Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1979, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.10.1979, Blaðsíða 49
Scancoming aö útvega viðskipta- vinum sínum hótelpantanir í London. Að sögn Veikko eru það um 50 hótel, sem fyrirtæki hans hefur reglulega samband við, mis- munandi dýr. Getur hann séð um pantanir á þeim eftir óskum við- skiptavinanna. Það er mjög mismunandi hvað viðskiptavinir Scancoming dvelj- ast lengi í London. Sumir eru aðeins yfir helgi, aðrir í viku og nokkrir í heilar þrjár vikur. Þeir ferðast ýmist í hópum eða sem einstaklingar. Einstaklingar geta fengið alla þessa þjónustu ekki síður en þeir, sem ferðast í hóþum. Sklpuleggja heimsóknir fyrir starfshópa Til viðbótar þeim möguleikum, sem þegar hafa verið upp taldir af þjónustu Scancoming má nefna sérstaka fyrirgreiðslu við starfs- mannahópa eða fagfólk, sem vill eiga kost á að kynnast samsvar- andi starfsstéttum í Bretlandi. Þannig hefur Scancoming á síð- ustu árum annast milligöngu fyrir lækna, hjúkrunarfræðinga, bygg- ingaverktaka, lögregluþjóna, barnakennara, bændur, mjólkur- fræðinga o.fl. ,,Ef svona heimsóknir eiga að takast vel og allir eiga að vera hamingjusamir með þær, sem er jú fyrir mestu, verður að byrja að skipuleggja þær með að minnsta kosti þriggja mánaða fyrirvara", sagði Veikko. Viðbrögð við slíkum beiðnum af hálfu brezkra aðila eru yfirleitt mjög jákvæð en það þarf að gefa sér góðan tíma til bréfaskrifta við viðkomandi fagfélög. Starfshóp- arnir hafa mismunandi strangar dagskrár i þessum heimsóknum. Sumir biðja um tvær heimsóknir á dag i heila viku til sérstakra starfs- stöðva eða skoðunarferða og er Scancoming reiðubúiö til að taka skipulagninguna að sér ef nægur fyrirvari er gefinn. Slakað á í fimm daga ,,Mér lízt mjög vel á þessa hug- mynd og er viss um að hún á eftir að verða vinsæl heima", sagði Jónína Scott, leiðsögumaður hjá Scancoming og Samvinnuferðum, þegar við náðum tali af henni. Hún var þá nýkomin inn í borgina af Heathrow-flugvelli, þar sem hún hafði farið til móts við hóp af ís- lendingum, sem komnir voru til fimm daga dvalar í London. ,,Þessa fimm daga er hægt að nota til aó fara í búðir, skoða borgina, njóta góðra veitinga á matsölustöðum og taka þátt í menningarlífinu", hélt Jónína áfram. Hún bætti við að fótboltaleikir væru mjög ofarlega á vinsælda- listanum en það væri greinilegt að íslendingar kynnu að notfæra sér þennan tíma til aö slaka vel á. Margir eru að koma til London í fyrsta skipti á ævinni. Jónína sagði að það væri engan veginn jafnhagkvæmt að stunda búðaráp í London nú og var á ár- um áður. Þó væru vissar vöruteg- undir enn áberandi ódýrari þar en heima á íslandi, t.d. hljómplötur, ýmsar hreinlætisvörur og snyrti- vörur. Peysur, skyrtur, nærfatn- aður, sokkar og skólafatnaður á börnin er enn tiltölulega ódýrt í Marks & Spencer. Það þarf að þekkja London mjög vel nú orðið til að gera verulega góð kaup í öðrum fatnaði til dæmis. Hann heitir Veikko Kokkila og þegar hann kynnir sig með sinni sérkennilegu hrynjandi hljóta allir að sannfærast á augabragði um að þar sé Finni á ferð. En hvað er hann að gera í London og af hverju á Frjáls verzlun erindi við hann í heimsborg- inni? Jú, í stuttu máli sagt annast Veikko Kokkila einu skipulögðu ferðaþjónustuna fyrir íslendinga í London, en það gerir fyrirtæki hans í samstarfi við Samvinnuferðir. Meðal leiðsögumanna er Jónína Ölafsdóttir Scott. 49 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.