Frjáls verslun - 01.10.1985, Síða 74
í NÝJUM STÖÐUM
Fiskvinnslan á eftir að
standa fyrir sínu í
náinni framtíð sem fyrr
— segir Friðrik Pálsson, nýráðinn forstjóri
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna
FRIÐRIK Pálsson, sem veriö
hefur framkvæmdastjóri Sölu-
sambands íslenskra fiskfram-
leiöenda, SÍF, hefur veriö ráöinn
forstjóri Sölumiöstöövar hraö-
frystihúsanna, SH og tekur hann
viö því starfi nú um þessi ára-
mót.
Friörik Pálsson er viðskipta-
fræöingur aö mennt og útskrif-
aöist hann frá Háskóla íslands
áriö 1974. Hann er kvæntur
Ólöfu Pétursdóttur lögfræöingi.
Frjáls verslun ræddi viö Friö-
rik um hiö nýja starf, en óhætt er
aö segja aö starf forstjóra SH er
eitt af ábyrgöarmestu störfum i
íslensku þjóöfélagi.
Friörik var aö því spurður
hvað oröiö hafi til þess að hann
hafi ákveðið að skipta um starf.
SKIL VIÐ SÍF MEÐ SÖKNUÐI
„Ég er þeirrar skoðunar að
menn eigi ekki að staldra við of
lengi i sama starfi og þegar mér
bauðst starf forstjóra SH, þá
fannst mér skynsemin segja að
ég ætti aö þiggja það góða boð.
Ég hef starfað hjá SÍF í 12 ár og
auðvitað mun ég skilja við það
fyrirtæki með söknuði. Ég tel að
það sé öllum hollt að skipta um
starf og það er ekki sist hollt fyr-
irtækjunum að fá nýtt blóð inn í
starfsemina," sagði Friðrik.
— Nú ferö þú úr starfi þar sem
aðalverkefniö er sala á fiski og
segja má að það sama sé aöal-
verkefni forstjóra SH. Er í raun
mikill munur á þessum störfum?
„Ég tel að þessi störf séu tölu-
vert frábrugöin hvort öðru. Starf
forstjóra SH er töluvert meira að
umfangi. Breytingin verður einnig
mikil hvað varðar samskipti við
markaði. Það er allt annar mark-
aður þar sem saltfiskur er seldur
á en freðfiskur og i raun eru þetta
ólik menningarsvæöi. Hins vegar
eru framleiðendurnir þeir sömu
að miklu leyti og mér finnst það
mjög ánægjulegt að geta haldið
samstarfi við stóran hluta af min-
um mönnum áfram, enda þótt á
nýjum vettvangi sé. Hvað aðra
þætti varðar sem frábrugðnir
gætu veriö, þá á ég von á þvi að
hjá SH fari meiri timi hjá mér i
stjórnunarstörf, en hér hjá SIF
hef ég tekið mikinn þátt i sölunni.
Ég á von á því að bein afskipti af
sölu minnki hjá mér i hinu nýja
starfi," sagði Friðrik.
74