Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1977, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.12.1977, Blaðsíða 37
Ein af nýbyggingum Háskóla íslands, sem hýsir starfsemi raun- vísindadeildarinnar. um eitthvað svipað mætti nefna úr öðrum greinum. Teljið þér þetta æskilega þróun? Rektor: — Ég hef verið hlynntur því, að heilbrigðis- greinarnar séu allar kenndar á háskólastigi, en mér er ljóst, að það er umdeilanlegt, og um- deilt. Þjóðfélaginu er ekki síð- ur nauðsynlegt að hafa vel menntað hjúkrunarfólk, sjúkra- þjálfara og aðstoðarfólk í rann- sóknastofum heilbrigðisgreina en vel menntaða lækna og lyfja- fræðinga. Hins vegar má til sanns vegar færa, að aðrir hæfi- leikar en þeir, sem stúdents- prófið byggist á, séu hvað nauð- synlegastir því fólki ,sem við hjúkrun fæst. Slíkt er gott að hafa í huga, þegar stúdents- próflaus hjúkrunarkona sækir um inngöngu í Háskóla íslands. Varðandi þá staðhæfingu, að flutningur nýrra námsbrauta upp á háskólastig hækki launa- kostnað þjóðfélagsins, vil ég segja þetta: Kjarasamningar og kjara- dómar taka orðið of mikið tillit til námslengdar, jafnvel svo að við skipulagningu náms er far- ið að lengja það án tillits til hagnýts gildis til þess að koma mönnum upp um launaflokk. Ég tala ekki fyrir munn há- skólamenntaðra manna yfirleitt í þessu sambandi, en tel mér skylt að tjá hug minn um þetta efni, þegar það kemur upp á yfirborðið. F.V.: — Er það rétt, að fólk komi úr menntaskóla með lak- ari árangri og verr búið undir háskólanám en það gerði fyrir einum eða tveimur áratugum. Hefur námsárangur á undirbún- ingsstiginu orðið stöðugt lakari með árunum, þannig að há- skólakennarar verði þessa varir í starfi sín,u með nemendum? Rektor: — Margir skólastjór- ar og háskólakennarar halda þessu fram og telja sig geta fært að því rök. Því er líka oft haldið fram, að slíkt sé eðlilegt, þegar vaxandi hundraðstala hvers árgangs sækir í skólana. Sjálfur vil ég ekki kveða upp neinn dóm í þessu máli. Til þess skortir mig óyggjandi upp- lýsinar og hef raunar ekki gert tilraun til að verða mér úti um þær. F.V. — Hverju er spáð um aðsókn að háskólanámi á kom- andi árum og hvaða gögn liggja fyrir um áætlaða þörf samfé- lagsins fyrir háskólamenntað fólk? Liggja fyrir spár um þessa þörf í einstökum grein- um? Rektor: — Ýmsar meira og minna sundurlausar kannanir hafa verið gerðar á þörf sam- félagsins fyrir háskólamenntað fólk í ýmsum greinum, en ég held, að þær segi okkur ekki mjög mikið flestar hverjar. Bæði er það, að breytingar eru svo örar, að þarfasamsetn- ing þjóðfélagsins að þessu leyti verður vafalaust allt önnur eft- ir 10 ár en við höldum í dag, og eins hitt, að stéttahagsmuna sérfræðinga kann að gæta í þeim spám, sem gerðar eru af þeim sjálfum. Ég lít svo á, að það sé frem- ur hlutverk stjórnvalda en há- skólans að gera slíkar kannan- ir, en stjórnvöld þurfa vafalít- ið að kveðja sérfræðinga til slíkrar vinnu. Margs konar yfirlit hafa ver- ið samin og spár gerðar um væntanlega aðsókn að námi við Háskóla íslands. Nú eru við nám í Háskóla íslands 2800—2850 manns, nokkurn veginn jafnmargir og um þetta leyti í fyrra og lítið eitt fleiri en um þetta leyti í hitteðfyrra. Því er ekki að leyna, að marg- ir forráðamenn Háskóla fslands eru ánægðir með það, að að- sókn að háskólanámi virðist ekki hafa aukizt að neinu ráði síðan 1975, þó að aðgangstak- mörkunum hafi ekki verið beitt svo að umtalsvert sé. Nemendur við Háskóla ís- lands eru nú 300 færri en gert var ráð fyrir i spá um stúdenta- fjölda við Háskóla íslands fyrir örfáum árum. Spáin náði fram til næstu aldamóta, þegar reiknað var með, að um 4200 stúdentar yrðu við nám í skól- anum. Gert er ráð fyrir örum vexti fram til 1982, þegar stúd- entafjöldinn er áætlaður um 3700 miðað við 1900 árið 1971, en síðan er ekki gert ráð fyrir neinni aukningu, eða jafnvel fækkun næstu 10—15 árin, m. a. vegna hinnar miklu lækkun- ar fæðingartölu hér á landi eft- ir 1960. F.V. — Hvað kostar rekstur Háskóla Islands og hverjir eru helztu kostnaðarlið'irnir? Hvað eru starfsmenn hans margir? Rektor: — Á fjárlögum árs- ins 1978 er gert ráð fyrir því, að rekstur Háskóla fslands muni kosta tæplega 1500 millj- ónir króna. Þá eru ekki með- FV 12 1977 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.