Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1992, Qupperneq 22

Frjáls verslun - 01.03.1992, Qupperneq 22
FORSIÐUGREIN COCA-COLA er trúlega framsæknasta fyrirtæki í heimi á sviði auglýsinga. Kannanir sýna að vörumerkið er víðast hvar það öflugasta á markaði. Þetta gildir einnig á íslandi. Frjáls verslun hefur í tvígang látið kanna styrk vörumerkja á íslenskum markaði í Gallup-skoðanakönnunum og hefur COCA-COLA í báðum tilvikum haft yfirburði. Þróunin á auglýsingum fyrir- tækisins hefur verið ör og er skemmtilegt að skoða gamlar auglýsingar og bera þær saman við það sem nú blasir við. Hér að ofan getur að líta dæmi um auglýsingu fyrri tíma. Vífílfell hf. gefið upp veltutölur til birt- ingar á listum Frjálsrar verslunar yfir stærstu fyrirtækin á íslandi. Hins vegar hafa afkomutölur ekki verið gefnar upp eða fjárhæðir úr efnahags- reikningi. Tölur um starfsmanna- flölda og laun hafa komið fram í þess- um listum. Á árinu 1990 nam heildar- velta fyrirtækisins 2.362 milljónum króna. Þá var fyrirtækið í fertugasta sæti á listanum. Ársverk sem unnin voru í fyrirtækinu voru þá hundrað tuttugu og tvö. Það er athyglisvert að samkvæmt þessum listum varð raun- veltuaukning Vífilfells á árunum 1985 til 1990 alls 138% en á sama tíma fækkaði ársverkum um 21%! Samkvæmt þessu hefur orðið gíf- urleg hagræðing í rekstrinum og menn þykjast þess fullvissir að af- koman hafi verið mjög góð öll árin — þótt ekkert fáist staðfest um það, samanber það sem haft er eftir Lýð hér að framan. En þrátt fyrir þann mikla árangur, sem getið er hér að framan, gekk ekki allt upp sem Lýður Friðjónsson og félagar tóku sér fyrir hendur á þess- um árum. Eg spyr hann um „mis- takamálin“ frá þessum árum: Amar- flug, Snakkiðjuna, Akra-smjörlíki — voru það ekki mistök að eyða orkunni í þetta og var eitthvað vit í því fyrir Vífilfell að sækjast eftir að kaupa Stöð 2 ásamt fleiri fyrirtækjum? VOGUN VINNUR 0G TflPAR „Mér er ljúft að svara þessu því allt of mikið hefur verið gert úr þessum málum. I öllum viðskiptum taka menn áhættu — vogun vinnur, vogun tap- ar. Það, sem við gerðum utan fyrir- tækisins, gekk ekki allt upp og um það er rætt. En ekkert er minnst á þátttöku okkar í góðum málum sem heppnuðust vel. Aðildin að Arnarflugi var „prinsipp- mál“. Við vildum styðja samkeppni sem við töldum að yrði að vera í flug- inu. Við lögðum ekki fé í Arnarflug til að hagnast. Við lögðum fé í það til að styðja samkeppni og við gerðum okk- ur vonir um að þetta gæti gengið. Það þarf enginn að skammast sín fyrir að hafa freistað þess að halda uppi sam- keppni í flutningum til og frá landinu. Það er rétt að Snakkiðjan og Akra gengu ekki eins og vonast var til. En þegar við seldum Akra norður til Ak- ureyrar og gerðum dæmið upp kom í ljós að við höfðum engu tapað á því. Því var ekki um neitt stórvandræða- mál að ræða. Um Stöð 2 er það að segja að ef þeir aðilar, sem voru að velta fyrir sér kaupum á félaginu í árslok 1989, hefðu náð samkomulagi við bankann á þeim forsendum, sem rætt var um, er ég ekki í vafa um að kaupin hefðu orðið góð fjárfesting. Um það snerist málið og við vorum einungis með fjárfest- ingu í huga. Loks vil ég nefna dæmi um aðild okkar að fjárfestingum utan Vífilfells, sem ég tel að hafi heppnast og séu til góðs — en sjaldnar er minnst á slík mál. Við keyptum verulegt rými í Kringlunni og innréttuðum aðstöðu 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.