Frjáls verslun - 01.10.1979, Blaðsíða 69
Hér má sjá sýnishorn af fjölbreytni
ORA, á niðursoðnum matvælum.
Gamalgróið fyrir-
tæki, með fram-
leiðslu fyrir daginn
í dag.
Eitt elsta, og jafnframt stærsta
fyrirtæki Kópavogs er Ora, kjöt og
rengi h.f. Saga þess í Kópavogi
nær allt aftur til ársins 1952 en þá
flutti fyrirtækið starfsemi sína í
bæinn.
Fyrirtækið hefur smá aukið um-
svif sín í gegnum árin en eins og
flestir vita er starfssvið fyrirtækis-
ins að sjóða niður hverskyns mat-
væli. [ fyrstu var einungis soðið
niður grænmeti, pylsur og hvalkjöt
en fljótlega var fiski og fiskbúðingi
bætt við og að lokum síld og
gaffalbitum.
Árið 1972 var hafist handa við að
byggja þau húsakynni er nú hýsir
starfsemina, og var ekki ráðist á
garðinn þar sem hann var lægstur
því að húsnæðið er mjög vandað
og fullkomið að allri gerð og má
nefna að það stendst ströngustu
hreinlætiskröfur. Þá er til staðar
mötuneyti fyrir 100 manns en nú
starfa 60—80 manns hjá Ora h.f.
Húsið er um 3500 m að stærð.
Vélakostur Ora gæti afkastað
meiru heldur en nú er en forsvars-
menn fyrirtækisins hafa tekið þann
kostinn að jafna vinnunni niður á
allt árið. Framleiðslan er nokkuð
árstíðabundin og í því sambandi
má nefna að t.d. er grænmeti
unnið frá því seint um haust og
fram í febrúar, en þá tekur við
fiskur o.þ.h. fram á vor og í maí og
júní er ýmislegt súrmeti soðið
niður.
Ora framleiðir aðallega fyrir inn-
anlandsmarkað en þar sem hann
er bæði lítill og sveiflukenndur
hefur fyrirtækið beint augum sín-
um í æ ríkari mæli út fyrir lands-
steinana. Þannig er um 20% fram-
leiðslunnar flutt út í dag, aðallega
til Bandaríkjanna, Bretlands og
Danmerkur.
Forstjóri Ora er Tryggvi Jónsson
en framkvæmdastjóri er Magnús
Tryggvason.
Heimir og Lárus sf
Vesturvör 28 Kópavogi
Sími 43312
69