Frjáls verslun - 01.03.1992, Side 32
HUSNÆÐISKERFIÐ
„ALMNGIHEFUR ALDREIGERT ATHU
- SEGIR SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON, FORSTJÓRIHÚSNÆÐISSTOFNUNAR
„Vissulega kostar Húsnæð-
isstofnun talsvert fé en hinu
mega menn ekki gleyma að hér
er rekin umfangsmikil starf-
semi og hefur hún aukist all-
verulega hin síðari árin. Við
sem hér vinnum kappkostum
að halda okkur innan fjáralag-
arammans og það hefur í öllum
meginatriðum tekist. A það ber
að líta að í raun rekum við hér
tvær stofnanir fyrir allt þetta fé
því á síðasta ári runnu um 100
milljónir til rekstrar Veðdeild-
ar Landsbankans í þessu sama
húsi. Þá greiðum við verktök-
um eins og Reiknistofu bank-
anna og tölvufyrirtækjum stór-
ar upphæðir á ári hverju.“
Þetta sagði Sigurður E. Guð-
mundsson forstjóri Húsnæðisstofn-
unar ríkisins í samtali við Fijálsa
verslun. Hann nefndi nokkra þjón-
ustuþætti hjá stofnuninni og rakti
dæmi um umfang þeirra verkefna
sem þeir leiddu af sér:
„Húsnæðisstofnun ríkisins er í
raun ein stærsta innlánsstofnun
landsins því hér innheimtum við
hundruð milljóna króna á ári hverju.
Það starf hefur gengið ákaflega vel og
hefur stofnunin ekki þurft að verja
nema 10-20 milljónum á ári í afskriftir
vegna tapaðra krafna. Þá veitum við
unga fólkinu ókeypis þjónustu með
innheimtu og vörslu á skyldusparnað-
inum og hér erum við með um 50
þúsund reikninga af því tagi. Það er
sem ég sæi ýmsa af bönkum landsins
ná slíkum árangri. Það fylgir því auð-
vitað gífurleg vinna að sýsla með tvö
lánakerfi auk húsbréfadeildarinnar
sem krefst mikillar pappírsvinnu. Er
þá fátt eitt upp talið,“ sagði Sigurður
ennfremur.
En hvað segir forstjórinn um at-
hugasemdir Ríkisendurskoðunar, en
alvarlegar aðfinnslur voru gerðar
varðandi rekstrarkostnað Húsnæðis-
stofnunar í skýrslu hennar haustið
1990:
„Það eru margar skýrslurnar sem
berast úr stofnunum ríkisins og sum-
ar æði misjafnar að gæðum. Vinir
mínir hjá Ríkisendurskoðun hafa sent
okkur ýmis skeyti og gert athuga-
semdir um rekstur á kerfi sem starfs-
menn þar hafa sínar umdeilanlegu
hugmyndir um. Ég spyr á móti: Eru
menn tilbúnir að axla ábyrgðina sem
fylgir því að reka svona stofnun? Það
er nefnilega ekki nóg að setja hug-
myndir á blað. Það er erfiðara um að
tala en í að komast.
Sannleikurinn er sá að árið 1986
fengum við álit Lagastofnunar Há-
skóla íslands á stjómskipulagi Hús-
næðisstofnunar. Staðfestu hinir
mætu lögfræðingar að yfir þessari
stofnun sæti þingkjörin stjórn sem
bæri ábyrgð á rekstri stofnunarinnar
gagnvart Alþingi. Þeir vísu menn
undirstrikuðu einnig það álit sitt að
forstjóri stofnunarinnar bæri ábyrgð á
daglegum rekstri hennar gagnvart
Húsnæðismálastjóm.
Með þessu tók lagastofnun af öll
tvímæli um það hverjir stjómuðu hér
og hverra væri ábyrgðin. Ég hef
starfað hjá þessari stofnun í hartnær
þrjá áratugi og átt ákaflega gott sam-
starf við Húsnæðismálastjórn á hverj-
um tíma. Alþingi hefur aldrei gert at-
hugasemdir við rekstur þessarar
stofnunar og meðan mál ganga fram
með eðlilegum hætti, hef ég ekki
áhyggjur af skeytasendingum utan úr
bæ. Slík upphlaup koma með nokkuð
reglulegu millibili og lítið við því að
gera.“
Sigurður sagði að 60 manns störf-
uðu hjá Húsnæðisstofnun og Veð-
deild Landsbankans. „Við erum með
tæknideild, lögfræðideild og hús-
bréfadeild, sem allar standa undir
sér. Ég tel raunar að gjaldtöku megi
auka verulega hjá stofnuninni og það
mun reynast mögulegt að innheimta
þær 100 milljónir upp í rekstrarkostn-
að, sem okkur er gert að standa skil á
í sparnaði til ársloka 1993.“
32