessors, um efnahagsmál í Noregi og við- Skiptin við útllönd, þar á meðal Islands. Sikýrt cr frá starfsemi norSka út'flutningsráðsins, en fulltrúar hlaðsins áttu einmitt viðtal við forstjóra j>ess, Gunnar Rogstad í Osló fyrir skömmu. Þá er fjafflað um ferðaiög á vesturströnd Noregs og sagt frá starfsemi íslenzku flugfélaganna í Noregi, en for- stöðumaður Flugleiða ]>ar, Skarphéðinn Árnason, var sóttur heim og segir hann frá starfi sínu lyrr og nú. Þá má ekki gleyrna áhugaverðum upplýsingum um innflutning á ís- lenzkum vörum til Noregs og sölustarfsemi, sem rekin er í þvd isambandi. Af útgáfu Frjálsrar verzlunar á þessu ári er það helzt að segja, aðhlaðið hefur eflzt og dafnað sem vettvangur frjálsr- ar umræðu um haigsmunamál þjóðarinnar. Álierzla hefur verið liigð á kynningu á einkaframlakinu í landinu og ]>vi, sem það hefur fengið áorkað 'i þjóðfédagsuppbyggingunni, og athygli jafnframt vákin á hrýnustu nauðsynjamálum fyr- irtækjarekstursins i Iandinu. A þessu ári höfum við reynt að vanda enn bctiir en áður til útlits blaðsins, og eflaust háfa margir tekið efltir ágætri litprentun auglýsinga og mynda i ]>vi að undanförnu. Við viljum auika samstarf við auglýsendur um hirtingu litaug- iýsinga með þeim ágæta árangri, sem Kassagerð Reykjavíkur héfur náð í prentun kápu og litsíðna inni í hlaðinu. Frjáls verzlun er tvímælailaust vettvangur i'yrir vönduðustu tegund- ir auglýsinga eins og þær gerast beztar erlendis. Á komandi ári munum við hjóða viðskiptamönnum okkar samstarf um þetta. FV 12 1975 9

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.