Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1975, Qupperneq 36

Frjáls verslun - 01.12.1975, Qupperneq 36
tignarlega fjörð en taka síðan langferðabíl og járnbrautar- lest aftur til borgarinnar. Upp í þessar ferðir er lagt daglega frá miðjum maí til september- loka klukkan 8 að morgni og komið til baka klukkan sex síðdegis. Kostar þessi ferð 140 n. krónur fram og til baka. ,,Hvíta hefðarmærin“ lætur sér hins vegar nægja að líða út á milli eyja og inn á Oster- fjord í daglegum ferðum frá apríl og fram í október, en hver ferð tekur 0V2 klukku- stund. Þetta var býsna rnislit hjörð, sem kom á bátinn um morg- uninn í björtu og góðu haust- veðrinu. Ýmsir voru málgefn- ari en við af íslandi og það var varla búið að leysa bátinn frá bryggju þegar við höfðum heyrt hálfa ævisögu nokkurra samferðarmanna. „Hvíta hefð- arfrúin" eða „White Lady “eins og hún heitir raunverulega hefur sæti fyrir á annað hundrað manns en það var langt frá því að vera fullskip- að í þessari ferð. Fólkið sett- ist við stóra gluggana á bát.n- um og horfði þaðan á lands- lagið, sem siglt var framhjá, eða þá að gengið var út á þil- farið til þess að láta hafgoluna strjúka vangann og njóta víð- ara útsýnis. • KÁTUR SKIPSTJÓRI Á „White Lady“ er tveggja manna áhöfn og er skipstjór- inn „altmulig mand“, því að hann seldi farmiðana á b.ryggj- unni, stóð við stýrið, flutti leið- arlýsingu í hátalarakerfið og brá sér svo í hlutverk yfir- þjóns frammi í kaffistofunni og smurði þar brauðsneiðar, sem fa.rþegum var boðið að nær- ast á er líða tók á ferðina. Þetta var léttur náungi, sem kom farþegunum nokkuð á óvart í fyrstu, þegar hann birtist í kostulegu gervi og talaði hjáróma .röddu til þeirra. En er hjá leið kunnu menn betur að meta þessa fyndni og það má kapteinninn eiga, að hann var raunveru- lega nokkuð fyndinn. Það er siglt beinustu leið út úr höfninni í Bergen á By- fjorden, framhjá risaolíuskipi, sem liggur til losunar utan við hafnarmynnið, en inni í hlíðunum ofan við fjörðinn rísa ibúðarhús af öllu tagi, há- ar íbúðarblokkir og veglegustu . einbýlishús frammi á yztu nöf með stórkostlegu .útSýni yfir fjörðinn og áí 'á nærliggjandi eyiat’. Snarbrattar götur liggja niður að þessum húsum og göngustígar alla leið niður í flæðarmálið, þar sem húseig- endurnir og börn þeirra dóla á klettasnös með veiðistengur en nýtízkusportbátur stendur fyrir utan bátaskýlið. Það er greinilega ekki orðum aukið að Inni á landi getur að líta einn og einn bíl á ferð eftir þjóð- vegi og skyndilega hverfur hann eins og trþllin í fjöll- unum hafi.^'gley pt hann, og er þá kohninn inn í jarðgöng. í þéssari sveit er stundaður landbúnaður eftir föngum en allháir útsýnisturnar, reistir á tréspírum á bökkunum eru til merkis um sérstæða atvinnu- grein, sem hér skiptir miklu máli fyrir afkomu fólks. Hér er nefnilega stunduð laxveiði og veiðimennirnir, sem eru bændur úr nágrenninu, hafast við uppi í þessum turnum á vertíðinni. Þaðan fylgjast þeir með laxagengd og varpa mjög Aðstaða til að njóta útsýnisins er mjög góð í „White lady“. fólk hér um slóðir lifji. góðu lifi og kann að njóta þess. • EYJAR OG SKER. Leiðin liggur framhjá Askey og þar er sveigt inn á Oster- fjord, sem er langur og mjór. Á þessum slóðum er landið allt rifið sundur í eyjar, sker og þrönga firði, sem liggja eins og æðakerfi inn í land. Ókleif- ir hamraveggir rísa loðréttir og himinháir beint upp úr sjónum og inni í víkum og á skógi vöxnum smáeyjum sést í byggt ból á stöku stað. Það er greinilegt, að byggða- stefna er ekki síður dýr í fram- kvæmd í Noregi en á íslandi. Snarbrattur hamraveggurinn gengur heint upp úr sjónum. 36 FV 12 1975
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.