Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1975, Page 22

Frjáls verslun - 01.12.1975, Page 22
um, þar sem atvinnutækifæri væru annars af skornum skammti. Ásamt með fiskveiðunum, sem gerð eru skil sérstaklega í þessu blaði, eru þær atvinnu- greinar, sem minnzt hefur ver- ið á að framan nokkrar þær þýðingarmestu fyrir norskt efnahagslíf. Norðmenn stunda Norðmenn hafa löngum þótt snillingar í gerð alls konar muna úr tré. Þeir hafa getið sér frægð víða um lönd fyrir húsgagnaframleiðslu sína. Húsgagnaverksmiðjur eru litl- ar í Noregi og við athugun, sem gerð var 1969 kom í ljós, að það störfuðu 574 húsgagna- framleiðendur í landinu en að- Norðmenn framleiða alls kyns fatnað og tæki til íþróttaiðkana cg útivistar. Skíðabúnað- ur þeirra hefur náð vinsældum víða um lönd. margs konar framleiðslu aðra, sem vert er að geta um í þessy sambandi. í landinu munu nú starfa 200 mjólkurbú, sem senda frá sér 50 mismunandi ostategund- ir. Afurðir af búpeningi nema 75% tekna í landbúnaðinum. í Noregi eru 420.000 nautgripir og þar eru fleiri sauðkindur en samanlagt á öllum hinum Norðurlöndunum fjórum. • VERKSMIÐJUFRAM- LEIDD HÚS. Tilbúin hús frá Noregi eru þekkt hérlendis sem víðar. Það eru 230 verksmiðjur sem bjóða tilbúin hús þar í landi. Helmingur þeirra 15.000 ein- býlishúsa, sem eru árlega reist í Noregi eru verksmiðjufram- leidd og eitt fyrirtæki smíðar á þriðja þúsund hús af því tag'i á ári hverju. í þessu sambandi er vert að minnast mikillar útivistar Norðmanna og þeirrar stað- reyndar að 40% af þjóðinni eiga sumarbústað. Sumar fjöl- skyldur eiga meira að segja tvo íverustaði úti í sveit, annan til notkunar á sumrin en hinn á veturna. eins 30 þeirra höfðu fleiri en 50 manns í vinnu. Smiði skemmtibáta er orð- in mikilvæg atvinnugrein hjá Norðmönnum enda eiga þeir sjálfir um 200.000 skemmtibáta þannig að næstum fimmta hver fjölskylda í landinu á slíkt skemmtitæki. Sumir þess- ara báta eru nú smíðaðir í mörgum öðrum löndum sam- kvæmt framleiðsluleyfi. • KAUPSKIPIN. Að síðustu skal greint frá þeim atvinnuvegi, sem Norð- menn hafa orðið einna þekkt- astir fyrir úti í hinum stóra heimi, siglingum. Tekjur af siglingum á heimshöfunum hafa skipt norska þjóðarbúið miklu. Norskir útgerðarmenn hafa ávallt þurft að treysta á sjálfa sig, treysta á frum- kvæði sitt og atorku til þess að geta keppt um vöruflutn- inga á heimsmörkuðunum. Engar niðurgreiðslur af opin- berri hálfu eða sérstakar verndaraðgerðir hafa komið þar við sögu. Norðmenn eiga um 9% af öllum kaupskipa- flota heimsins og 90% allra norskra skipa eru í flutning- um milli erlendra hafna. ISLENSK FYRIRTÆKI '75 - 76 er komin út ÍSLENSK FYRIRTÆKI er skipt niður í: Fyrirtækjaskrá Viðskipta-og þjónustuskrá Umboðaskrá Útgefandi: FRJÁLST FRAMTAK hf. Laugavegi 178 - Símar: 82300 82302 22 FV 12 1975

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.