Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1975, Side 45

Frjáls verslun - 01.12.1975, Side 45
 Karl lohans gate 7 - inngahg fra Dronningens gate - Telefon 4.1 48 31 Þctta er forsíðan á Iit- prentuðum kynningar- bæklingi, sem Ingrid Berg gaf út um ný- stofnaða verzlun sína Islendingen, sem aðeins selur íslenzk- ar vörur. að pakka henni niður. Þarna sagði Klemenz að skorti skipu- lagningu eða raunverulegan á- huga á að selja. Einnig kvað hann mjög slæmt, ef allir gætu pantað peysurnar beint að heiman, þrátt fyrir að við- komandi útflutningsaðilar hefðu umboðsmenn starfandi fyrir sig. Það tæki hálft ann- að til tvö ár að komast inn á markaðinn og ef umboðsmaður ætti að starfa á annað borð mætti ekki fara á bak við hann að þessu leyti. GÓÐAR MARKAÐSHORFUR. Aðspurður kvaðst Klemenz ekki hafa mikla trú á að tízku- vörur eins og skinnavara frá fslandi myndu seljast á norska markaðinum. f fyrsta lagi þyrfti milljónamæringa til að kaupa inn frá fyrirtækjum heima, sem ekki teldu sig get.a lánað neitt. Nefndi hann sem dæmi, að af vöru, sem kost- áði 1000 norskar krónur í inn- kaupi þyrfti að greiða 200 krónur í virðisaukaskatt þegar á hafnarbakkanum. Þá væru Norðmenn íhaldssamir í klæða- burði, allt að 5 árum á eftir Svíum í tízkunni. Að vísu væri kaupgeta fólks að vaxa og yrði meiri eftir því sem á- hrifa olíunnar gætti meir. Þetta mættu íslenzk útflutn- ingsfyrirtæki hafa í huga og gera sameiginlegt átak til að kynna vö.rur sínar í Noregi í framtíðinni. Ef verðin væru fastákveðin, lánamöguleikar fyrir hendi og varan af- greidd á réttum tíma mætti vinna markað fyrir hana. Sjálfur kvaðst Klemenz bjart- sýttn á rekstur síns eigin fyr- irtáekis. Veltan var um hálf milljón norskra króna í fyrra og hafði þá tvöfaldazt á einu ári. Hann ætlar að tvöfaida hana aftur á þessu ári. NÝ VERZLUN MEÐ ÍSLENZKAR VÖRUR. Islendingen heitir nýleg verzlun í Osló, sem er staðsett í Dronningens gate skammt frá Stórþingshúsinu. í upplýs- ingapésa, litprentuðuin, sem verzlunin hefur gefið út segir, að þetta sé sérverzlun með sér- kennilegar íslenzkar vörur, sem seldar séu á aðgengilegu verði. Það er ung kona að nafni Ingrid Berg, sem rekur þessa verzlun en hún hefur notið til þess aðstoðar Þor- björns Sigurðssonar og knnu hans, en Þorbjörn hefur sta.rf- að hjá norska útvarpinu und- anfarið í leyfi frá Ríkisútvarp- inu hér heima. Ingrid var í Reykjavík, þegar við dvöld- umst í Osló og það var Þor- bjö.rn, sem sýndi okkur verzl- unina. Hún er nú til húsa í lítt áberandi húsakynnum inni í sundi en til stendur að flytja hana fljótlega og hefur jafn- vel komið til tals að hún fengi inni í nýrri stórbyggingu Fæll- esbanken. í viðtali, sem birt- ist nýlega í norsku blaði sagð- ist Ingrid hafa fengið hug- myndina að þessu í verzlun á Keflavíkurflugvelli. Þegar henni var litið á vö.rurnar, sem þar voru á boðstólum, hefði hún slegið föstu að setja upp verzlun með þær í Osló. Þeg- ar heim kom, hafði hún sam- band við Olav Thon, sem er frægur umsvifamaður í Osló og á orðið hálfan miðbæinn þar í borg. Hún spurði hann, hvo.rt húsnæði fyrir verzlunina væri fáanlegt og flutti skömmu síðar inn á Dronning- ens gate. FYRIR VENJULEGA NEYTENDUR. Þetta hljómar allt mjög ein- falt en það var í maí, sem Ingrid var á íslandi og í sept- ember opnaði verzlunin, þann- ig að undirbúningstíminn var talsverður. Hann var notaður til að mála og standsetja verzl- unina en til þess naut hún að- stoðar fjölskyldu sinnar og vina. Árangurinn er ágætur og verzlunin mjög vinaleg og smekklega frá gengin. Það eru aðallega prjónavö.rur, káp- ur og peysur, ullargarn og keramik, sem verzlunin selur. FV 12 1975 45

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.