Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1992, Síða 7

Frjáls verslun - 01.01.1992, Síða 7
UMRÆÐA UM TVÖFÖLDUN REYKIANESBRAUTAR: MÁ FARA NÝJAR LEIÐIR? NÚ ER TEKIST Á UM ÞAÐ HVORT NOTA MEGINÝJAR AÐFERÐIR TIL AÐ BJETA SAMGÖNGUR í LANDINU EÐA HVORT ÁFRAM SKULIHJAKKAÐ í SAMA FARINU Seint verða landsmenn sam- mála um það hvar skuli tekið til hendi í samgöngumálum þjóðar- innar. Þar er um stórt verkefni að ræða enda þjóðin fámenn í stóru landi. Skattpeningar al- mennings duga fyrir æ styttri malbikuðum spottum ár frá ári og samgöngukerfið líður fyrir byggðasjónarmið enda hring- vegurinn farinn að minna á slit- rótta perlufesti. Því hafa komið upp hugmyndir um að nálgast vandann frá öðru sjónarhorni og fara þá leið sem flestar þjóðir í kringum okkur hafa valið: Að heimila hlutafélögum að leggja hluta vegakerfisins gegn vega- tolli um ákveðinn tíma. SPORIN HRÆÐA Þótt langt sé um liðið frá því veg- tollur var innheimtur af þá nýrri Reykjanesbraut eru enn í dag til þeir sem halda því fram að svoleiðis nokk- uð eigi ekki við okkur Islendinga. Menn minnast átaka við skúrinn, sem stóð á Reykjanesbrautinni skammt vestan við Straum, og þess hvernig fór fyrir honum að lokum. Vera má að jákvæð viðbrögð sam- gönguyfirvalda við þeirri hugmynd, að einkaaðilar af ýmsu tagi önnuðust gerð vegganga undir Hvalfjörð í fyrra, hafi hrundið af stað nýrri umræðu um þessi mál. Samningur þáverandi sam- gönguráðherra, SteingrímsJ. Sigfús- sonar við hlutafélagið Spöl hf. var undirritaður fyrir réttu ári. Sam- kvæmt honum fékk fyrirtækið einka- rétt til að koma á vegtengingu undir fjörðinn og innheimta vegtoll af þeim, sem óska að nota mannvirkið næstu 25 árin. Að því loknu eignast ríkið göngin án endurgjalds. TEXTI: VALÞÓR HLÖÐVERSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON 41

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.