Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.03.1992, Blaðsíða 64
FYRIRTÆKJANET lendis. Aðilar telja að reynsla Flug- leiða í framleiðslu flugvélamats og þekking þeirra á þessum markaði nýt- ist mjög vel en framleiðslufyrirtækin eru sérhæfð og í fremstu röð, hvert á sínu sviði. Ámes er með sveigjanlega fram- leiðslu og hefur sérhæft sig í vinnslu flatfisks, Grandi er í fremstu röð varðandi vinnslu á bolfiski, íslenskt- Franskt eldhús hefur lagt áherslu á vöruþróun og framleiðslu ýmiss kon- ar patérétta, Mjólkursamsalan leggur til ýmsar mjólkurafurðir svo sem skyrtertur og Sláturfélag Suðurlands hefur sérhæft sig í vinnslu á lamba- kjöti sem kunnugt er. Tvö síðast- nefndu fyrirtækin ráða yfir mikilli þekkingu í pökkunartækni en hún kemur mjög til góða við þá framleiðslu sem er í undirbúningi. „Við ætlum okkur að fara hægt í sakimar til að byrja með, meðal ann- ars vegna þess að við gemm okkur grein fyrir því að hér er um gífurlega kröfuharðan og viðkvæman markað að ræða. Framleiðsla á hálftilbúnum réttum fyrir flugeldhús, bæði hér heima og erlendis, hefst núna í apríl- mánuði og ef við komust klakklaust í gegnum byrjunarferilinn, verður ákvörðun tekin um framhaldið síðar í vor,“ sagði Magnús ennfremur. Hann sagði að framleiðsla og sala á flugvélamat væri um margt óhk ann- arri matvælaframleiðslu. Áður hafi flugeldhús verið rekin eins og venju- leg eldhús en nú ynnu þau fyrst og fremst að samsetningu tilbúinna rétta sem gjaman væm framleiddir af mörgum aðilum. „Möguleikar íslendinga eru fýrst og fremst fólgnir í því að útbúa vöru úr sérstöku, íslensku hráefni. Þá er- um við að ræða um sjávarfang, lamba- kjöt, íslenskt vatn og mjólkurafurðir. Við stefnum á fjöldaframleiðslu vöm fyrir viðskipta- og almenn farrými í flugvélum þar sem við leggjum mest upp úr gæðavöm á góðu verði svo og þeirri ímynd sem við teljum að ísland njóti víða um heim: ímynd hreinleika og uppsprettu heilusamlegra mat- væla.“ SNÚIÐ Á KREPPUNA Það er sérstök tilviljun að um það leyti, sem aðilar að PS matvælum HVAÐ ER FYRIRTÆKJANET? íslensk fyrirtæki þurfa að bregðast við þeirri áskorun sem atvinnulíf landsmanna stendur frammi fyrir. Fyrirtækjanet er ein af þeim leiðum sem gefur fyrirtækjum kost á að mæta kröfu tímans um samkeppnishæft atvinnulrf. Þessi leið hefur verið valin af fyrirtækjum víðs vegar um hinn vestræna heim og hvarvetna skilað góðum árangri, Nú er röðin komin að íslandi! * Nokkur fyrirtæki í húsgagnaiðnaði ákveða að stofna fyrirtækjanet um hönnun, framleiðslu og sölu á skrrfstofuhúsgögnum. * Hópur fyrirtækja í sjávarútvegi og landbúnaði sameinar krafta sína við þróun, framleiðslu og markaðssetningu á gæludýrafóðri. * Þrir skemmtibátaframleiðendur ákveða að efna til samstarfs um þekkingaröflun varðandi hráefni og við að taka upp nýjar vinnsluaðferðir. * Fyrirtæki í málm-, rafeinda- og plastiðnaði ákveða að fara í samstarf um þróun prófunaraðstöðu og markaðssetningu á heildarlausnum fyrir fiskvinnslu og útgerð. * Fyrirtæki í prentiðnaði sameinast um innkaup á aðföngum. * Fyrirtæki á landsbyggðinni stofna fyrirtæki til að reka sameiginlega söluskrifstofu og lager á höfuðborgarsvæðinu. * Fyrirtæki í byggingariðnaði stofna fyrirtækjanet í samvinnu við arkitekta- og verkfræðistofu sem sérhæfir sig í heildarlausnum í viðhaldi og húsaviðgerðum. ætluðu að ýta úr vör, var kynnt sér- stakt verkefni á vegum aðila vinnu- markaðarins sem hlotið hefur nafnið Fyrirtækjanet. í ljós kom að aðferð þeirra í PS matvælum svipaði mjög til aðferðarfræða við stofnun fyrirtækja- neta víða um heim en þessi samtvinn- un ólíkra fyrirtækja til markaðssóknar er alþekkt fyrir að hafa skilað góðum árangri á Ítalíu og víðar í Evrópu. Það kom fram í máli Þórarins V. Þórarinssonar, framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambands íslands, á stofnfundi um Fyrirtækjanet að sam- tök atvinnulífsins ættu sér eitt mark- mið með verkefninu: Að auka árangur í íslensku atvinnulífi. Þeir, sem standa að verkefninu fyrirtækjanet, eru auk VSÍ, Alþýðusamband ís- lands, Útflutningsráð íslands, Lands- samband iðnaðarmanna, Félag ís- lenskra iðnrekenda og Samstarfs- nefnd atvinnurekenda í sjávarútvegi. Verkefninu var formlega hrint í fram- kvæmd 10. mars sl. og þá sagði Þór- arinn V. Þórarinsson m.a.: „Það eru tvær meginástæður fyrir því að samtök atvinnulífsins hafa lagt vinnu í þróun og kynningu þessara hugmynda hér á landi. Fyrri ástæðan er vilji til viðbragða við vandræða- gangi í ehiahagsmálum okkar íslend- inga um allt of langt skeið. Frá því árið 1987 hefur verið samfellt samdráttar- skeið í efnahagslífi landsmanna og at- vinnulífið hefur stöðugt átt undir högg að sækja. í ár er fimmta árið þar sem ríkt hefur stöðnun og samdráttur en á sama tíma hefur hagvöxtur OECD ríkja verið á milli 2,5 og 3,0% til jafn- aðar. í raun ríkir alvarleg kreppa í íslenskum þjóðarbúskap og þótt ein- kennilegt megi virðast eru margir tregir til að taka sér það orð í munn. Erlendar skuldir íslendinga stefna í nýtt met og eru komnar í yfir 200 milljarða. Viðskiptahalli síðasta árs er talinn hafa orðið nær 18 milljarðar og á þessu ári bendir flest til að við kaup- um frá útlöndum fyrir um 17 milljörð- um meira en við seljum til útlanda." Síðar sagði Þórarinn í ræðu sinni: „Önnur ástæða þess að samtök at- vinnulífsins hafa undirbúið verkefnið Fyrirtækjanet leiðir af þeim breyting- um, sem nú eru að verða á viðskipta- háttum í Evrópu, þar sem sameigin- legur heimamarkaður Evrópubanda- 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.