Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1985, Page 99

Frjáls verslun - 01.10.1985, Page 99
Frjáls verslun hefur nú um árabil staðiö fyrir könnun og samanburði á stærö íslenskra fyrir- tækja og hefur greinaflokkur um það mál birst í siðasta tölublaði hvers árs. Óhætt er að fullyrða aö greinar þessar hafa vakið mikla athygli enda segja þær sína sögu um framvindu atvinnu- rekstrar á islandi ár hvert og þær breytingar sem á verða hverju sinni. Umfang greinaflokksins hefur vaxið jafnt og þétt og mjög mikil áhersla er lögð á að hafa upplýsingarnar sem traustastar og þar af leiðandi er leitað þeint til mikils fjölda fyrirtækja. Hafa forsvarsmenn fyrirtækjanna sýnt málinu áhuga og nær undantekningalaust veitt umbeðnar upplýsingar og skal hér tæki- færiö notað, fyrir hönd blaðsins, að þakka þeim samvinnuna. Þegar skráin yfir 100 til 150 stærstu fyrirtæki landsins árið 1985 er skoðuð kemur i Ijós að ekki er um neinar stökkbreytingar að ræða frá fyrri árum. Ekki var þess heldur að vænta. Sama lögmál gildir hér og viðast hvar annars staðar aö nokkur fyrirtæki skera sig úr hvað umfang varöar og halda þau stööu sinni ár eftir ár. Hitt er jafnljóst þegar samanburður er gerður á milli ára að breytingar verða nokkrar og er sérstaklega athyglisvert hversu hlutur banka- og spari- sjóða hefur rýrnað á árinu miðað við fyrri ár. Nær allar þessar peningastofnanir siga niður á við. Segir þetta sina sögu um ástandið í þjóðfélaginu og þá breytingu sem virðist vera orðin stað- reynd á peningamarkaðinum. Það hefur fráleitt farið fram hjá neinum að bankar og sparisjóðir hafa átt i miklu kapphlaupi við að ná til sparifjáreigenda en samt sem áöur virðast þeir hafa far- ið halloka fyrir öðrum valkostum sem fólk hefur frekar valið og er þar fyrst og fremst átt við verðbréfamarkaðinn sem hefur blómstað verulega að undanförnu. Erfitt er að segja á þessu stigi málsins hvaöa afleiðingar þessi þróun hefur eða hvort hún verður viðvarandi sem þó verð- ur aö teljast líklegt. Ljóst er þó aðv erri staða banka og annarra peningastofnana kemur viða við og veldur erfiðleikum. Nú eru i fyrsta sinn veittar upplýsingar um rekstrarlega niðurstöðu stærstu fyrirtækjanna. Hún leiðir i Ijós þá staðreynd að afar fá fyrirtæki á 'lslandi virðast skila hagnaöi. Flest fyrirtækin, jafnt stór sem smá, berjast i bökkum og þykjast góð ef þau ná núllpunktinum. Helst eru það fyr- irtæki sem hafa á einhvern hátt algjöra sérstöðu eða einokunaraðstöðu sem skila umtalsverð- um hagnaði. Að þessu leyti er atvinnurekstur á islandi ekki sambærilegur við það sem gerist víöa annars staðar þar sem oft má sjá mjög háar tölur um rekstrarhagnað sem aftur veröa til þess að almenningur sér hag af því að leggja fé i fyrirtækin og fá þannig arð sem er á tiðum mun meiri en unnt er að fá með öörum hætti. Oft hefur veriö talað um nauðsyn þess að efla at- vinnurekstur og atvinnulif á íslandi einmitt með því að fá almenning til þess að leggja fyrirtækj- unum lið með hlutabréfakaupum. En til þess er litil von við núverandi aðstæður. Flestar leiðir virðast liklegri til að skila arði en hlutabréfakaup þótt vissulega séu til ánægjulegar undan- tekningar. Það gefur lika auga leið að meðan rekstrarafkoma fyrirtækja er svo slæm sem raun ber vitni gefst fyrirtækjunum lítið svigrúm til aukinna athafna né heldur að taka áhættu í nýjungum. Fyr- irtækin eru oft á tiðum bókstaflega nauðbeygð til að hjakka meira og minna í sama farinu. Og þvi miöur virðist litil von til þess að á verði breyting. Stjórnmálamenn tala oft fjálglega um nauð- syn öflugra atvinnufyrirtækja og atvinnuuppbyggingar en á sama tíma er þjóðarskútunni stýrt þannig að ekkert svigrúm er gefiö. Það segir kannski mesta sögu að á siðustu 20 árum eöa frá 1963 til 1983 varð um og yfir 200% fjölgun starfa i opinberri stjórnsýslu en á sama tíma varð jafnvel fækkun starfa i framleiðsluatvinnuvegunum. Það þarf töluvert til þess að standa undir stöðugri stækkun báknsins og þess gjalda bæði atvinnufyrirtækin og einstaklingarnir. 99
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.