Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 9
Horfur eru á að stómiörkuðum á höfuðborgar- svæðinu fari heldur betur fjölgandi á næstunni. Þannig mun Vörumarkaðurinn hafa í hyggju að reisa stórhýsi á Seltjarnarnesi m. a. með það fyrir augum að hafa hann opinn fram eftir kvöldi og um helgar, þegar matvöruver/lanir eru lokaðar í Reykjavík. O. John- son & Kaaber munu hafa svipuð áform í Mosfells- sveit, og Hagkaup hefur tvær byggingarlóðir til ráð- stöfunar vegna nýrra stórmarkaða, önnur er í Hafn- arfirði en hin í Mjóddinni í Breiðholti. Þá hefur JL- húsið tilkynnt opnun matvörumarkaðs í húsakynnum sínum við Hringbraut. Viðskiptamönnum bankanna er farin að ofbjóða meðferðin á fyrirtœkjum varðandi rekstrarfé um nuin- aðamót, þegur skrúfað er fyrir greiðslu til atvinnu- rekstursins. Petta kemur sér afar illa þegar fyrirtæki eiga að greiða starfsmönnum sínum laun og þurfa á skammtíma aðstoð að Italda, sem jafnast út á stuttum tíma. Af þessu hljótast mikil vandrœði fyrir rekstr- araðila. En þeir telja ástæður bankanna hinar létt- vœgustu í samanburði við erfiðleikana, sem fyrirtœkin þurfa að ganga ígegnum. Menn segja nefnilega hlálegt að alltir atvinnurekstur í landinu sé settur í þessa klemmu vegna þess að bankastjórarséu að rembast við aðfáút eins fínar tölur i bókhaldi um h ver mánaðamót og áramót og þeir mögulega geta til þess að sýna drjúga innlánsaukningu, sem svo er fokin út i veður og vind strax á fyrstu dögum livers mánaðar og hins nýbyrjaða árs. • Mikillslagurernúfyrirsjáanlegurumstaðsetningu steinullarverksmiðju. Hugmyndir eru uppi um að reisa slíka verksmiðju á Sauðárkróki en einnig um að reisa hana í Þorlákshöfn. í báðum tilvikum er ætlunin að flytja út meirihluta framleiðslunnar, en ekki er enn fyllilega Ijóst hvort markaður er tryggur fyrir meira en 10 þúsund tonn af steinull. Á Sauðárkróki telja menn Sunnlendinga vera að seilast eftir þeirra hugmyndum. Sunnlendingar telja hinsvegar að það sé fásinna að ætla sér að reisa svo afkastamikla verksmiðju fjarri helstu mörkuðum fyrir einangrunarefni á Suðvestur- landi, og fjarri hel/tu umskipunarhöínum á sama svæði. Margir hafa átt þátt í að gera áætlanir um slíka verksniiðju, en erfitt mun að finna rök fyrir því að hún eigi að vera fyrir norðan, nema ef vera kynni vegna byggöaþróunar. Norðlendingar telja flutning til Reykjavíkur lítið vandamál, þar sem bæði flutninga- bílar og strandferðaskip fari tóin til Reykjavíkur utan af landi, en hætt er við að sú þjónusta þyrfti að kosta talsvert mikið. í þeiin átökum, sem framundan eru um þetta mál, eigast við annars vegar forystumenn á Sauðárkróki og þingmenn kjördæmisins, og hins- vegar Sunnlendingar undir forystu Ingólfs Jónssonar, fyrrum ráðherra. Og enginn skyldi gera þau mistök að halda að hann sé dauður úr öllum æðum, þó hann sé hættur þingmennsku. En það sem bæði Sunnlending- ar og Norölendingar eiga ómögulegt með aö kyngja er það, aö grunur leikur á að hagkvæmisathuganir hafi leitt í Ijós að verksmiðjan væri best komin í Reykja- vík. Hráefni er allsstaðar til, í Reykjavík er orka fyrir hendi, án nokkurra sérstakra ráðstafana, og þaðan sigla öll gámaskip, 11

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.