Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1975, Qupperneq 49

Frjáls verslun - 01.12.1975, Qupperneq 49
Olíuævintyri: IVorðmenn verða sjálfum sér nógir um olíu þegar á næsta ári Enn meira oliumagn en það, sem þegar hefur fundizt, kann að leynast norðan 62. breiddargráðu Það var árið 1962 að fyrsta olíufélagið sneri sér til norsku ríkisstjórnarinnar og óskaði heiin- ildar til að leita eftir olíu á norska landgrunninu. A þeim tíma var ekki hægt að gefa ákveðin svör í fljótu bragði vegna þess að lagalegar hliðar málsins og önnur vandamál því sam- fara höfðu ekki verið gaumgæfilega atliuguð. Dvölin á borpöllunum getur verið ströng. Óveður geysa oft á Norðursjónum, 160 km. vindhraði þekkist þar. Áhafnir pallanna vinna tvær vikur um borð og fá svo jafn langt frí í landi. í maí 1963 lýsti Naregur yf- ir fullum yfirráðarétti yfir landgrunninu með tilliti til leitar að náttúruauðlindum og nýtingu þeirra. Þessum yfir- ráðum var lýst í samræmi við alþjóðalög eins og fyrir var mælt í niðurstöðum hafréttar- ráðstefnunnar í Genf 1958 og áttu þau að ná að miðlínu varðandi yfirráð nágranna- landanna. Noregur náði sam- komulagi við Breta og Dani árið 1965 um það, hvar þess- ar miðlínur skyldu dregnar, og við Svía árið 1968. Átti þetta við hafsvæðið sunnan 62. breiddargráðu. MIKIÐ EFTIR ÓRÁÐ- STAFAÐ. Landgrunninu sunnan 62. breiddargráðu skipti norska stjórnin svo árið 1965 í 315 skika og fyrstu olíuframleiðslu- leyfi voru veitt í apríl 1965 og náðu til 78 skika, 14 var úthlutað 1968, einum 1971, og 33 1973 og átta 1974. Næstum tveim þriðju þessara skika hefur enn ekki verið ráðstafað og á það einnig við um svæðið norðan 62. breiddarg.ráðu. FYRSTI FUNDURINN 1968. Fyrsta jarðgasið fannst á Cod-svæðinu árið 1968. Gas hafði fundizt á 22 stöðum í árslok í fyrra en mest munaði um olíu- og gaslindirnar á Ekofisk-svæðinu 1970, gasið á Frigg-svæði 1971 og olíu og gas á Statfjord-svæði 1974. Fyrsta olían var unnin á Ekofisk-svæðinu í júní 1971. í árslok 1976 verður fram- leiðslan komin fram yfir þörf Norðmanna sjálfra fyrir olíu, um 10 milljón tonn, og olíu- magn til útflutnings mun auk- ast jafnt og þétt upp frá því. Árið 1978 er gert ráð fyi'ir að framleiðslan verði 48 milljón tonn af olíu og 27000 millj. rúmmetrar af jarðgasi, sem svarar til 22-23 milljón tonna af olíu. Fyrstu olíuleyfin á árunum 1965 til 1969 voru veitt fyrir- tækjum, sem hin stóru alþjóð- legu olíufélög réðu, en norska ríkið áætlaði sér sjálfu aðeins lítinn eignarhluta frá 5% til 17%. En síðan 1972, þegar hið opinbera fyrirtæki Statoil var myndað, hefur þátttaka ríkis- ins o.rðið æ meiri. Statoil hef- ur eignazt 50-75% í hverju þeirra fimm leyfa, sem síðast var úthlutað. Fyrirtækið á 50% í Statfjord, sem eru stærstu lindirnar, er fundizt hafa til þessa, en þar munu vera 270 milljón tonn af olíu og 50.000 millj. .rúmmetrar af gasi. OLÍUGRÓÐINN. Við beina eignaraðild Stat- oil bætist svo það, að norska ríkið hefur tekjur af sköttum FV 12 1975 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.