Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1975, Side 29

Frjáls verslun - 01.12.1975, Side 29
verið tilraunir til að auka söl- ur þangað. Það er ekki hlaupið að því að afla nýrra markaða en Rog- stad taldi að mörg norsk fyrir- tæki hefðu náð góðum árangri í þeirri viðleitni sinni við þess- ar breyttu aðstæður. ERFIÐLEIKAR HJÁ FYRIRTÆKJUNUM. Gunnar Rogstad tók fram, að vaxandi erfiðleika hefði gætt hjá norskum iðnfyrir- tækjum upp á síðkástið. Kostnaður hefði aukizt t. d. vegna launahækkana. Útflutn- ingsfyrirtæki hafa átt erfið- ara með að selja og orðið jafn- vel að stöðva framleiðslu í lengri eða skemmri tíma. Mörg þeirra framleiða aðeins á lagerinn um þessar mundir og bíða betri tíma á mörkuð- um. Samt taldi Rogstad, að á- standið væri ekki eins slæmt í Noregi og víða annars stað- ar en þó hefði ástandið þar aldrei verið jafnalvarlegt eft- ir stríðið. Norska ríkisstjórnin hefui reynt að hlaupa undir bagga og seðlabankinn hefur veitt til- tölulega ódýr lán til atvinnu- fyrirtækjanna víða úti um landið, svo að þau geti fram- leitt á lager. Á þetta til dæm- is víð um vefjariðnað og skipasmíðar og hefur byggða- stefna verið ríkulega höfð að leiðarljósi við þessa fjármögn- un og öll áherzla lögð á að halda fyrirtækjum í dreif- býlinu gangandi. Norski mark- aðurinn er algjörlega opinn og að sögn Rogstad hefur sú stað- reynd neytt iðnfyrirtækin í Norskar vörur af ýmsu tagi hafa vakið athygli fyrir sér- stæða hönnun og vandaðan frá- gang. Nokkur hinna mörgu upplýs- ingarita, sem útflutningsráðið gef'ur út. aðurinn hefur þurft að gera sig hæfan til samkeppni við erlend fyrirtæki. Hefur þetta að vissu leyti tekizt vel en í öðrum tilvikum hafa gömul og rótgróin fyrirtæki lagzt niður. Hefur til dæmis talsvert borið á þessari þróun í vefjar- Noregi til að sérhæfa sig og gæta ítrustu hagræðingar. Iðn- iðnaði og sælgætisgerð. Á öðrum sviðum hafa róttækar breytingar verið gerðar innan iðngreina og framleiðslan gerð fullkomnari en áður, t. d. í trjá- vöruiðnaði. Samvinnu hefur líka verið komið á milli smá- fyrirtækja, þannig að þau eru ekki að keppast við að hafa alltof fjölbreytt úrval hvert um sig heldur taka inn verk- efni hvert fyrir annað og vinna þannig að fullnaðarfrágangi. ÍSLENDINGURINN KAUPIR MEIRA EN IIVER SVÍI. Að lokum var minnzt á við- skipti við Island, sem Rogstad sagði að væru hlutfallslega mjög' mikil en Norðmenn seldu vörur til íslands fyrir 240 milljónir norskra króna í fyrra. Þó að Svíþjóð kaupi mest af norskum útflutningsvörum er þó krónutala á mann í Svíþjóð helmingi lægri en á íslandi hvað kaup á norskum vörum snertir. FV 12 1975 29

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.