Frjáls verslun - 01.10.1985, Síða 61
FRAMTIÐIN
HVER VERÐUR
ÞRÓUN VERÐ-
BÓLGUNNAR?
Átök á vinnumarkaði
þýða meiri verðbólgu
- segir Ólafur Davíðsson framkvæmdastjdrí Rl
„EF LITIÐ er til árangurs í
efnahagsmálum á þessu ári, þá
finnst mér mestu skipta aö ekki
tókst aö draga úr verðbólgunni
eða viðskiptahallanum og hefur
það valdiö mestum vonbrigð-
um,“ sagði Ólafur Davíðsson,
framkvæmdastjóri Félags ís-
lenskra iðnrekenda í samtali
við Frjálsa verzlun.
„Það sem helst veldur þessu
er það að eftir kjarasamninga i
árslok 1984 var Ijóst aö verð-
þólgan myndi taka mikill kipp
sem hún og gerði. Siðan gerðist
það að mikill halli varð á rikis-
sjóði og útlán bankakerfisins
jukust hratt. Ekkert var gert til
þess að reyna að sporna þarna
við, hvorki að draga úr halla á
rikissjóöi né að halda áfram meö
sömu stefnu í vaxtamálum sem
áður hafði verið haldið út á.
Þetta tvennt skiptir sköpum að
minu mati. Þetta hefur hvort
tveggja áhrif á eftirspurn sem
leiðir siðan til þenslu og launa-
skriðs og það þýðir aukningu á
kaupmætti sem leiðir til aukn-
ingar viðskiptahallans.
Launaskriðiö virðist vera við-
tækara en menn vilja vera láta
og á siðasta ári hækkuðu tekjur
um allt land meira en kauptaxtar
og eru líkur á að sama hafi gerst
á þessu ári. Þó ekki hafi veriö
formleg visitölubinding, þá hefur
ákveöin launaskrúfa verið i
gangi,“ sagöi Ólafur.
„Gengismálin hafa gert stöð-
una erfiðaði siðustu mánuðina,
þaö er að segja lækkun dollar-
ans gagnvart helstu Evrópu-
myntum sem þýðir það að það
hefur orðið að fella meðalgengi
krónunnar meira en elle, til þess
að láta dollarann þó ekki lækka
miðað við krónuna. Frá áramót-
um hefur verð dollarans hækkað
um 1,5% frá áramótum, á meðan
að verö helstu Evrópugjaldmiðla
hefur hækkað um 26-28% og
verðbólgan veriö yfir 30%. Það
er þvi alveg Ijóst að staða fisk-
vinnslunnar er mjög slæm. Það
er þetta sem skiptir hvað mestu
máli í framhaldinu, það er erfið
staða útflutningsatvinnugrein-
anna. Siðan bætist það við að
ákveðinn samdráttur sé i gangi
og nú fara saman erfiðleikar i
mörgum atvinnugreinum.
Ég sé þvi miður ekki enn þá
neinar meiriháttar breytingar i
okkar peningamálum af hálfu
61