Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 2
Afangar Menn í nýjum stöðum. Fólk í fréttum. Stiklað á stóru Fréttir í stuttu máli. 10 Orðspor Óstaðfestarfréttir. Innlent 12 „Skattstjórum hefur verið fengið ó- hugnanlegt vald,‘‘ segir lögfræðingur um áætlun tekna á framteljendur í eigin atvinnurekstri. Kaup- menn ihuga að segja sig úr vistinni hjá vísitölufjölskyldunni. 17 Tæpum tveim milljörðum hefur verið veitt í bygginguna Húsi verzlunarinnar, sem risið hefur í hin- um nýja miðbæ Reykjavíkur var fagnað í lok september með reisugilli í bygging- unni. 20 Hafskip byrjar Ameríkusiglingar 22 Stjórn Lögmannafélags íslands am- ast við auglýsingum Lögheimtan hf. er nýtt fyrirtæki í Reykja- vík sem sérhæfir sig í innheimtu vanskila- skulda fyrir fyrirtæki, félög og einstakl- inga. 26 Módelsamtökin opna sal fyrir fata- sýningar. 29 Finnskirglermunir vekja athygli Skoðun 31 Skattlagning atvinnurekenda — lög eða ólög? Grein eftir Baldur Guðlaugsson, héraðs- dómslögmann. Að utan 36 Áratugur þróunar á olíusvæðum Norðursjávar 39 Pokafylli af vandamálum fyrir japanska bílaframleiðendur vegna nýrra reglna um öryggismál, sem í undir- búningi eru I Bandaríkjunum. 41 Ellefu sinnum fleiri starfsmenn en starfandi íslendingar American Telephone & Telegraph, stærsta fyrirtæki í heimi. 42 Starfsemi Olivetti hér Nýju skattalögin eru með framkvœmdinni ad sýna á sér ýmsar hliðar, sem mönnum hafa almennt ekki verið Ijósar fyrr en á reynir og álagningarseðlarnir liggja fyrir. Einn kafli þeirra, sem nú virðist stórlega gagnrýnisverður, er áœtlun tekna á menn í eigin atvinnurekstri og álagning skatta samkvœmtþeim. Lögmaðursagði við Frjálsa versl- un: ,, Með þessum lögum hefur skattstjórum í landinu verið veitt óhugnanlegt vald." Jón Jónsson er Reykvík- ingur á góðum aldri. Hann hefur um margra ára skeið rekið matvöruverzlun í Vesturbœnum. Fyrstu árin gekk reksturinn prýðilega og unnu þá tveir afgreiðsliimenn í verzluninni auk Jóns. En eftir því sem stórmörkuðum fjölgaði í Reykjavík og verzlunarhœttir breyttust fóru um- svifin að dragast saman hjá Jóni. Um aðstœður Jóns fjallar Baldur Guðlaugsson, héraðsdómslögmaður, í grein sinni „Skattlagning atvinnurekenda — lög eða ólög?“ SjáSkoðunábls. 33 ogennfremur Innlent, bls. 12. Um þessar mundir er Hús verzlunarinnar í nýja mið- bœnum í Reykjavík að verða fokhelt en fyrsta skóflu- stunga að húsinu var tekin vorið 1977. Enn er þó nokkru verki ólokið en gert er ráð fyrir að húsið verið afhent eigendum í október á nœsta ári. Pá verður húsið frágengið að utan og tilbúið undir tréverk að innan. Pað eru rúm átta ár síðan samlök og stofnanir verzlunarinnar tóku ákvörð- un um að reisa sameiginlega byggingufyrirstarfsemiþess- ara aðila. Stofnsamningur félagsins Hús verzlunarinnar var undirritaður í árslok 1974 en að þessum samningi stóðu: Verzlunarbankinn, Lífeyrissjóður verzlunar- manna, Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, Verzlunar- ráð Islands, Félag ísl. stórkaupmanna, Kaup- mannasamtök íslands og Bílgreinasambandið. Bls. 17. 4

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.