Frjáls verslun - 01.12.1977, Qupperneq 61
myndastofu KM. Þar er prýði-
leg aðstaða fyrir teiknistofu,
skrifstofu, kvikmyndastúdíó, og
auglýsingadreifingu. Árið 1969
kom Ólafur Stephensen M. Sc.
til starfa fyrir Argus. Ólafur
hafði numið Public Relations og
fjölmiðlunartækni í Bandarikj-
unum. Þröstur Magnússon
stofnsetti eigin teiknistofu ár-
ið 1971, og hafa Hilmar og Ól-
afur rekið Argus sameiginlega
síðan.
STA RFSMENN 12 AÐ TÖLU
í dag starfa 12 manns að aug-
lýsingagerð, umbúðahönnun,
myndskreytingum, áætlana-
gerð, almannatengslum og upp-
lýsingadreifingu á vegum Arg-
usar. Starf þeirra er miklu víð-
tækara en hin raunverulega
gerð auglýsinga, þar sem fyrir-
tækið hefur um árabil séð um
hvers kyns fjölmiðlun fyrir við-
skiptavini sína. Þá hefur Argus
haft forgöngu um ýmsar til-
raunir til að breikka almennan
auglýsingavettvang hérlendis,
m.a. með strætisvagnaauglýs-
ingum, auglýsingakvikmyndum
i kvikmyndahúsum, dreifibréf-
um, o.fl. Hefur stofan þar notið
góðs af samvinnu við Kristján
Magnússon, Ijósmyndara, og
kvikmyndafélagið Sögu h.f.
Verkefni á sviði markaðskann-
ana og rannsókna eru unnin i
samvinnu við Hagvang h.f.
KVIKMYNDIR f LIT
Undanfarin ár hefur Argus
lagt áherslu á gerð auglýsinga-
kvikmynda. Kvikmyndagerð
Argusar er búin fullkomnum
tækjum í eigin stúdíósal. Argus
hefur sennilega gert flestar aug-
lýsingakvikmyndir hérlendis.
„Við höfum staðið að bæði þeim
góðu og þeim slæmu“, segja
starfsmenn Argusar. „En við
höfum reynt að gera sjónvarps-
auglýsingar, sem selja vöruna,
sem er auglýst. Það er verkefni
annarra að sjá sjónvarpsáhorf-
endum fyrir skemmtiefni.“ Arg-
us gerir nú auglýsingakvik-
myndir í lit enda er þess
skammt að bíða að sjónvarpið
fari að sýna litaauglýsingar.
Atvinnurekendur.
V erslunar eigen dur.
Hringið til okkar og
við munum senda
ykkur
KLEINUR
Og
FLATKÖKUR
strax.
FLATKÖKUR
Magn: 2 stk. Innihald: Rugmjöl,
heilhveiti, hveiti, feiti og salt.
Bakarí
Friðriks Haraldssonar sf
Káranesbraut 86, Kópavogi 9 A13 01
BAKARI
FRIÐRIKS
HARALDSSONAR
Kársnesbraut 96,
Kópavogi.
Sími 41301.
MATSTOFA
MIÐFELLS
Atvinnurekendur
starfshópar
Við bjóðum betri þjón-
ustu við úflsendingar á
mat en þekkst hefur
áð.ur hér á landi.
Við skömmtum matinn
í einangraða bakka,
sem halda matnum heit-
um í að minnsta kosti
2 klst.
Við þorum að fullyrða,
að þetta sé heppilegasta
lausnin við útsendingu
á mat.
• -------
Matstofa
Miðfells sf.
Funahöfða 7 - Reykjavík.
Símar: 31155 - 84939.
FV 12 1977
61