Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.09.1980, Blaðsíða 27
 VvVV »V\ I s m fc :':J &' rh iM y l.Ws m.i • ImÆLk ■á m mm m Það sindraði á finnska glermuni, sem voru tii sýnis í húsgagnaverslun Kristjáns Sig- geirssonar. Hrein listaverk blöstu við veg- farendum úti í sýningarglugganum og inni í búðinni voru fleiri verk í sama stíl, hönnuð af listamanninum Timo Sarpaneva en fyrir- myndir að gerð þeirra sækir hann í loft- myndir af finnska skerjagarðinum og kallar stílinn þar af leiðandi Arkipelago. Það er finnska littala-glerverk- smiðjan, sem stendur fyrir þessari sýningu, en húsgagnaverzlun Kristjáns Siggeirssonar hefur flutt inn vörur frá henni í 26 ár. Verk- smiðjan hefur hins vegar starfað síðan 1881. Umsetning hennar varð í fyrra um 9 milljarðar ísl. króna. Fjórir fimmtu hlutar fram- leiðslunnar eru glervörur til heim- ilisnotkunar, glös o. þ. h. en einn fimmti er glervara til lýsingar og lampar. Nær helmingur fram- leiðslunnarfertil útflutnings. Frjáls og frumleg hönnun sam- fara óvenjulega miklum gæðum hefur leitt til þess að gler frá littala, „i-glerið" nýtur vaxandi gengis f alþjóðlegum samkeppnum og við- urkenningar um allan heim. littala varð heimfrægt eftir að hönnuðir þess, Tapio Wirkkala og Timo Sar- paneva, höfðu hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir hönnun listaverka úr gleri, m. a. á Triennalnum f Milano. Eftir að glervörur til heimilisnotkunar breyttu um svip hefur littala einnig unnið sér vinsældir meðal neyt- enda, fyrst í Finnlandi og síðan um heim allan. littala-glerverksmiðjan flytur í dag út meira en helming framleiðslu sinnar af gleri til heimilisnotkunar. Söluskrifstofur eru í Svfþjóð, Bret- landi, Bandaríkjunum og Vestur- Þýzkalandi og umboðsmenn eru í 30 öðrum löndum. Hjalti Geir Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Kristjáns Siggeirs- sonar hf. sagði, að littala-glervara hefði unnið sér sess á íslenzkum markaði vegna gæða og góðrar hönnunar. Mest hefði salan verið í glösum, sem verksmiðjan fram- leiðir mikið af í mismunandi teg- undum. Þetta er í annað skiptið, sem slík sýning er haldin hér. Sú fyrri var haldin fyrir u. þ. b. tíu árum og þá einmitt á verkum eftir Timo Sarpaneva. í báðum tilfellum hefur verið um farandsýningar að ræða. Áður en sýningin kom hingað til lands höfðu verksmiðjurnar feng- ið í hendur teikningar af verzlun- inni og hönnuðu síðan sýninguna til að falla inn í hluta húsnæðisins. Einnig var gluggasýningin sér- staklega hönnuð fyrirfram. Að þessu sinni kom sýningin frá Noregi en fer héðan til Finnlands og þaðan aftur til Þýzkalands. Maður frá verksmiðjunum annað- ist uppsetninguna á sýningunni, sem stóð hér í rúman hálfan mán- uð. Aðsókn að henni var góð og jöfn, og sala á i-glervörunum hefur verið vaxandi. „Finnarnir eru mjög frjóir í sam- bandi við vöruþróunina," sagði Hjalti Geir. „Þess vegna er alltaf eitthvað nýtt á döfinni hjá þeim. Hlutirnir, sem hafa verið sýndir hérna hjá okkur eru sannkallaðir sýningargripir. Mjög oft er þetta byrjun á þróun á einhverju meiru, ný hönnun sem á eftir að koma fram í ýmsum nytjavörum verk- smiðjunnar." 29

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.