Frjáls verslun - 01.12.1977, Qupperneq 14
ár. Við vonum að sjálfsögðu að
sá tími verði miklu lengri.
F.V.: — Það fer ekki fram
hjá neinum að þið standið í
talsverðri gatnagerð.
M.K.: — Það er rétt, mikið
var malbikað hér í sumar og
hefur verulegur hluti þess
verks verið endurlagning á
gamlar götur. Hluti eldri gatna
hefur verið lagður nýju slitlagi
eða nálægt 50% af slitlagi
þeirra endurnýjað. Eldri göt-
urnar hrundu niður í gosinu og
á meðan á hreinsunarfram-
kvæmdunum stóð og voru víða
orðnar mjög illa farnar.
F.V.: — Hvað geturðu sagt
okkur af byggingariðnaðinum
hér í Eyjum?
M.K.: — Byggingarfram-
kvæmdirnar hafa skiljanlega
verið mjög miklar hérna að
undanförnu. Þó má segja að frá
miðju síðasta ári hafi ríkt hér
nánast eðlilegt ástand í bygg-
ingariðnaði og ekki verið verk-
efnaskortur. Þó 'hefur maður
merkt þá breytingu á síðast-
liðnu einu og hálfu ári eða svo,
að mun meira hefur hlutfalls-
lega verið byggt af atvinnuhús-
næði hér í Eyjum en áður.
F.V.: — Hvemig er eftir-
spurn háttað eftir byggingar-
lóðum, er hún meiri en fram-
boðið?
M.K.: — Það má segja að við
gerum meira en að anna eftir-
spurninni því við höfum einar
50 lóðir klárar með lögnum og
öllu tilbúnar til út'hlutunar.
Ástæðan fyrir þessu er fyrst og
fremst sú að þegar bærinn var
hreinsaður á sínum tíma var
vikri ekið og dreift yfir mjög
úfið hraun sem þannig varð
ákjósanlegt byggingarsvæði.
LÍTT ÞOKAST MEÐ
DRÁTTARBRAUTINA
— F.V.: — Rétt fyrir gos stóð
til að setja hér upp dráttar-
braut. Hvað hefur gerzt í því
máli síðan?
M.K.: — Fyrir gos hafði all-
ur tækjabúnaður fyrir dráttar-
brautina verið fluttur hingað
út. Alit var þetta flutt til meg-
inlandsins í gosinu en hluti
þess er nú komið aftur hingað.
Það hefur mikið verið unnið
að þessu máli. Eins og er þá
mun standa á fjármagni til þess
að hrinda þessari dráttarbraut
í framkvæmd. Ráðgert er að
bæta í dráttarbrautina sleðum
þannig að hún geti tekið upp
minni skuttogara eins og við
erum með hérna. Það segir sig
sjálft að þetta er mikið hags-
munamál fyrir bæjarfélagið að
takast megi sem fyrst að byrja
á dráttarbrautinni, bæði með
tilliti til útgerðarrekstursins og
ekki síður í atvinnulegu tilliti.
VIKURÚTFLUTNINGUR ENN
Á BIÐLISTANUM
F.V.: — Það var talsvert rætt
um þáð á sínum tíma að miklir
möguleikar væru á útflutningi
gjalls og vikurs frá Eyjum?
M.K.: — Já það er rétt. Á
tímabili virtist það mál vera
komið á rekspöl. Eitthvað tókst
þó óhönduglega til því þegar
ekkert virtist vera eftir nema
að skrifa undir sölusamninga
fór allt út um þúfur. Nú eru
hinsvegar innlendir aðilar að
kanna þetta mál með hugsan-
lega hagnýtingu fyrir augum.
F.V.: — Hvaða aðila.r eru
það?
M.K.: — Ég man nú ekki í
svipinn hvað fyrirtækið heitir,
gott ef ekki Jarðefnaiðnaður hf.
Það er Ingólfur Jónsson á
Hellu sem hefur verið einn af
hvatamönnum þess og við von-
um að út úr þessu komi ein-
hverjir möguleikar.
F.V.: — Maður er alltaf að
taka eftir því betur og betur
hvílíkur fjöldi barna er hér í
Eyjum. Þurfið þið ekki að auka
skólahúsnæðið af þeim völd-
um?
M.K.: — Sú þörf er stað-
reynd og nú er að komast af
hönnunarstiginu ný skólabygg-
ing, sem kemur til með að
verða í nýja Vesturbænum.
Það verður barnaskóli og kem-
ur hann til með að leysa af
hólmi bráðabirgða hús með
tveimur litlum skólastofum
sem nú er notað í þeim 'hluta
bæjarins.
IMýiðnaður:
Alsteyping
í stórum
stíl innan
skamms
„Telja má, að í byrjun
næsta áratugs hef jist álsteyp-
ing í stórum stíl hér á landi,
og innan 10 ára verði stofn-
sett völsunar- og þrýstimót-
unarver“, segir Ragnar Hall-
dórsson forstjóri ísals í ný-
útkomnu starfsmannablaði
áiversins.
í grein Ragnars kemur
fram að á síðasta sumri hafi
komið til landsins á vegum
Iðnþróunarstofnunar þýzkur
sérfræðingur í álsteypu.
Hlutverk hans var að koma
með tillögur um, hvernig úr-
vinnslu áls yrði bezt háttað
hér á landi. Hann mun ekki
hafa skilað skýrslu um at-
huganir sínar, en heyrzt hef-
ur að hann sé bjartsýnn á,
að hér sé unnt að auka ál-
steypingu verulega. Fyrsta
ve kefnið gæti orðið að
steypa álnetakúlur fyrir
fiskiskipaflotann, sem notar
um það bil 80.000 stk. á ári,
þannig að þar yrði um
nokkra fjöldaframleiðsllu að
ræða.
ÍSAL AÐSTOÐAR VIÐ
ÚRVINNSLU ÁLS
í aðalsamningi um áliðju-
verið milli rkisstjórnarinnar
og Alusuisse er gert ráð fyr-
ir því, að Alusuisse og ÍSAL
muni aðstoða íslenzka aðila
við þróun úrvinnslu áls á
íslandi, bæði með tækni-
framlagi og fjárhagslegri
þátttöku. ÍSAL hefur fullan
hug á að verða áfram í far-
arbroddi iðnþróunar á ís-
landi og taka þátt í úr-
vinnslu áls, þegar það telst
hagkvæmt, segir Ragnar.
fslendingar nota árlega um
það bil 8 kg. af áli á mann
samanborið við 10—20 kg á
öðrum Norðurlöndum.
14
FV 12 1977