Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1975, Síða 23

Frjáls verslun - 01.12.1975, Síða 23
Sjávarútvegsmál: Norðmenn ætla að flýta sér hægt í hafréttarmálum INlorðmenn, sem forystuþjoð ■ sigflingum, leggja mikla áherzlu á að frjálsar siglingar séu tryggðar skipum allra þjoða og vilja forðast einhliða aðgerðir Sjómenn, sem fiskveióar stunda, eru nú aðeins 3Vz% af norsku vinnuafli. Samt efast eng- inn um að með hliðsjón af fjölda þeirra séuþeir áhrifamesti þrýstihópurinn í Noregi. Þetta á rætur sínar að rekja til landfræðilegrar skiptingar hópsins, — af 35.000 fiskimönnum búa um 18.000 í þremur nyrztu fylkjum landsins, Finnmörk, Troms og Nordland. í Finnmörk byggir fjórðungur alls vinnuafls afkomu sína á sjávarútvegi og hliðargreinum hans og það er hald manna, að byggð þessara nyrztu landshluta væri óhugsandi efnahagslega, ef sjávar- útvegurinn kæmi ekki til. i A vetrarvertíðinni róa um G þús. fiskimenn á 2000 bátum frá Lofoten. Um 70 fisktegundir eru við strönd Noregs, en fáar nýttar. Áhrif sjávarútvegsins í stjórnmálunum komu greini- legast fram í þjóðaratkvæði um EBE-aðild, þegar fiski- menn snerust öndverðir gegn henni. Næstum 90% þeirra sögðu nei. Hafði þetta þau áhrif, að í nyrztu fylkj- unum voru 70% allra kjós- enda á móti aðild. Það er eng- an veginn víst að hagur norskrar sjómannastéttar hefði verið fyrir borð borinn inn- an bandalagsins en grunsemdir hennar vöknuðu við klaufalega birtingu á drögum að fisk- veiðastefnu bandalagsins, sem .ráðherranefnd þess birti að- eins nokkrum klukkustundum áður en viðræður um aðild Noregs áttu að hefjast. Þeim var strax stungið í skúffu en slysið var þegar orðið. Aðstoð- arsjávarútvegsráðher.ra Nor- egs hefur sagt, að hefði banda- lagið beðið með að móta fisk- veiðastefnu sína þar til eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í Noregi, hefðu Norðmenn sam- þykkt aðildina. FÆKKAR I STÉTTINNI. Norskum fiskimönnum hefur fækkað um meir en helming síðan 1948. Þó er skerðingin miklu minni í röðum þeirra, sem stunda sjóinn að fullu allt árið. Brotthvarfið á aðallega við þá mörgu, sem áður stund- uðu fiskveiðar með einhverjum öðrum starfa, einkanlega vinnu í landbúnaði. Á sama tíma hefur fólki í landbúnaði fækkað mikið um leið og vél- væðingin hefur aukizt og lang- Þorskur er mest veiddur á vertíðinni í Lofoten. Hann er myndarlegur þessi. FV 12 1975 23

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.