Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1977, Síða 41

Frjáls verslun - 01.12.1977, Síða 41
Rektor: — Samkvæmt kjara- dómi eru meginreglur þær, að 40—60% vinnutima kennara skal verja til kennslu, prófa og stjórnunarstarfa. Um mat kennslu til vinnutíma setti há- skólaráð reglur 29. nóvember 1973, og hlutu þær staðfestingu stjórnvalda. Þær eru i 12 lið- um. Sérstök nefnd á vegum há- skólaráðs undir forsæti háskóla- ritara fylgist með áætlunum kennara um þessa vinnu fyrir- um og sérfræðingastofnana há- skólans á þessu tímabili. F.V.: — Hefur háskólinn sett reglur um lágmark nemenda- fjölda í einstökum greinum til að kennslu verði haldið uppi í þeim? Hvað eru margir í fá- mennustu hópunum, sem kenn- arar háskólans verja tíma sín- um með nú? Rekít'or: — Nei. Reglur um lágmarksfjölda hafa ekki ver- ið settar. Sennilega eru svona Ekki hafa verið settar reglur um lágmarksfjölda í einstökum greinum svo jiær séu kenndar. I sumum tilfellum eru 3 nem- endur í tímum hjá háskólakennurum. fram, sem kemur að verulegu leyti fram i kennsluskrám, og ennfremur uppgjöri eftir á, sem lagt er til grundvallar, áð- ur en yfirvinnugreiðslur eru endanlega ákveðnar. Eftirlit með fullnægingu rannsóknaskyldu er erfiðara, enda rannsóknastörfin margvís- leg. Á vegum einstakra deilda er þó reynt að fylgjast með á- ætlunum kennara um rann- sóknavinnu, sem lagðar eru fram við fjárlagagerð og birt- ir eru bæklingai* um rann- sóknirnar eftir á. Verkfræði- og raunvísindadeild hefur gefið gott fordæmi í þessum efnum. Öðru hvoru kemur út rit- verkaskrá háskólakennara og í Árbók Háskóla íslands fyrir fyrra rektorstímabil mitt 1973 til 1976, sem kemur út í þess- um mánuði, er að finna yfirlit yfir rannsóknir og fyrirlestra háskólakennara í öllum deild- 3—6 í fámennustu hópun- um, einkum í endurtekinni verkkennslu í sumum greinum raunvísinda og einnig á þröng- um sviðum hugvísinda, og þá er oft kennt inni á kennaraher- bergjum, ef þau eru nægilega stór. Vel kæmi til álita að setja strangari reglur um lágmarks- aðsókn í einstakar greinar, ef þær eigi að kenna. Hver deild beitir nú sínurn eigin reglum í þessu tilliti, en háskólinn hef- ur ekki sett neinar almennar, samræmdar reglur. F.V. — Er til athugunar að fjölga námsgreinum við’ háskól- ann, og hvaða greinar koma þá helzt til álita? Rektor: — Nei. Ekki í bili. Á síðustu árum hefur m.a. ver- ið bætt við hjúkrun, sjúkra- þjálfun, tölvunarfræði, mat- vælafræði og endurskoðun. Ó- afgreidd eru nefndarálit um fjölmiðlun og félagsráðgjöf að minnsta kosti. Þegar harðna tók á dalnum með fjárveitingar fyrir 1 eða 2 árum, fannst mér rétt, að há- skólinn færi sér hægt í nýjung- um í bili, en reyndi þá frek- ar að hlúa að því, sem fyrir er. Mér finnst nú mjög aðkall- andi, að aukið samstarf takist með Háskólu íslands og öðrum æðri mennta- og rannsókna- stofnunum og er ég reiðubúinn til að beita mér fyrir því, ef áhugi er á því annars staðar. Nefni ég sérstaklega Kennara- háskóla íslands, Bændaskólann á Hvanneyri, framhaldsdeild, og Tækniskóla íslands auk rannsóknastofnana atvinnuveg- anna. Að lokum get ég ekki stillt mig um að nefna það, að æski- legt væri að koma upp hlið- Námsaðstaða stúdenta hefur batnað mikið á síðustu ár,um. stæðri námsbraut og er við há- skólann í Tromsö í sjávarút- vegsfræðum, þar sem blandað er saman sjávarlíffræði, rekstr- arhagfræði sjávarútvegsins og tæknifræði sjávarútvegsins. Á- skilin er allvíðtæk starfsreynsla til að komast í slíkt nám. Þeg- ar ég heimsótti háskólann i Tromsö árið 1974 varð ég hrif- inn af þessari námsbraut. Nú eru fyrstu íslendingarnir þar við nám og a.m.k. einn íslenzk- ur kennari. FV 12 1977 41

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.