Frjáls verslun - 01.03.1992, Side 20
FORSIÐUGREIN
Aðalstjórnendur COCA-COLA samsteypunnar, þeir Roberto C. Goizueta og
Donald R. Keough, fyrir utan höfuðstöðvar fyrirtækisins í Atlanta í Banda-
plönum markaðsherferðir og hrindum
þeim í framkvæmd. Áður en til þess
kemur þarf að fara fram flókin sam-
ræming verka milli fjölda manna,
bæði hér í Noregi og víða um heim.
Þar sem um alþjóðlegt fyrirtæki er að
ræða hafa menn töluverð samráð milli
landa og milli svæða. Þannig hittumst
við markaðsstjórar einstakra svæðis-
skrifstofa Evrópu á sex vikna fresti til
að samræma störf okkar og stilla
saman strengi í markaðsstarfi COCA-
COLA. Það eru innan við tíu menn.
Aðgerðir eru sérsmíðaðar fyrir hvert
land um sig en þær byggjast að sjálf-
sögðu á tilteknum grundvallarþáttum
sem bera hið alþjóðlega svipmót
COCA-COLA.
TUGMILUÓN DOLLARA SAMNINGAR
Fyrirtækið er styrktaraðili fjölda
stórviðburða í heiminum, t.d. á sviði
íþrótta. COCA-COLA er styrktar-
aðili bæði Vetrar- og Sumarólympiu-
leikanna, Heimsýningarinnar í Sevilla
og Evrópukeppninnar í knattspymu
sem fram fer í Gautaborg næsta sum-
ar. Þá er fyrirtækið í samstarfi við
Disney um kynningu á opnun Disney
World í París og einnig erum við
styrktaraðilar vegna árs Evrópu
1992. Þá má nefna hljómleikaferð El-
ton John um Evrópu á næstunni.
„Maður hlýtur að nálgast
stjórnunarstörf hjá svona
fyrirtæki með virðingu og taka
viðfangsefni sín alvarlega.“
Búið er að semja um vetrar OL árið
1994 sem fram fara í Lillehammer í
Noregi og sumar OL sem fram fara í
Atlanta árið 1996 en höfuðstöðvar
fyrirtækisins eru þar. COLA-COLA
hefur stutt Ólympíuleikana frá árinu
1928.“
Hann segist ekki geta sagt mér hve
mikið sé greitt fyrir þessa stóru
stuðningssamninga. „Það eru margir
tugir milljóna dollara hver samning-
ur.“
En nú víkur sögunni heim til Is-
lands.
Lýður Friðjónsson var fram-
kvæmdastjóri Vífilfells á árunum 1984
til haustsins 1991. Á þeim tíma jókst
kókneysla íslendinga gífurlega. Hún
samsvaraði 197 átta únsu flöskum á
mann árið 1984 en var komin í 370
slíkar flöskur árið 1990. íslendingar
eru þarna í efsta sæti allra þjóða
heims. Neyslan á mann íNoregi nem-
ur á ári 220 flöskum — þannig að
Lýður hefur þar verk að vinna — og
einungis 300 flöskum í sjálfri heima-
byggð COCA-COLA, Bandaríkjun-
um. I Kína er neyslan innan við ein
svona flaska á ári á mann og í vanþró-
uðum ríkjum er þetta hlutfall víða
tvær til þrjár flöskur. Það er einmitt í
vanþróuðu ríkjunum sem Lýður segir
að vaxtarmöguleikarnir liggi því „kók
er lúxus fátæka mannsins“.
í ágúst árið 1990 birti tímaritið
Fortune umfjöllun um kókneyslu í
heiminum. Þar kom fram að ísland
var í efsta sæti, næst á undan Banda-
ríkjunum. Það er í samræmi við þær
tölur sem nefndar voru hér að fram-
an. Þá var meðaltalskókneysla ís-
lendinga nær sexföld á við heims-
meðaltalið, hún var tvöföld meðaltals-
neysla Þjóðverja, nær fjórföld neysla
Breta og áttföld neysla Frakka, svo
dæmi séu tekin.
Hverju þakkar Lýður þennan ár-
angur hjá Vífilfelli?
GÍFURLEG HAGRÆÐING HJÁ VÍFILFELLI
„Markaðurinn nær tvöfaldaðist á
þessu tímabili, m.a. vegna þægilegri
pakkninga, sem komu þá til sögunn-
ar, og öflugrar markaðsstarfsemi.
Árangur okkar má að hluta rekja til
vel heppnaðra fjárfestinga á umbúða-
sviðum og öðrum sviðum. Það gekk
vel hjá okkur fjárhagslega öll árin.“
Hann hefur ekki mörg orð um
þennan mikla árangur og verst frekari
spurningum um árangur fyrirtækis-
ins. „Vífilfell er einkafyrirtæki í eigu
fárra hluthafa. Stefnan hefur verið sú
að ræða ekki um afkomu eða innri
málefni þess við fjölmiðla.“
Frá árinu 1985 hefur Verksmiðjan
20