Frjáls verslun - 01.12.1977, Síða 7
Mikillar gremj.u gætir í
herbúðum Framsóknar-
manna í Reykjavík vegna
hins opinbera bandalags,
sem fjórir menn á fram-
boðslista til prófkjörs
hafa myndað saman, þar
af einn ráðherra og for-
maður þingflokks Fram-
sóknar. Framsóknarmenn,
sem ekki vilja una þessu,
benda á að í prófkjöri hjá
öðrum lýðræðisflokkum
myndu þátttakendur í
slíkum klíkum og kosn-
ingabandalögum verða
kolfelldir. Þeir hinir
sömu óttast þó að for-
ingjavaldið sé svo mikið
í Framsóknarflokknum að
ekki verði hægt að veita
bandalagsmönnum eðli-
lega ráðningu, bó að uppi
sé skipulögð samstarfsemi
um að gera svo.
Arnarflug heldur uppi
gróskumikilli starfsemi í
vetur. Fyrir nokkru var
skýrt frá því að menn
Amins í Uganda hefðu
verið að abbast upp á
flugvél Arnarflugs, sem
stundar leiguflug fyrir
ríkisflugfélagið í Kenya.
Þar til fyrir nokkru ráku
Uganda, Kenya og Tanz-
ania saman flugfélag en
þau tvö síðastnefndu
töldu sér félagsskapinn
ekki samboðinn og slitu
félaginu. Síðan hefur Ken-
ya verið að byggja upp
sjálfstætt félag og notið
til þess stuðnings erlendra
félaga eins og Arnarflugs.
sem leigir félagi þeirra
flugvélar. Þegar á heild-
ina er litið mun nýting á
flugvélum Arnarflugs í
vetur vera öllu betri en
á millilandaflugvélum
Flugleiða og er það at-
hyglisverður árangur á
tiltölulega stuttum tíma.
Samband íslenzkra sam-
vinnufélaga hefur áhuga
á að efla framleiðslustarf-
semi sína á höfuðborgar-
svæðinu. Sambandið er
aðili að félagsskap sam-
vinnufélaga á Norður-
löndum en þau hafa m.a.
sett á stofn verksmiðjur
til að framleiða ýmsar
neyzluvörur, sem á boð-
stólum eru í smásölu-
verzlunum kaupfélaga
um öll Norðurlöndin.
Sambandinu mun hafa
staðið til boða að koma
upp slíkri framleiðslu fyr-
ir tilstuðlan Norðurlanda-
samtakanna, ef unnt væri
að sýna fram á bag-
kvæmnina í slíku fyrir-
komulagi. Hafa mál þessi
verið til athugunar og
virðast möguleikar vera
opnir á samstarfi af þessu
tagi.
Hjá tollinum hefur ver-
ið til meðferðar mál, er
snertir innflutning á veg-
um prentverks í höfuð-
borginni. Fluttir voru inn
tölvuheilar vegna setning-
ar fyrir offsettprentun og
komu þeir til landsins ó-
samsettir. Voru skráðir
tveir slíkir heilar í öllum
fylgiskjölum en þegar
dótið var sett saman urðu
heilarnir þrír talsins.
Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum hjá tollinum
er til athugunar, hvort
höfða beri mál vegna
þessa eða láta duga að
innheimta toll af ,,auka“-
heilanum.
Skýrsla um rekstur
Skipaútgerðar ríkisins
mun hafa verið samin ný-
lega og birt fjárveitinga-
nefnd Alþingis til upplýs-
ingar. Efni skýrslunnar
hefur ekki verið gerf op-
inbert en sagt er að margt
athyglisvert komi fram
um rekstur bessa ríkisfyr-
irtækis í henni. Eitt, sem
sérstaka athygli hefur
vakið er yfirvinnukaupið,
sem áliafnir á strand-
ferðaskipunum fá en
það á rætur að rekja til
viðkomu skipanna á höfn-
um úti á landi á liinum
ýmsu tímum sólarhrings-
ins. Hafa 0—7 milljónir
verið nokkuð algeng árs-
laun manna á skipunum,
eftir því sem blaðið hef-
ur fregnað.
í Háskóla íslands fer
fram kennsla í nútima-
bókmenntum, sem einn af
róttækari bókmennta-
fræðingum vorum annast.
Hafa stúdentar átt þess
kost m.a. að njóta leið-
sagnar fræðimannsins í
samanburði á kveðskap
Tómasar Guðmundssonar
og Megasar. Og ekki er
að spyrja að því, að Meg
as hefur vinninginn sem
skáld samkvæmt útlistun
,sérfræðingsins“ í nútíma-
bókmenntum!
FV 12 1977