Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 19
Þýzka skipið Gustav Behrman verður þriðja fljótfermiskipið í siglingum fyrir Hafskip. Hin eru Selá og Borre. „Eimskip hefur ekki gott af einokunaraðstöðunni og við viljum veita aðhald/( segir framkvœmdastjóri Hafskips. mikið, ef frá væri talinn flutningur á vegum varnarliðsins en hins veg- ar færi flutningur á margs konar vöru frá Bandaríkjunum, eins og t. d. matvælum, mjög vaxandi. „Þetta er stór og stækkandi markaður, sem ekkert vit er í að láta Eimskipafélagið einrátt um“, sagði Ragnar Kjartansson. „Eim- skip hefur ekki gott af einokun- araðstöðu sinni á þessari leið og við viljum veita aðhald. Eimskip væri annars líklegt til að taka inn á þessari leið allan hagnað sem fél- agið þyrfti á að halda til að beita óeðlilegri samkeppni á Evrópu- leiðum“, bætti Ragnarvið. Að sögn Ragnars hafa vöru- flutningar Hafskips aukizt stöðugt síðustu árin og er félagið nú með sex skip í flutningum. Um þriðj- ungur allra vörugjalda Reykjavík- urhafnar mun nú innheimtast af vörum, sem Hafskip flytur. Á ár- unum 1977-80 hefur vörumagn meir en tvöfaldazt. Á milli ára 1877-78 jukust farmgjöld um 80% í ísl. krónum talið, 1978-79 um 93% og 1979-80 um liðlega 100%. Enn er óráðið hvernig aðstöðu Hafskip fær fyrir skip sín og vöru- geymslur í Reykjavíkurhöfn. Fél- agið hefur þegar lent í vandræðum vegna þrengsla í Grandaskála. Skemmurnar á Eiðsgranda eru yfirfullar þannig að mikið af vörum er í gámastæðum úti við. Á Tívolí- svæðinu er skúradrasl, sem reynt hefur verið að lappa upp á. Sagði Ragnar, að þessi aðstæða væri engan veginn boðleg viðskipta- vinum félagsins. Hann taldi líklegt að niðurstaða um aðstöðu til næstu framtíðar fengizt fljótlega og þá með þeim hætti, að Eimskip flytti starfsemi sína úr austurhluta gömlu hafnarinnar og færi inn á Kleppsskaft í Sundahöfn en Haf- •skip kæmi sérfyrir um sinn ígömlu höfninni austanverðri, þó að ekki væri það fýsilegur kostur að reka slíka starfsemi inni í umferðarkerfi miðbæjarins. 21

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.