Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1977, Síða 13

Frjáls verslun - 01.12.1977, Síða 13
Vestmannaeyjar: Einn fimmti hluti bæjarins tengdur við hraunveituna Búast má við nægilega heitu vatni úr hrauninu í 15 — 20 ár Þótt mestum hluta uppbygging'arstarfsins í Eyjum sé lokiS eru framkvæmdir stöðugar og miklar bæði á vegum bæjarfélagsins og einstaklinga. Már Karlsson er annar tveggjai bæjart'æknifræð- inga í Vestmannaeyjum og svarar hér nokkrum spurningum um framkvæmdir og athafnalíf i Eyjum. saman við hana. Nú höfum við afturámóti náð í gufu sem er sjálfstreymandi, um 95 °C heit og mjög mettuð. Þetta er salt- vatn eða sjór sem er að gufa Már Karlsson, bæjartæknifræðingur í Vestmannaeyjum. F.V.: — Hvaða framkvæmdir eru í gangi þessa stundina? M.K.: — Það er fyrst og fremst hitaveitan sem öllu held- ur gangandi þessa stundina. Segja má að framkvæmdir bæj- arfélagsins séu komnar í nokk- uð fastar skorður eftir það a- stand sem rikti um og uppúr 1974 þótt enn sé hér óvenjulega mikið að gerast miðað við önn- ur bæjarfélög af svipaðri stærð. F.V.: — Hvað er hitaveitan stór í sniðum, gætirðu nefnt okkur einhverjar tölur til glöggvunar? M.K.: — Það var byrjað á þessum framkvæmdum snemma árs 1975. Þá var lagt dreifikerfi í nýja bæjarhlutann, sem byggður var eftir gos, Vestur- bæinn, en þar var lagt í öll hús og aflþörfin þar er nú um 2 megavött, en inni í því eru bæði sundlaugin og dvalar- heimili aldraðra. Á miðju ári 1976 var lagt minna kerfi hér austurfrá, en aflþörf þess er um 1 megawatt. Sú hitaveita kemur frá hrauninu. Kerfið sem lagt var í Vesturbæinn hef- ur verið kynt með olíu fram á þennan dag, það er svokölluð fjarvarmaveita. Nú er búið að leggja stofnlögn ofan af hrauni og að stað rétt fyrir ofan kirkj- una, en þar verður dælu- og kyndistöð fyrir allan bæinn. Einnig er búið að leggja þaðan stofnlögn vestureftir bænum og verður hún tengd inn í stað olíukyndingarinnar auk þess sem hluti gamla bæjarins mun fá heitt vatn úr henni. Stefnt er að því að hraunveitan nái til allra húsa í bænum þótt ekki sé fyrirliggjandi fram- kvæmdaáætlun fyrir það verk í heild, enda gengur eitthvað erfiðlega að fá fjármagn til framkvæmdanna. Nú má því segja að búið sé að leggja dreifi- kerfi og tengja um Vs hluta bæjarins við hraunveituna. F.V.: — Er þessi hraunhita- veita ekki einsdæmi í heimin- um? M.K.: — Jú það mun hún vera enda hefur ekki verið reynt að finna neina fyrirmynd til að styðjast við. Það eru einn- ig nokkur tæknileg vandamál óleyst enn í sambandi við hita- veituna, t.d. er gufan úr holun- um hér næst bænum illvirkj- anleg vegna þess að hún er mjög heit, eða allt að 170°C, og vegna þess hve mikið loft er upp. Þessa gufu er auðvelt að virkja. Síðan höfum við dælt vatni niður í borholur í nýja hrauninu og hefur það gefist mjög vel. Það verður án efa framtíðin í hitaveitunni hérna. enda getum við þá valið heit- ustu svæðin og nýtt þannig jarðvarman betur. EKKI Á EINU MÁLI UM ENDIN G ARTÍM A F.V.: — Nú hafa ýmsir velt því fyrir sér hve lengi þessi jarðhiti í hrauninu komi til með að haldast, hvað segið þið um það? M.K.: — Það eru nú skiptar skoðanir um það. Raunvísinda- stofnun Háskólans hefur haft það mál til meðferðar og þeir hafi látið hafa eftir sér að hraunhitaveitan gæti treyst á hraunvarmann í a.m.k. 15—20 FV 12 1977 13

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.