Frjáls verslun - 01.03.1992, Blaðsíða 28
HUSNÆÐISKERFIÐ
Um helmingur útgjalda Húsnædisstofnunar á síðasta ári varð vegna
greiðslna til verktaka, einkum Veðdeildar Landsbankans, Reiknistofu
bankanna og annarra verktaka, einkum vegna þjónustu við tölvukerfi.
vegna vanskila við Byggingasjóð rík-
isins en Ríkisendurskoðun taldi þenn-
an kostnað stórlega vanáætlaðan.
í skýrslu Ríkisendurskoðunar
haustið 1990 er sérstaklega tekið
fram að við mat á raunhækkun rekstr-
arkostnaðar Húsnæðisstofnunar
verði að taka tillit til mikilla breytinga
á starfseminni sem hafi leitt af sér
stóraukin verkefni. M.a. hafi verið
stofnsett ráðgjafastöð árið 1985, lög
um kaupleiguíbúðir hafi tekið gildi árið
1988 og húsbréfakerfið tekið upp ári
síðar. Bent er á að afgreiðsla um-
sókna í húsbréfakerfmu kreþist mun
meiri vinnu en áður hafi tíðkast við
lánveitingar.
HÁLFUR MILUARÐUR í FYRRA
Þrátt fyrir athugasemdir Ríkisend-
urskoðunar um mikinn rekstrar-
kostnað Húsnæðisstofnunar árið
1989 virðist fátt hafa breyst í þeim
efnum frá því þær voru sett á blað. Af
yfirliti yfir reksturinn á síðasta ári má
ráða að hann hafi kostað um 500 millj-
ónir króna en á móti hafi komið sér-
tekjur upp á 163 milljónir þannig að
nettó rekstrarkostnaður var tæplega
350 milljónir króna. Það skal tekið
fram að hér er um bráðabirgðatölur
að ræða.
Brúttókostnaður stofnunarinnar
fór verulega fram úr heimildum fjár-
laga fyrir árið 1991. Hann átti að nema
430 milljónum en varð 500 milljónir
eins og áður sagði. Laun fóru 17 millj-
ónir fram úr fjárlögum og rekstrar-
kostnaður án launa og fjárfestinga fór
70 milljónir fram úr fjárlögum. Hins
vegar varð nettókostnaður við rekst-
urinn aðeins 6 milljónum meiri en fjár-
lög gerðu ráð fyrir vegna þess að tekj-
ur stofnunarinnar urðu helmingi
hærri en ráð var gert fyrir. Fjárlög
gerðu ráð fyrir 88 milljónum í tekjur
en þær urðu 163 milljónir. Þar var um
að ræða tekjur frá Innláns- og inn-
heimtudeild, tekjur vegna greiðslu-
seðla og loks tekjur vegna útseldrar
vinnu Tæknideildar.
Eins og áður sagði benti Ríkisend-
urskoðun á sínum tíma á miklar
greiðslur til verktaka, utan Húsnæð-
isstofnunar. Ekki virðist hafa tekist
að lækka þann kostnað nema að því er
varðar kostnað vegna þjónustu Veð-
deildar Landsbankans.
Á síðasta ári fékk Landsbankinn
101 milljón fyrir sinn snúð en þar er
um 4.5% raunlækkun að ræða frá
reikningum ársins 1989 frá sömu
stofnun. Engu að síður má það teljast
furðulegt að þessi þjónusta skuli ekki
hafa verið boðin út. Ragnar Önundar-
son, framkvæmdastjóri hjá íslands-
banka, sagðist ekki kannast við nein
útboð en taldi einsýnt að aðrir bankar
gætu annast þessa þjónustu ef því
væri að skipta.
Reiknistofa bankanna veitti Hús-
næðisstofnun viðamikla tölvuþjón-
ustu í fyrra ens og jafnan áður og fékk
fyrir þau viðskipti 53 milljónir króna.
Þar er um 45.2% raunaukningu að
ræða frá árinu 1989.1 hverju sú aukn-
ing liggur er erfitt að skýra á þessari
stundu en vísast er þar um aukin og
viðameiri verkefni að ræða.
Sá liður, sem vekur hvað mesta
furðu í þessu bráðabirgðauppgjöri
Húsnæðisstofnunar fyrir árið 1991, er
önnur aðkeypt þjónusta verktaka.
Hún kostaði 99 milljónir króna í fyrra
en 50 milljónir árið 1989 á þáverandi
verðlagi. Raunhækkun er 53.5%!
Samkvæmt heimildum Frjálsrar
verslunar er hér m.a. um að ræða
kostnað við rekstur tölvukerfis stofn-
unarinnar en það hefur reynst gífur-
lega stór liður í bókhaldi stofnunarinn-
ar um margra ára skeið. Árið 1989
kostaði umsýsla tölvukerfisins 33
milljónir á þáverandi verðlagi og er
28